Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 16
16
11. Nýjum verkefnum hefur verið frestað eins og kostur er. (Má þar nefna ráðningu
forstöðumanns stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar, forstöðumanns Fjölskyldu-
þjónustu kirkjunnar og ekki veittir styrkir til nýrra verkefna).
12. Tónskóli þjóðkirkjunnar, Fjölskylduþjónusta kirkjunnar og Skálholtsskóli hafa
fækkað stöðugildum og lækkað starfshlutfall.
Vísað er til hálfs árs rekstraryfirlits Biskupsstofu árið 2010 sem sýnir sparnað í rekstri
um 12,7 m.kr. eða um 7%. Þar af er gert ráð fyrir að laun og launatengd gjöld lækki
um 9,5 m.kr. miðað við árið 2009. Rekstraryfirlitið er hér í fylgiskjali.
Til að mæta skerðingunni 2010 gerði kirkjuráð einnig eftirfarandi ráðstafanir hvað
varðar sjóðina:
• Framlög Kirkjumálasjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna til prestsþjónustu voru aukin.
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið breytti reglugerð um Jöfnunarsjóð í því
skyni að það yrði heimilt.
• Varasjóður ábyrgðadeildar Jöfnunarsjóðs var lækkaður, einnig með
reglugerðarbreytingu.
• Húsaleigutekjur af prestssetrum hækkuðu skv. nýjum starfsreglum kirkjuþings –
um 3,6 m.kr.
• Framlög sjóðanna til sókna og stofnana kirkjunnar lækkuðu almennt um 10%
árið 2010.
• Fasteignir hafa verið seldar og skuldir greiddar niður.
Árið 2011
Boðað hefur verið að fjárlög 2011 vegna Þjóðkirkjunnar lækki um 9% miðað við
fjárlög 2010. Til að svo megi verða hvað varðar fjárlagaliðinn, 06 – 701 - 101 – Þjóð-
kirkjan – almennur rekstur – biskup Íslands, sem fellur undir kirkjujarðasamkomu-
lagið, þarf ríkið að ganga til samninga við þjóðkirkjuna um nýjan viðaukasamning við
kirkjujarðasamkomulagið fyrir árið 2011 og breyta þjóðkirkjulögum þar að lútandi,
eins og gert var árið 2009 vegna fjárlaga ársins 2010.
Biskup og fulltrúar kirkjuráðs sátu fund með fjármálaráðherra og dómsmála- og
mannréttindaráðherra í júlímánuði sl. Tilefni fundarins var að ræða boðaðan
niðurskurð á fjárframlögum ríkisins til þjóðkirkjunnar, annars vegar niðurskurð á
sóknargjöldum til þjóðkirkjusókna og hins vegar niðurskurð á fjárframlögum sem
bundin eru samningum milli ríkis og kirkju (kirkjujarðasamkomulagið). Lagt var fram
minnisblað sem er fylgiskjal með málinu. Þar eru settar fram óskir kirkjuráðs um að
fjárhæð sóknargjalda verði óbreytt árið 2011 og að aðrir liðir skerðist um 5% að
hámarki.
Hér á þessu aukakirkjuþingi leggur kirkjuráð fram eftirfarandi tillögur vegna niður-
skurðarkröfu ríkisins fyrir árið 2011:
Tillaga I
Aukakirkjuþing 2010 ályktar að fela kirkjuráði að ganga til samninga við ríkisvaldið
um niðurskurðarkröfu ríkisins fyrir árið 2011 með eftirfarandi samningsmarkmið:
Samningsbundið endurgjald ríkisins til þjóðkirkjunnar samkvæmt samkomulagi um
kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar 10. janúar 1997
og samningi um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað