Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Síða 35
únistum og gerist sagan á nokkrum dögum.
Hins vegar er aðeins ein af aðalpersónunum
kínversk, hinar eru allar frá Vesturlöndum.37 Í
kjölfarið fylgdu margar bækur sósíalista um
þetta tímabil.38 Ferðasögur íslenskra sósíalista
til Kína eru skrifaðar eftir byltingu sósíalista á
tíma þar sem kalt stríð Austurs og Vesturs er í
hámarki og andstæður þessara tveggja átta
hugsanlega aldrei verið skarpari í vestrænum
huga.
Á þessum tíma þurftu sósíalistar að finna sér
fyrirmyndir. Kína var ein þeirra og gegndi hlut-
verki helgimyndar af framkvæmd sósíalismans.
Slík líkneski geta þó verið tvíbent. Baudrillard
hefur bent á að líkneski geti haft mikið vald og
jafnvel þurrkað út þann guð sem býr þeim að
baki. Þannig getur líkneskið komið í stað guðs-
ins, eftirlíkingin hætt að endurspegla veruleik-
ann og orðið sitt eigið líkneski. Þannig myrða
líkneskin fyrirmynd sína og þar með raunveru-
leikann.39 Á svipaðan hátt má segja að fram-
kvæmd sósíalismans í Kína hafi komið í staðinn
ómeðvituð en ekki meðvituð. Björn leitast ekki
við að sannfæra efasemdamenn (enda eru
fyrstu viðtakendur ferðasögunnar þeir sem eru
þegar sannfærðir) og leggur sig ekki eftir því að
afla gagna og staðreynda á ferðalaginu.
Ferðasaga Björns einkennist af mikilli frá-
sagnarlist og barnslegum ákafa þar sem
skemmtigildið er í hávegum haft og jákvæður
undirtónn er ríkjandi í sögunni. Hin barnslega
ákefð er þó hálfírónísk; Björn nefnir frásögn
sína ævintýri og virðist harðákveðinn í að taka
Kína sem sæluríki og verða barn á ný. Hann
lýsir borðsiðum, matvælum, aldingörðum og
fallegum kínverskum börnum; því mannlega
og því smálega. Björn setur Kína upp sem val-
bls. 35Mitt Kína, þitt Kína
fyrir hugmyndafræði sósíalismans; að Kína hafi
orðið líkneski til að tigna en hugmyndafræðin á
bak við hafi gleymst og horfið.
Bók Björns Þorsteinssonar, Kínaævintýri,
kom út 1979 og segir frá Kínaferð sem farin var
1956. Áður hafði þessi frásögn birst í köflum í
Þjóðviljanum veturinn 1956–57.40 Ferðasagan
er ekki hápólitísk heldur hreinræktuð ferðasaga
þar sem mest er lagt upp úr því að segja
skemmtilega frá minnisverðum atburðum og
stöðum. Þar með er ekki sagt að bókin byggist
ekki á rammpólitískum forsendum. Björn er
mjög hrifinn af Kína og sósíalísku samfélagi
þess og í raun eru kostir slíks samfélags ein-
faldlega staðreyndir í huga hans. Pólitíkin er því
32 Kína Katrín Jakobs 6.12.2002 14:37 Page 35