Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 43
43
Undirstöður lýðræðis og velferðar eru nefnilega annað og meir en stjórnarskrá og lög,
heldur siðurinn, siðgæði og siðferði þjóðfélagsins. Þar gegnir trúin mikilvægu hlut-
verki, já, systurnar, trúin, listin og ljóðið. Sjálfur er ég sannfærður um að þjóðríkið
verður ekki reist á traustari gildum en þeim sem hinn kristni, evrópski arfur leggur til,
réttlæti, mannúð, ábyrgð.
Við lifum einatt við ástand varnarleysis í heimi umbyltinga, tilviljana, hruns og áfalla,
ástand vonleysis og uppgjafar. En líka þar er Guð! Kross og upprisa Krists er einmitt
áminning til okkar um þetta. Lífsgæði er ekki að hafa stjórn á öllu, vald á öllu, varin á
allar hliðar, heldur að láta umhyggju og kærleika móta líf og viðhorf til lífsins og
náungans. Að elska Guð og náungann, það er að lifa, en ekki aðeins leið til að lifa af,
það er að lifa trú og von, og það er gott ástand mitt í allri ógn og vá. Í þeirri trú og
björtu von göngum við til verka á Kirkjuþingi.
Friður Drottins sé með öllum.