Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 20
20
- Tröð, Suðurprófastsdæmi
- Hraungerði, Suðurprófastsdæmi
- Hvoll í Saurbæ, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi
- Vatnsfjörður, Vestfjarðarprófastsdæmi
- Árnes I, Vestfjarðarprófastsdæmi
- Prestbakki, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
- Mælifell, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
- Borgarhóll í Skagafirði (hjáleiga Miklabæjar), Húnavatns- og
Skagafjarðarprófastsdæmi
- Háls í Fnjóskadal, Þingeyjarprófastsdæmi
d) aðrar fasteignir
- Hjarðarhagi 30, Reykjavík (íbúð)
- Kolfreyjustaður, Austfjarðarprófastsdæmi
Um lið 8.
Þrátt fyrir ofangreindar niðurskurðartillögur er gert ráð fyrir að Jöfnunarsjóður sókna
og kirkjumálasjóður leggi fram fjármuni til prestsþjónustu, rekstrar og stofnkostnaðar
að fjárhæð 38,2 m.kr. (sjá fskj. 1).
Um lið 9.
Þrátt fyrir ofangreindar niðurskurðartillögur og framlög sjóðanna verður að gera ráð
fyrir því taka verði líka tímabundið lán til að mæta niðurskurði að fjárhæð 38,2 m.kr.
(sjá fskj. 1).
Krafa ríkisins um 9% niðurskurð á fjárlagaliðnum 06 – 701 Þjóðkirkjan þýðir að
mæta þarf 230 m.kr. halla á fjárhagsáætlun á árinu 2011, til viðbótar við þann
niðurskurð sem gert er ráð fyrir í ofangreindum tillögum. Til að mæta því leggur
kirkjuráð til að seldar verði eignir fyrir 150 m.kr. tekið lán að fjárhæð 40 m.kr. og
fengin framlög úr sjóðum að fjárhæð 40 m.kr. Þetta eru augljóslega tímabundnar
neyðarráðstafanir.
Hafa ber í huga að fækkun embætta skilar sér ekki sem sparnaður í launakostnaði fyrr
en að liðnu einu ári frá gildistöku að jafnaði vegna biðlaunaréttar embættismanna.
Þess vegna skila þær aðgerðir ekki árangri fyrr en 2012. Hvorki er hægt að gera ráð
fyrir að eignasala, lántaka né framlög úr sjóðunum geti borið þann halla sem þá er
fyrirsjáanlegur, þrátt fyrir þessar aðgerðir. Við verðum því áfram að sýna hagsýni og
ábyrgð í rekstri kirkjunnar með minni fjárráðum en jafnframt að leitast við að þjóna
þeim markmiðum sem kirkjunni er ætlað.
Lokaorð
Í einni af greinunum 95 sem Lúther negldi á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg að
kvöldi 31. október 1517, segir: „Hinn sanni fjársjóður kirkjunnar er hið allra helgasta
fagnaðarerindi um dýrð Guðs og náð.“ Þessi verknaður Lúthers hratt af stað endur-
bótum á trú og sið í kirkju og samfélagi, siðbótinni, sem sumir vilja kalla siðbreytingu
eða siðaskipti, nei sið - bót var það, endurbót í ljósi þessa fjársjóðs, fagnaðarerindisins
um dýrð Guðs og náð.