Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 44

Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 44
 44 Hlutverk og staða þjóðkirkjunnar í siðvæðingu samtímans Erindi Stefáns Einars Stefánssonar guðfræðings og viðskiptasiðfræðings Forseti kirkjuþings Biskupar Ráðherra dóms- og mannréttindamála, aðrir góðir gestir. Ég vil hefja þessa framsögu mína á því að lýsa þakklæti fyrir að fá tækifæri til að tala til ykkar hér í dag. Það er mér sannur heiður og hlutskipti sem ég tek afar hátíðlega. I Yfirskrift erindisins ber það með sér að það sem til umfjöllunar er – getur seint talist léttvægt eða auðgreinanlegt í eðli sínu. „Hlutverk og stöðu þjóðkirkjunnar“ er erfitt að greina með nákvæmum hætti og enn vandast málið þegar fjallað skal um það hlutverk og þá stöðu sem felst í hinu brýna verkefni: Siðvæðingu samtímans. Við höfum orðið fyrir áfalli og um það hefur margt verið rætt og ritað og óþarfi að rekja það nánar hér. Hitt er þó vert að árétta að hið siðferðislega niðurbrot er hvarvetna sýnilegt og jafnvel á stundum áþreifanlegt. Ekki aðeins það niðurbrot sem leiddi til hrunsins og komið hefur fyrir augu landsmanna eins og opið pandórubox, þar sem illvirki fjárglæfra- manna eru staðreynd og dansinn sem gjarnan er kenndur við Hruna, sést stiginn fyrir hönd heillar þjóðar. Hið siðferðislega niðurbrot er nefnilega af tvennum toga. Það sem átti sér stað í aðdraganda hrunsins og það sem hrunið sjálft hefur leitt af sér. Að öllum líkindum hefur böndum verið komið á alvarlegustu þætti þess fyrrnefnda en hið síðarnefnda heldur áfram og óvíst hver endastöð þeirrar vegferðar verður. Átökin í samfélaginu hafa magnast og orðið sýnilegri, margir eru þeir til sem ekki sjást fyrir. Sumir vissulega knúnir áfram af réttlátri reiði, en aðrir sem nú sæta færis og telja málstað sinn falla í frjórri jarðveg en áður. Við erum stödd á, svo vitnað sé til Matthíasar Johannessen, vígvelli siðmenningar. Og þar eru það ekki aðeins góðu mennirnir sem innbyrðis berjast. Þar eru einnig háðar orustur þess sem réttilega má nefna siðmenningu og þess sem án nokkurs vafa má kalla ómenningu og niðurrifsöfl. Inn í þetta tvíþætta siðrof talar kirkjan og hefur gert, það er hlutverk hennar. Og spyrja má: Hefur hún haft áhrif í rétta átt, þ.e. í átt til jafnvægis í samfélaginu og aukins friðar? Hefur hún náð eyrum landsmanna og hefur boðskapur hennar haft eitthvað að segja í opinberri umræðu? Margt bendir því miður til að kirkjan hafi ekki náð þeim markmiðum sem henni er ætlað hvað þetta varðar og það er áhyggjuefni – jafnt fyrir kirkju og þjóð. Vissulega eru talsmenn þjóðkirkjunnar margir og vinna sleitulaust í söfnuðum sínum árið um kring. En boðunin fer fram á ýmsum vettvangi og ásýnd kirkjunnar mótast meðal annars af framgöngu þeirra sem mest eru áberandi á hennar vettvangi. Traust þjóðarinnar til hennar og líkurnar til þess að þjóðin leggi við hlustir þegar kirkjan talar, ræðst ekki einvörðungu af þeim orðum sem mæld eru af munni fram í prédikunarstólum kirkna, heldur einnig öðru því sem kirkjan lætur frá sér fara og þess sem til hennar sést. Miðað við allt það góða starf sem þjóðin sækir í kirkjum landsins, er dapurlegt að sjá í nýlegum þjóðarpúlsi Capacents að traust til stofnunarinnar mælist ekki nægilega mikið.1 Vissulega spila þar inní erfið mál sem 1 Stuðningur við Þjóðkirkjuna flokkast sem hér segir: 39% bera mikið traust til hennar, 24% bera hvorki mikið né lítið traust til hennar og 35% bera lítið traust til Þjóðkirkjunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.