Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 7
honum þegjandi súpuskálina. „Það er of mikil
eymd í þessu landi,“ sagði gamli maðurinn,
„glæpir borga sig“.
Þessa nótt dreymdi hann ekki sundlaugina.
Hann sá undurfallega konu sem hafði stigið
niður frá himnum og stóð við billjardborðið.
Konan var í síðum kjól sem var skreyttur litlum
gimsteinum og bar gullkórónu á höfði. Hún
skein eins og lampi. „Þú ert jólasveinninn,“
sagði konan. „Ég sendi þig hingað til að hjálpa
heimilislausu börnunum. Farðu í búðina, feldu
leikföngin í pokanum þínum og farðu svo og
gefðu þau börnunum.“ Gamli maðurinn hrökk
upp. Umhverfis billjardborðið í svartamyrkrinu
var þétt ský af glitrandi ryki. Hann breiddi tepp-
ið yfir sig aftur en gat ekki sofnað. Hann stóð á
fætur, fór í jólasveinabúninginn sinn og út á
götu. Hann var enga stund að komast til
Mútamba. Torgið var autt og það lýsti af versl-
uninni eins og geimskipi. Þarna voru Barbídúkk-
ur í aðalsýningarglugganum; allar í mismunandi
kjólum en með sama óþolandi brosið. Í öðrum
glugga gat að líta vélskrímslin, leikfangabyss-
urnar, rafmagnsbílana. Pascoal vissi að ef hann
myndi brjóta sýningargluggann þá kæmi hann
hendinni inn og gæti opnað dyrnar. Hann tók
upp stein og braut rúðuna. Hann var á leiðinni
út með troðfullan poka þegar lögreglumaður
kom að honum. Á sömu stundu sá hann að
akasíutré á götuhorninu var baðað ljósi. Konan
úr draumnum brosti til Pascoals, hún sveif yfir
blómum úr loga. Lögreglumaðurinn virtist ekki
taka eftir neinu. „Skammastu þín, gamli fausk-
ur,“ hrópaði hann. „Segðu mér undireins hvað
þú ert með í pokanum.“ Pascoal fann að munn-
urinn á honum opnaðist gegn vilja hans; hann
heyrði sjálfan sig segja: „það eru rósir, herra
minn.“ Lögreglumaðurinn leit á hann ringlaður.
„Rósir . . .? Ertu nú algerlega búinn að tapa þér,
gamli minn . . .“ og klappaði honum á bakið.
Svo tók hann upp byssu, beindi henni í andlit
Pascoals og hrópaði: „Svo þetta eru rósir!
Sýndu mér þessar rósir!“ Gamli maðurinn hik-
aði augnablik. Hann leit á akasíutréð sem var í
fullum blóma og sá konuna aftur og hún brosti
til hans; hún var fallegasta kona sem hann
hafði nokkurntíma séð, hún var eins og heil
ljósahátíð í sjálfri sér. Hann opnaði pokann og
tæmdi hann við fæturna á lögreglumanninum.
Og það voru rósir – úr plasti að vísu. En rósir
engu að síður.
búið um sárin hans og hann fékk að borða. Svo
sögðu þeir honum að hann mætti fara. Og þá
bjó hann úti á götu. Einn dag, það var í desem-
ber, kom Indverjinn sem átti verslunina í
Mútamba að máli við hann: „Okkur vantar jóla-
svein,“ sagði hann, „ef þú ert jólasveinninn
þarf ég ekki að kaupa skegg. Og svo ertu líka
þessi norræna týpa. Þú kæmir mjög vel út. Við
borgum þrjár milljónir á dag. Er það nóg fyrir
þig?“
Starfið var í því fólgið að standa fyrir utan
verslunina í rauðum náttfötum og með húfu á
hausnum. Þar sem hann var mjög mjór varð
hann að troða tveimur púðum undir buxna-
strenginn. Pascoal þjáðist í hitanum; hann
svitnaði allan daginn í steikjandi sólinni en í
fyrsta skipti í mörg ár var hann hamingjusamur.
Svona klæddur, með poka í hendi, gaf hann litl-
um börnum gjafir (sem komu frá sænskri hjálp-
arstofnun í gegnum heilbrigðisráðuneytið) og
bauð foreldrunum að gjöra svo vel og ganga
inn í búðina. „Ég er kambúladorjólasveinn,“ út-
skýrði hann fyrir Generálnum. (Kambúladorar
voru til í Angóla á seinni hluta 20. aldar, þeirra
starf var að standa fyrir utan verslanir og tæla
viðskiptavini inn).
Með hverjum deginum sem leið þótti
Pascoal meira varið í nýja starfið. Börnin hlupu
til hans með opinn faðminn. Konurnar hlógu,
þær blikkuðu hann eins og þau væru í einhverju
leynimakki saman (brostu samt aldrei). Karl-
mennirnir heilsuðu honum virðulega: „Góðan
daginn, jólasveinn! Hver er staðan í gjafamál-
um þessa dagana?“ Gamli maðurinn naut
þessa til fullnustu, sérstaklega undrunarsvips-
ins á andlitum litlu barnanna. Þau slógu hring
um hann. Þau báðu um leyfi til að koma við
pokann hans. „Jólaþveinn,“ sagði afar veiklu-
legt lítið barn, „gerðu það má ég fá blörðu“.
Pascoal hafði ströng fyrirmæli um að gefa börn-
um ekki smokka nema í fylgd með fullorðnum
og foreldrarnir urðu að eiga eitthvað undir sér.
Samningurinn var afar skýr hvað þetta varðaði;
götubörnin voru ekki velkomin og hann varð að
reka þau frá.
Í lok annarrar viku, eftir að búðin lokaði,
ákvað Pascoal að fara ekki úr búningnum og fór
á krána, klæddur á þennan fáránlega hátt.
Generállinn sá hann en sagði ekkert og rétti
bls. 7
José Eduardo Agalusa var fæddur í Huambo í Angóla árið
1960. Hann er búsettur í Portúgal og hefur sent frá sér skáld-
sögur og smásögur um líf sitt í Afríku. Tilvísunin í lok sögunn-
ar er í sögu Heilagrar Elísabetar frá Aragon (1271–1336) sem
var gift Denis konungi af Portúgal. Hún var hjartagóð og gaf
fátækum að borða, manni sínum til mikillar skapraunar.
Sagan segir að þegar konungurinn stóð hana að verki og
heimtaði að fá að sjá hvað hún hefði í poka sínum þá hafi
brauðið breyst í rósir.
06 Smás Þegarþeirhandtóku jóla 6.12.2002 14:09 Page 7