Skólavarðan - 01.12.2011, Side 9

Skólavarðan - 01.12.2011, Side 9
9 Skólavarðan 3.tbl. 2011 Flókið verkefni sem bar ávöxt „Verkefnið sem blasti við rýnihópnum var að semja viðmið sem ættu við um allar listgreinar. Þetta reyndist ansi flókið,“ segir Sigrún. „Listgreinarnar eru svo ólíkar og námsaðferðir, hugtakaforði og uppbygging námsins sömuleiðis. En þetta náðist allt að lokum og rýnihópurinn skilaði af sér drögum til ráðuneytisins í febrúar. Kynning á drögunum fór svo fram á málþingi á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytisins um námskrárgerð í framhaldsskólum sem haldið var í Skriðu í maí.“ Auk Sigrúnar áttu sæti í rýnihópnum þau Ari Halldórsson, kennslustjóri lista- og fjölmiðlasviðs Borgarholtsskóla, Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, Karen María Jónsdóttir formaður, fagstjóri dansbrautar Listaháskóla Íslands og Ragnheiður Þórsdóttir, kennari á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins fór Sigrún eftir að drögin lágu fyrir í að tengja tónlistarnám við hæfniþrep og til framhaldsskólaeininga (feininga) og aðrir í hópnum gerðu slíkt hið sama fyrir hinar listgreinarnar. Framundan er samvinna rýnihópsins og ráðuneytisins um að útbúa leiðbeinandi reglur fyrir framhaldsskóla varðandi mat á tónlistarnámi. Þær verða kynntar og sendar út samhliða yfirlitunum um tengingu listnámsins við þrep og feiningar. „Þetta er þróun sem verður spennandi að fylgjast með,“ segir Sigrún. Um hæfniþrep í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla Hæfniþrepin eiga að gefa vísbendingu um viðfangsefni og námskröfur og eru þannig leiðbeinandi við gerð áfanga- og námsbrautarlýsinga. Hæfniþrepin eru einnig upplýsandi fyrir hagsmunaaðila, jafnt nem- endur sem atvinnulíf og næsta skólastig sem tekur við nemanda að loknu námi. Á framhaldsskólastigi eru þrepin fjögur Fyrsta þrepið er á mörkum grunn- og framhaldsskóla og felur í sér almenna menntun. Þar tengjast kröfur um lýðræði, mannréttindi, jafnrétti og sjálfbærni daglegu lífi og virkni einstaklingsins í þjóðfélaginu. Nemandi sem hefur náð þessari lykilhæfni sýnir í daglegu lífi og samskiptum að hann beri virðingu fyrir öðru fólki, lífsgildum þess og mannréttindum. Nám á fyrsta þrepi getur enn fremur falið í sér almennan undirbúning undir störf í atvinnulífinu sem ekki krefjast mikillar sérhæfingar og eru unnin undir stjórn eða eftirliti annarra. Á námsbrautum með námslok á fyrsta hæfniþrepi getur krafa um námsframvindu verið óhefðbundin og námsmat fyrst og fremst leiðbeinandi um hvernig nemendur geti náð settum markmiðum. Námslok á þrepi tvö einkennast af fremur stuttri sérhæfingu, sem miðar einkum að faglegum undirbúningi undir frekara nám eða störf sem krefjast þess að starfsmaðurinn geti sýnt ábyrgð og sjálfstæði innan ákveðins ramma og/eða undir yfirstjórn annarra. Þá er gert ráð fyrir að hinni almennu hæfni til að vera virkur þjóðfélagsþegn sé náð og sjónum beint að virkni og ábyrgð innan vinnuumhverfis. Námslok á þriðja hæfniþrepi einkennast af enn meiri kröfum um þekkingu, leikni og hæfni tengdar sérhæfingu og fagmennsku. Þar fer fram sérhæfður undirbúningur undir háskólanám, lögvarin störf, sérhæft starfsnám og listnám. Eftir námslok á þriðja þrepi á nemandi að geta unnið sjálfstætt, borið ábyrgð á skipulagi og úrlausn verkefna og metið eigin störf. Fjórða þrepið felur í sér nám sem ýmist fer fram innan eða á vegum framhaldsskóla eða háskóla. Námslok á fjórða þrepi einkennast ýmist af aukinni sérhæfingu og/eða útvíkkun sérhæfingar í tengslum við stjórnun, leiðsögn, þróun eða nýsköpun. Nýtt einingamatskerfi metur vinnu nemenda í öllu námi Framhaldsskólaeining (fein.) gefur möguleika á að meta vinnu nemenda í öllu námi. Hún er mælikvarði á vinnuframlagv nemenda í framhaldsskólum óháð því hvort námið er verklegt eða bóklegt og hvort það fer fram innan skóla eða utan. Hver eining samsvarar u.þ.b. þriggja daga vinnu nemenda, eða alls 18-24 klukkustunda. Við útreikning á fjölda „feininga“ er tekið tillit til þátttöku nemenda í kennslustund óháð kennsluformi, vinnustaðanáms undir umsjón tilsjónarmanns, starfsþjálfunar á vinnustað eða í skóla, þátttöku í námsmati svo sem próftöku og loks heimavinnu, verkefnavinnu og annarrar vinnu sem ætlast er til að nemandi sinni. listnám

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.