Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 62
62
10. mál. Kirkjuþing unga fólksins
Á kirkjuþingi 2009 voru samþykktar starfsreglur um kirkjuþing unga fólksins.
Samkvæmt þeim er þetta verkefni á borði biskups Íslands sem skal boða til kirkju-
þings unga fólksins í samráði við forseta kirkjuþings. Það varð að samkomulagi milli
biskups og stjórnar ÆSKÞ að tilnefningum til kirkjuþings unga fólksins 2010 yrði
frestað um eitt ár.
11. mál. Rekstrarkostnaður prestsembætta og vegna prófastsstarfa
Kirkjuþing 2009 samþykkti breytingar á starfsreglum um rekstararkostnað
prestsembætta og vegna prófastsstarfa. Með breytingunni lækkaði rekstrarkostnaður
embættanna, húsaleigustyrkur var afnuminn en á móti var skrifstofukostnaður
hækkaður. Bætt var við einum akstursflokki til að koma til móts við presta í þeim
prestaköllum þar sem aksturs- og ferðakostnaður er talinn mestur. Þrátt fyrir þessar
breytingar hefur komið í ljós að nokkur prestsembætti eru þess eðlis að erfitt reyndist
að raða þeim í flokk af fullri sanngirni. Því er nú á kirkjuþingi 2010 lögð til breyting á
þessum starfsreglum sem miðar að því að skilgreina akstursflokkana nákvæmar til að
hægt sé að leiðrétta þetta.
12. mál. Tillaga að starfsreglum um kjör til kirkjuþings
Tillaga þessi að starfsreglum fékk ekki framgang á kirkjuþingi.
13. mál. Jafnréttisstefna þjóðkirkjunnar
Kirkjuþing 2009 samþykkti nýja jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Jafnréttisstefnan
tekur mið af gildandi jafnréttislögum en ný jafnréttislög voru samþykkt árið 2008. Þar
er meðal annars lögð áhersla á að kynjasamþætting sé fest í sessi sem mikilvæg leið til
að koma á jafnrétti. Einnig er tekið mið af því að þjóðkirkjan er aðili að Alkirkjuráði,
Kirknaráði Evrópu og Lúterska heimssambandinu en þau samtök hafa hvatt kirkjur
sínar til að jafna hlutföll kynjanna í nefndum og ráðum þannig að þar sitji að minnsta
kosti 40% konur og að minnsta kosti 40% karlar. Fulltrúar í jafnréttisnefnd eru sr.
Hulda Hrönn M. Helgadóttir, formaður, Kristín Magnúsdóttir og sr. Sigfús Baldvin
Ingvason.
Kirkjuþing 2010 mun kjósa á ný fulltrúa í jafnréttisnefnd kirkjunnar.
14. mál. Siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar
Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóð-
kirkjunnar og ákvað kirkjuráð að beina því til biskups að hlutast til um að reglurnar
yrðu kynntar þeim sem fara með mannaforráð hjá þjóðkirkjunni og að leitað verði
eftir því að umsækjendur um störf hjá kirkjunni veiti heimild til að hægt sé að afla
upplýsinga úr sakaskrá, eins og kveðið er á um í reglunum.
15. mál. Kaup og sala fasteigna
Sala
Kirkjuþing 2009 veitti söluheimildir fyrir eftirfarandi eignum:
1. Jörðin Hvoll í Saurbæ, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi, var seld með
heimild kirkjuþings 2009.
2. Jörðin Útskálar, Kjalarnessprófastsdæmi, var seld Sveitarfélaginu Garði með
heimild kirkjuþings 2009.
3. Jörðin Borgarhóll í Akrahreppi, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi,
byggð úr prestssetursjörðinni Miklabæ. Ákveðið var að fresta sölu um
óákveðinn tíma enda jörðin í lífstíðarábúð.