Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 59
59
l) að útgáfustarfsemi verði endurskoðuð og færð í meira mæli í rafræna útgáfu,
m.a. Víðförli og útgáfa á umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð hefur rætt þessi tilmæli. Talið er að ekki sé ráðlegt að gefa Víðförla
eingöngu út í rafrænu formi þar sem slíkt nýtist ekki öllum lesendum. Fjárhagsáætlun
kirkjumálasjóðs vegna ársins 2011 var gerð með hliðsjón af þessum tilmælum.
m) að verkefna- og þjónustusamningar verði endurskoðaðir.
Endurskoðun verkefna- og þjónustusamninga stendur yfir.
Auk ofangreinds hefur kirkjuráð unnið mikið starf að lækkun útgjalda, aukningu tekna
og margs konar hagræðingu á starfsárinu, m.a. með hliðsjón af framangreindum
tilmælum fjárhagsnefndar. Helstu aðgerðir eru sem hér greinir:
13. Rekstrarkostnaður Biskupsstofu var endurskoðaður, þ.m.t. tölvu-, risnu- og
ferðakostnaður og hefur lækkað um 10%.
Vígðum þjónum á Biskupsstofu hefur verið falin tímabundin prestsþjónusta í
sérstökum tilvikum án aukagreiðslna.
14. Prófastsdæmum var fækkað úr fimmtán í tólf. Við það sparast rekstrarkostnaður
vegna þriggja prófasta árið 2010 en greidd eru biðlaun. Sparnaður vegna þessara
ráðstafana kemur því ekki fram að fullu fyrr en árið 2011.
15. Rekstrarkostnaður vegna prestsembætta var lækkaður um 10%.
16. Prestssetrum hefur verið fækkað, þ.e. í Hraungerði, Tröð, Hellissandi og
Suðureyri.
17. Dregið hefur verið úr viðhaldi fasteigna og nýframkvæmdum eins og kostur er.
18. Nýjum verkefnum hefur verið frestað eins og hægt er. Má þar nefna ráðningu for-
stöðumanns stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og forstöðumanns Fjölskyldu-
þjónustu kirkjunnar. Ný verkefni hafa að jafnaði ekki verið styrkt.
19. Tónskóli þjóðkirkjunnar og Fjölskylduþjónusta kirkjunnar hafa fækkað stöðu-
gildum og lækkað starfshlutfall starfsmanna.
Til að mæta skerðingunni 2010 gerði kirkjuráð einnig eftirfarandi ráðstafanir hvað
varðar kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna:
• Framlög kirkjumálasjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna til prestsþjónustu voru aukin
til að styrkja prestsþjónustuna. Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið breytti
reglugerð um Jöfnunarsjóð sókna að beiðni kirkjuráðs til að rýmka heimildir
ráðsins til að gera þetta kleift.
• Varasjóður ábyrgðadeildar Jöfnunarsjóðs sókna var lækkaður, einnig með reglu-
gerðarbreytingu, til að losa um fjármuni.
• Húsaleigutekjur af prestssetrum hækkuðu skv. starfsreglum kirkjuþings 2009 um
3,6 m.kr.
• Framlög sjóðanna til sókna og stofnana kirkjunnar lækkuðu almennt um 10%
árið 2010.
• Fasteignir hafa verið seldar og skuldir greiddar niður.
3. mál. Skipulag kirkjunnar í héraði
Kirkjuþing 2009 samþykkti breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði
sem m.a. fólu í sér sameiningu prófastsdæma og prestakalla. Talsverð umræða, um-
fjöllun og mótmæli urðu í kjölfar þessarar samþykktar kirkjuþings 2009 og bar þar
hæst umræðan um sameiningu Selfoss- og Hraungerðisprestakalla. Bárust mörg erindi
og undirskriftalistar sem vörðuðu mótmæli við málsmeðferð kirkjuþings á þeirri