Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 63
63
4. Háls II, Þingeyjarprófastsdæmi, íbúðarhús og afmarkað land. Málinu var
frestað.
5. Makaskipti á tveimur landspildum úr landi prestssetursjarðarinnar Grenjaðar-
staðar, Þingeyjarprófastsdæmi. Önnur er um 10,3 hektarar að stærð og hin um
7,1 hektari að stærð. Í stað þeirra falla í hlut Grenjaðarstaðar sambærilegar
spildur úr landi grannjarðarinnar Aðalbóls. – Kirkjuráð vísaði málinu til
fasteignanefndar og er það nú í vinnslu á fasteignasviði.
Eftirfarandi eignir hafa verið seldar eða eru til sölu með fyrirvara um samþykki
kirkjuþings 2010:
a) Túngata 6 á Suðureyri, Vestfjarðaprófastsdæmi,
b) Laufás 2, Hellissandi, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi.
c) Lóð úr landi Syðra-Laugalands, Eyjafjarðarprófastsdæmi. Á lóðinni
eru núverandi skrifstofur sveitarfélagsins Eyjafjarðarsveitar.
d) Jörðin Prestbakki, Húnavatnsprófastsdæmi, er í sölu. Engin tilboð hafa
borist í eignina.
e) Árnes I á Ströndum, Vestfjarðaprófastsdæmi. Fasteignasvið undirbýr
sölu jarðarinnar.
f) Tröð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Suðurprófastsdæmi, sem hefur
verið aflögð sem prestssetur, er í sölu með fyrirvara um samþykki
kirkjuþings 2010. Vegna ósamræmis í afmörkun þess lands sem fylgja
átti prestssetrinu og þinglýstri eignarheimild fyrir landinu hefur sala
tafist og er óvíst hvort af henni verði á þessu ári. Málið er í vinnslu á
fasteignasviði.
16. mál. Flutningur verkefna út á landsbyggðina – 22. mál. Hýsing verkefna þjóð-
kirkjunnar og verkefnisstjórnun. (Þessi mál voru sameinuð á kirkjuþingi 2009.)
Kirkjuþing 2009 ályktaði að fela kirkjuráði við endurskoðun á starfsháttum og
heildarskipulagi kirkjunnar að huga að flutningi verkefna og stofnana af höfuð-
borgarsvæðinu á landsbyggðina. Í því sambandi verði stefnt að því að hýsa verkefni
og málaflokka innan prófastsdæma og hjá vígslubiskupum.
Málið hefur verið til umfjöllunar sérstaklega í tengslum við Kirkjumiðstöðina á
Akureyri og verður áfram á dagskrá í tengslum við endurskoðun á starfsháttum og
heildarskipulagi kirkjunnar.
17. mál. Stefnumótun í málefnum fatlaðra innan kirkjunnar
Kirkjuþing 2009 ályktaði að fela kirkjuráði að undirbúa stefnumótun í málefnum
fatlaðra innan kirkjunnar. Verkefnið skyldi unnið í nánu samstarfi við fagaðila um
málefni fatlaðra og niðurstöðum skilað til kirkjuþings 2010. Kirkjuráð vísaði málinu
til biskups sem skipaði starfshóp um verkefnið. Í starfshópnum eru séra Guðný
Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju, og
Gerður Aagot Árnadóttir, læknir í Garðabæ. Þau hafa skilað drögum að stefnumótun
sem fylgir með skýrslu þessari.
18. mál. Fjárstuðningur til lista- og menningarmála
Þetta mál var sameinað 2. máli, Fjármálum þjóðkirkjunnar.
Fjárhagsnefnd beindi því til kirkjuráðs að auglýst yrði sérstaklega eftir umsóknum um
styrki til lista- og menningarmála á vegum kirkjunnar.
Kirkjuráð taldi í ljósi þess niðurskurðar á fjárhagsáætlun sjóðanna sem fyrirhuguð er
árið 2011 og lækkandi styrkja til utanaðkomandi aðila óeðlilegt að auglýsa eftir
umsóknum um styrki nú.