Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 70
70
– Ásar í Skaftártungu
Ólafur Björnsson lögmaður hefur verið ráðinn í samstarfi við sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið til að gæta hagsmuna Ásajarðanna, Eystri- og Ytri-Ása í
Skaftártungu, Suðurprófastsdæmi. Áætlað er að höfða dómsmál til að fá staðfest ytri
landamerki jarðarinnar í Tungufljóti.
– Breiðabólsstaður í Fljótshlíð
Unnið er að frágangi landamerkja milli jarðarinnar Aurasels/Staðarbakka og hinnar
fornu Lambeyjar sem er hjáleiga frá Breiðabólsstað og myndi þannig tengjast
Breiðabólsstað með formlegum hætti. Jafnframt er unnið að því að koma á hreint
landamerkjum Breiðabólsstaðar við aðrar aðliggjandi jarðir.
Reglur um greiðslumark á prestssetursjörðum
Kirkjuráð hefur unnið að reglum um meðferð á greiðslumarki o.fl. Samkvæmt
starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 950/2009, skal
kirkjuráð setja „reglur um greiðslur fyrir afnot presta af réttindum tengdum prests-
setrum svo sem réttindum vegna greiðslumarks og úthlutun arðs af hreindýraveiði. Þar
skal einnig kveðið á um tilfærslur á greiðslumarki milli prestssetursjarða og önnur
atriði“. Kirkjuráð hefur undirbúið tillögu að breytingu á starfsreglum um prestssetur
og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar í þessu efni sem liggja fyrir kirkjuþingi 2010.
Fundur Samstarfsnefndar Alþingis og þjóðkirkjunnar
Fundur Samstarfsnefndar Alþingis og þjóðkirkjunnar, sbr. lög nr. 12/1982, var
haldinn í Alþingishúsinu þann 17. maí 2010. Þar var rætt um frumvarp til þjóð-
kirkjulaga sem samþykkt var á kirkjuþingi 2008 og fyrirhugaða breytingu á hjú-
skaparlögum svo, og frumvarp til laga um kirkjugarða. Einnig var rætt um samninga
ríkis og kirkju sem hafa verið lögfestir og fjármál þjóðkirkjunnar.
Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, stjórnaði fundinum. Fundinn sátu af hálfu
Alþingis fulltrúar þingflokkanna: Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni,
Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokknum, Árni Þór Sigurðsson, Vinstri
grænum, Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokknum og Birgitta Jónsdóttir,
Hreyfingunni. Þá sat fundinn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, og
Þorsteinn Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóri er ritaði fundargerð. Fundargerð frá
fundi þessum er fylgiskjal með skýrslu þessari.
Kirkjumiðstöðin á Akureyri
Kirkjumiðstöðin á Akureyri, að Brekkugötu 1b, tók við því hlutverki sem Laxdalshús
áður sinnti. Um árabil lagði Biskupsstofa þar til starfsaðstöðu fyrir Eyjafjarðar- og
Þingeyjarprófastsdæmi og vígslubiskup Hólaumdæmis. Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
prófastsdæmi tóku þátt í kostnaði við húsaleigu og rekstur vegna starfsaðstöðu
sameiginlegs héraðsprests prófastsdæmanna sem þá var.
Í kirkjumiðstöðinni að Brekkugötu 1b hafa nú héraðsprestur og fræðslufulltrúi
starfsaðstöðu sína en starfsmaður heimsóknarþjónustu Eyjafjarðarprófastsdæmis er
ekki lengur með starfsaðstöðu þar. Eins er þar skrifstofa framkvæmdastjóra ÆSKÞ
sem og fundaaðstaða og vísir að afgreiðslu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og Kirkju-
húsið – Skálholtsútgáfuna. Héraðsnefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis hefur tekið þátt í
kostnaði við húsaleigu og rekstur en óskaði eftir að draga sig að öllu eða að mestu
leyti út úr samstarfi þessu vegna kostnaðar. Kirkjuráð ákvað því að endurnýja ekki
leigusamninginn um húsnæðið vegna kostnaðar, en samningurinn rennur út í lok árs