Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 15
15
bundnu framlagi ríkisins skv. kirkjujarðasamkomulagi um kr. 160 m.kr. og að auki
um 9 m.kr. lækkun á framlagi í kristnisjóð.
Okkur eru þröngar skorður settar til að mæta skerðingu á þessum fjárlagalið þar sem
stærstur hluti hans er launakostnaður eða yfir 90%. Laun presta eru ákveðin af
kjararáði en önnur laun bundin af kjarasamningum. Ýmis önnur útgjöld eru á
grundvelli starfsreglna kirkjuþings sem og lögbundin verkefni sem kirkjan hefur tekið
við á umliðnum árum s.s. sérhæfð þjónusta við fjölskylduna, tónlistarfræðsla og söng-
mál og Skálholt.
Lítið svigrúm gafst til hagræðingar á árinu 2009 þar sem um skamman fyrirvara var
að ræða. Seldar voru fasteignir (s.s. Bergþórshvoll og Útskálar) að fjárhæð samtals
172 m.kr.
26,2 m.kr. fjárframlag var greitt af ábyrgðadeild Jöfnunarsjóðs til að mæta niður-
skurðarkröfu ríkisins árið 2009, sbr. það sem áður segir. Dregið var úr styrkjum
Jöfnunarsjóðs sókna og kirkjumálasjóðs. Ýmsar almennar sparnaðaraðgerðir á
Biskupsstofu og í starfrækslu prestsþjónustu. Þá voru sóknarnefndir hvattar til að
fresta fjárfestingum og viðhaldi fasteigna eins og kostur væri.
Kirkjuráð tók til sérstakrar athugunar tillögur fjárhagsnefndar kirkjuþings 2009 um
aðgerðir til sparnaðar 2010. Margt af því hefur þegar komið til framkvæmda:
1. Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs á fækkun á einingum presta sem greiddar eru með
grunnlaunum mánaðarlega lagðist yfirvinna á Biskupstofu nánast af og reynt að
forðast að biðja um slíkt nema í sérstökum undantekningartilvikum, einnig voru
fastar yfirvinnugreiðslur yfirmanna lækkaðar verulega. Sparnaður á Biskupsstofu
vegna þessa á árinu 2010 mun verða um 7 m.kr. , þar af vegna fastrar yfirvinnu
um 1,5 m.kr.
2. Ekki hefur verið ráðið í störf sem hafa losnað á Biskupsstofu og með því sparast
2.75 stöðugildi.
3. Rekstrarkostnaður Biskupsstofu var endurskoðaður þ.m.t. tölvu-, risnu- og
ferðakostnaður.
Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður lækki um 3,2 m.kr. á þessu ári eða um 6%
miðað við árið 2009.
4. Þóknanir vegna stjórnar- og nefndastarfa voru lækkaðar um 10%.
5. Prestsembættum var fækkað. Prestsembætti erlendis voru lögð niður (Gautaborg,
Kaupmannahöfn, London), Ingjaldshólsprestakall, prestsstaða í Laugarnes-
prestakalli í Reykjavík og prestsstaða í Bústaða- og Langholtsprestaköllum. Alls
er um að ræða 5,5 stöðugildi sem kosta alls um 50 m.kr. ári, en greidd eru biðlaun
vegna Kaupmannahafnar 2010.
6. Prófastsdæmum var fækkað úr fimmtán í tólf. Rekstrarkostnaður vegna þriggja
prófasta sparast sem er um 1,5 m.kr. Greidd eru biðlaun árið 2010, þannig að
sparnaður árið 2011 vegna launa verður um 4,6 m.kr.
7. Rekstrarkostnaður vegna prestsembætta var lækkaður um 10%.
8. Prestssetrum fækkað. (Hraungerði, Tröð).
9. Námsleyfismánuðir voru fækkaðir um 20 mánuði og afleysing vegna þeirra leyst
með þjónustu héraðspresta þar sem því verður komið við. Sparnaður verður um
10,5 m.kr. á þessu ári.
10. Dregið var úr viðhaldskostaði fasteigna og nýframkvæmdum eins og kostur var.