Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 69
69
– Óuppgerð mál vegna prestssetrasamnings frá 2006
Nokkur óleyst mál er varða fasteignir eru tilgreind í viðaukasamningi vegna
prestssetra frá 2006 við kirkjujarðasamkomulagið frá 1997. Frestur til að skjóta
málum til gerðardóms, sbr. 8. gr. samningsins, ef þurfa þykir, rennur út um áramót.
Kirkjuráð mun kanna hvort nauðsynlegt er að láta reyna á þetta ákvæði innan tilskilins
frests.
– Króksholt 1 á Búðum, Fáskrúðsfirði, Austfjarðaprófastsdæmi
Sóknarpresti í Kolfreyjustaðarprestakalli var afhent sem prestssetur nýbyggingin
Króksholt 1 á Búðum, Austfjarðaprófastsdæmi. Sóknarprestur hefur auk þess tíma-
bundin afnot af æðarvarpi í Andey og aðstöðu til verkunar æðardúns á prestsseturs-
jörðinni Kolfreyjustað.
– Barmahlíð 7 á Sauðárkróki
Sóknarpresti í Sauðárkróksprestakalli var afhent prestssetrið Barmahlíð 7 á Sauðár-
króki, Skagafjarðarprófastsdæmi, eftir nauðsynlegar endurbætur á húsinu. Húsið var
keypt á árinu 2009, m.a. til að mæta þörfum sóknarprests.
– Stafholt – nýbygging
Unnin hefur verið tillaga að deiliskipulagi fyrir Stafholt og var tillagan samþykkt til
auglýsingar. Kirkjuráð samþykkti að hefja undirbúning alútboðs vegna nýbyggingar
prestsbústaðar í Stafholti. Auglýst var eftir áhugasömum þátttakendum í lokuðu
alútboði og var 21 aðili sem óskaði eftir að taka þátt. Er málið í vinnslu hjá fasteigna-
nefnd og á fasteignasviði.
– Vopnafjörður – húsnæði sóknarprests
Gengið var frá kaupum á fasteigninni Hamrahlíð 12 á Vopnafirði en fasteignin var
keypt þar sem núverandi prestsbústaður hentar ekki fjölskyldu sóknarprestsins. Er nú
unnið að endurbótum á húsnæðinu og gert ráð fyrir að þeim ljúki fyrir áramót. Málið
er hjá fasteignasviði.
– Heydalir – samningur um urðun sorps
Samningaviðræður Breiðdalshrepps við sveitarfélög á Héraði og Seyðisfirði um urðun
sorps í landi Heydala fyrir viðkomandi sveitarfélög eru nú á lokastigi, en urðun hófst
samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi við sóknarprestinn í Heydölum sl. vor. Þar er
einnig urðað sorp fyrir Breiðdalshrepp og verður svo áfram og um það samið. Fram
hefur komið, að vilji kirkjuyfirvalda og sóknarprestsins standi til að afgjaldið renni til
undirbúnings uppbyggingar menningar- og safnaðarmiðstöðvar við Heydalakirkju
sem helguð yrði minningu og verkum þjóð- og sálmaskáldsins sr. Einars Sigurðs-
sonar, Einarsstofu, en samningur verði gerður við Breiðdalshrepp um urðunina. Nú
liggur fyrir leyfi Umhverfisstofnunar til urðunar allt að 1000 tonna af úrgangi á ári
sem er samkvæmt upphaflegum áætlunum. Allar áætlanir varðandi verkefnið ganga
því enn eftir eins og fyrirhugað var.
– Valþjófsstaður, landamerki
Ákveðið var að áfrýja til Hæstaréttar sýknudómi héraðsdóms Reykjavíkur um mörk
þjóðlendu og lands prestssetursjarðarinnar Valþjófsstaðar, Múlaprófastsdæmi. Ólafur
Björnsson hrl. fer með málið fyrir hönd kirkjumálasjóðs.
Unnið er að lausn á landamerkjadeilu milli Valþjófsstaðar og nágrannajarðarinnar
Hóls.