Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 62

Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 62
 62 10. mál. Kirkjuþing unga fólksins Á kirkjuþingi 2009 voru samþykktar starfsreglur um kirkjuþing unga fólksins. Samkvæmt þeim er þetta verkefni á borði biskups Íslands sem skal boða til kirkju- þings unga fólksins í samráði við forseta kirkjuþings. Það varð að samkomulagi milli biskups og stjórnar ÆSKÞ að tilnefningum til kirkjuþings unga fólksins 2010 yrði frestað um eitt ár. 11. mál. Rekstrarkostnaður prestsembætta og vegna prófastsstarfa Kirkjuþing 2009 samþykkti breytingar á starfsreglum um rekstararkostnað prestsembætta og vegna prófastsstarfa. Með breytingunni lækkaði rekstrarkostnaður embættanna, húsaleigustyrkur var afnuminn en á móti var skrifstofukostnaður hækkaður. Bætt var við einum akstursflokki til að koma til móts við presta í þeim prestaköllum þar sem aksturs- og ferðakostnaður er talinn mestur. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur komið í ljós að nokkur prestsembætti eru þess eðlis að erfitt reyndist að raða þeim í flokk af fullri sanngirni. Því er nú á kirkjuþingi 2010 lögð til breyting á þessum starfsreglum sem miðar að því að skilgreina akstursflokkana nákvæmar til að hægt sé að leiðrétta þetta. 12. mál. Tillaga að starfsreglum um kjör til kirkjuþings Tillaga þessi að starfsreglum fékk ekki framgang á kirkjuþingi. 13. mál. Jafnréttisstefna þjóðkirkjunnar Kirkjuþing 2009 samþykkti nýja jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Jafnréttisstefnan tekur mið af gildandi jafnréttislögum en ný jafnréttislög voru samþykkt árið 2008. Þar er meðal annars lögð áhersla á að kynjasamþætting sé fest í sessi sem mikilvæg leið til að koma á jafnrétti. Einnig er tekið mið af því að þjóðkirkjan er aðili að Alkirkjuráði, Kirknaráði Evrópu og Lúterska heimssambandinu en þau samtök hafa hvatt kirkjur sínar til að jafna hlutföll kynjanna í nefndum og ráðum þannig að þar sitji að minnsta kosti 40% konur og að minnsta kosti 40% karlar. Fulltrúar í jafnréttisnefnd eru sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, formaður, Kristín Magnúsdóttir og sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kirkjuþing 2010 mun kjósa á ný fulltrúa í jafnréttisnefnd kirkjunnar. 14. mál. Siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóð- kirkjunnar og ákvað kirkjuráð að beina því til biskups að hlutast til um að reglurnar yrðu kynntar þeim sem fara með mannaforráð hjá þjóðkirkjunni og að leitað verði eftir því að umsækjendur um störf hjá kirkjunni veiti heimild til að hægt sé að afla upplýsinga úr sakaskrá, eins og kveðið er á um í reglunum. 15. mál. Kaup og sala fasteigna Sala Kirkjuþing 2009 veitti söluheimildir fyrir eftirfarandi eignum: 1. Jörðin Hvoll í Saurbæ, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi, var seld með heimild kirkjuþings 2009. 2. Jörðin Útskálar, Kjalarnessprófastsdæmi, var seld Sveitarfélaginu Garði með heimild kirkjuþings 2009. 3. Jörðin Borgarhóll í Akrahreppi, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, byggð úr prestssetursjörðinni Miklabæ. Ákveðið var að fresta sölu um óákveðinn tíma enda jörðin í lífstíðarábúð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.