Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 18
18
Í eftirfarandi umfjöllun eru feitletraðar þær fjárhæðir sem sýna lækkun útgjalda árið
2011 svo og fjárhæðir vegna sölu eigna, lána og framlaga sjóða.
Um lið 1.
Kirkjuþing 2009 samþykkti sameiningu Mosfells - og Skálholtsprestakalla í Suður-
prófastsdæmi, Staðar- og Þingeyrarprestakalla í Vestfjarðaprófastsdæmi og Hríseyjar-
og Möðruvallaprestakalla í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Gert var ráð fyrir að sameiningar
þessar kæmu til framkvæmda við starfslok þess sóknarprests sem fyrr lætur af
störfum.
Lagt til að Mosfellsprestakall í Suðurprófastsdæmi, Staðarprestakall í Vestfjarða-
prófastsdæmi og Hríseyjarprestakall í Eyjafjarðarprófastsdæmi verði lögð niður um
áramótin 2010/2011. Þetta þýðir lækkun útgjalda að fjárhæð 23,2 m.kr. vegna launa
og 3,3 m.kr. vegna rekstrarkostnaðar. Lækkun rekstarkostnaðar kemur strax til fram-
kvæmda en lækkun launakostnaðar árið 2012. Til að mæta greiðslu biðlauna er lagt til
að tekið verði lán til að mæta þeim kostnaði.
Vísað er til þess sem að ofan greinir að fækkað hefur um 5,5 prestsembætti frá árin
2009 og tvö til viðbótar lögð af á næsta ári (Kálfafellsstaður og Holt í Suðurprófasts-
dæmi).
Um lið 2.
Lagt til að lögð verði niður fjögur stöðugildi prestsembætta. Þetta þýðir lækkun
útgjalda að fjárhæð 31 m.kr. vegna launa og 3,5 m.kr. vegna rekstrarkostnaðar.
Lækkun rekstarkostnaðar kemur strax til framkvæmda en lækkun launakostnaðar árið
2012. Til að mæta greiðslu biðlauna er lagt til að tekið verði lán til að mæta þeim
kostnaði.
Í þessu sambandi má geta þess að til umræðu kom að fara sömu leið og lagt er til
varðandi starfsfólk biskupsstofu og stofnana, þ.e. að lækka tímabundið starfshlutfall
presta í prestaköllum, sérþjónustupresta og héraðspresta. Þessi leið hefði þýtt sparnað
á næsta ári sem svarar til þriggja prestsembætta. Ekki var einhugur um þessa leið og
því fallið frá henni.
Um lið 3.
Lagt er til að starfshlutfall allra starfsmanna Biskupsstofu og stofnana kirkjunnar
lækki tímabundið um 10%. Gert er ráð fyrir að samkomulag náist við viðkomandi
starfsmenn um þessa tilhögun. Þetta þýðir lækkun launakostnaðar að fjárhæð 12,2
m.kr. hjá Biskupi Íslands. Ef samkomulag næst ekki við starfsfólkið þarf að grípa til
uppsagna eða niðurlagningu starfa. Ef til greiðslu biðlauna kæmi er lagt til að tekið
lán til að mæta þeim kostnaði.
Um lið 4.
Lagt er til að námsleyfi verði 10 mánuðir árið 2011 en miðað er við greiðslur 36
mánaða í fjárhagssamningi ríkis og kirkju frá 1998. Þetta þýðir lækkun útgjalda að
fjárhæð 17,1 m.kr.
Um lið 5.
Kirkjuþing 2009 samþykkti að fela kirkjuráði að kynna tillögur að sameiningum
eftirfarandi prófastsdæma: