Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 37

Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 37
 37 Fyrir nokkrum árum hlustaði ég á fyrirlestur um aðskilnað ríkis og kirkju. Fyrirlesari sagði að við hlytum að stefna að fullum aðskilnaði samkvæmt þeirri grundvallar- afstöðu að jafnræði skyldi ríkja milli allra trúarbragða. Og hann hélt vangaveltum sínum áfram: Kirkjan á að boða kristna trú, sagði hann, hún á ekki að hafa með höndum stjórnsýslulegt hlutverk. Það hlyti meira að segja að slæva raunverulegt ætlunarverk trúboðenda. En þar sem ég sat úti í sal spurði ég innra með sjálfum mér: Er þetta með öllu illt, ef niðurstaðan verður sú að gera boðandann/bírókratann meðvitaðan um ábyrgð sína í fjölmenningarlegu umhverfi? Er kirkja sem kappkostar að vera umburðarlynd; kirkja sem skilgreinir það sem hlutverk sitt að veita öllum viðhorfum rými, að virða mannréttindi allra, líka samkynhneigðra - er hún ekki eftirsóknarverðari en ágeng kirkja, slitin úr formlegum tengslum við þjóðfélagið? Svar mitt er játandi. Og þetta er skýringin á því hvers vegna ég vil fara varlega í sakirnar í öllum breytingum á þessu sviði, fyrst og fremst til að ná því markmiði sem ég nefndi í upphafi máls míns, að skapa víðsýnt og umburðarlynt samfélag. Það á að mínu mati að vera okkar leiðarljós í hvívetna. Þetta breytir því ekki að kirkjan á að vera brennandi í andanum, ætíð trú sínum boðskap, óhrædd og óbugandi, siðferðilegur vegvísir sem aldrei bregst sem slíkur, kjölfesta og klettur, ætíð til að reiða sig á í sviptivindum samtímans. Það voru einmitt margir kirkjunnar menn í framvarðarsveit friðarhreyfinganna á níunda áratugnum sem felldu alræðiskerfin austan múra. Vestan megin risu þeir upp gegn tískubábiljum þess tíma, hernaðar- og valdahagsmunum, ekki alltaf lofaðir og prísaðir, ekki heldur innan eigin raða. En á endanum höfðu þeir sigur. Meðaldrægu kjarnorkuflaugarnar voru teknar niður. Og síðan hrundi múrinn. Þegar vitnaðist hvers grasrótarlýðræðið var megnugt, þá tók sú vitneskja á rás og varð eftir það ekki stöðvuð. Í Nýja testamentinu segir frá því er djöfullinn freistaði Jesú, og freistarinn sagði: Ef þú ert Guðs sonur, þá bjóð þú, að steinar þessir verði að brauði. En Jesús svaraði: Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni (Matt 4, 4). Það var í augum freistarans sönnun um almætti að geta breytt steinum í brauð. Að geta breytt leir í gull. Það er draumurinn um að geta skapað auð úr engu. Þetta er sagan um strit mannsins og baráttu við náttúruöflin, sagan um óttann við hungur og örbirgð; óttann við ósigur og dauða. Því engin skepna getur lifað án matar og maðurinn getur ekki lifað án brauðs. En það hrekkur ekki til. Mannsandinn þráir og þarf meira, ef samfélag á að þrífast. Í mannkynssögunni hafa af og til verið gerðar tilraunir til þess að finna út hvort maðurinn geti lifað á þessu brauði einu saman. Íslendingar hafa nýlokið einni slíkri tilraun. Hún heppnaðist ekki vel. Reyndar var gengið óvenju langt í þessari tilraun okkar. Hún átti rót að rekja allt aftur til loka áttunda áratugarins þegar Margrét Thatcher, járnfrúin breska, sagði eftir- minnilega, að græðgi væri góð. Okkar útgáfa var mildari og jákvæðari: Virkjum eignagleðina. Þannig var það orðað hér á landi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.