Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 76
76
Tónskóli þjóðkirkjunnar
Tónskóli þjóðkirkjunnar starfar samkvæmt starfsreglum um kirkjutónlist á vegum
þjóðkirkjunnar nr. 768/2002. Skólinn starfar eftir námskrá sem kirkjuráð samþykkir.
Stjórn skólans er skipuð sr. Jóni Helga Þórarinssyni sem er formaður, Guðnýju
Einarsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Skólastjóri er Björn Steinar Sól-
bergsson organisti.
Kirkjuráð hefur rætt fjármál skólans á starfsárinu og hefur óskað eftir tillögum
stjórnar skólans um hagræðingu í rekstri.
Ráðgjafahópar kirkjuráðs
Ráðgjafahópar kirkjuráðs eru nú þrír og veita þeir kirkjuráði ráðgjöf og leiðbeiningar
við úrlausnir mála. Í hverjum hópi er einn kirkjuráðsmaður, formaður samsvarandi
þingnefndar kirkjuþings og einn tilnefndur af biskupi Íslands.
– Fjármálahópur
tengist fjárhagsnefnd kirkjuþings. Hann er skipaður kirkjuráðsmönnunum Jóhanni E.
Björnssyni og sr. Halldóri Gunnarssyni, formanni fjárhagsnefndar kirkjuþings, Einari
Karli Haraldssyni, og fulltrúi biskups Íslands er fjármálastjóri Biskupsstofu.
– Kirkjustarfshópur
tengist allsherjarnefnd kirkjuþings. Hann er skipaður kirkjuráðsmanninum Sigríði M.
Jóhannsdóttur, formanni allsherjarnefndar kirkjuþings, sr. Gísla Gunnarssyni, og
fulltrúi biskups Íslands er biskupsritari.
– Lagahópur
tengist löggjafarnefnd kirkjuþings. Hann er skipaður kirkjuráðsmanninum sr. Kristjáni
Björnssyni, formanni löggjafarnefndar kirkjuþings, sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni, og
fulltrúi biskups Íslands er Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri á Biskupsstofu.
Ráðgjafarhópur um fasteignir var lagður niður 1. janúar 2010 við gildistöku nýrra
starfsreglna um fasteignir kirkjunnnar. Jafnframt lögðust af stjórn prestssetra og
bygginga- og listanefnd.
Fasteignanefnd
Starfsreglur um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar sem samþykktar voru á
síðasta kirkjuþingi tóku gildi 1. janúar 2010. Þar er kveðið á um stofnun fasteigna-
nefndar kirkjunnar sem kirkjuráð skipar til fjögurra ára. Um fasteignanefnd vísast til
umfjöllunar hér að framan.
Orgelnefnd þjóðkirkjunnar
Í nefndinni eru: Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju og söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar; Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju og skólastjóri
Tónskóla þjóðkirkjunnar og Lenka Mateova, organisti Kópavogskirkju. Varamenn eru
þau Guðný Einarsdóttir organisti í Fella-og Hólakirkju, Douglas Brotchie organisti í
Háteigskirkju og Jörg Sondermann organisti Selfosskirkju. Skipan nefndarinnar gildir
til 30. júní 2011.
Hjálparstarf kirkjunnar
Kirkjuráð samþykkti árið 2009 að skipa Lóu Skarphéðinsdóttur áfram til tveggja ára
og Helgu Halldórsdóttur kirkjuþingsmann, Vík í Mýrdal. Guðbjörg Matthíasdóttir,
Vestmannaeyjum, er skipuð áfram varamaður til tveggja ára eða til ársins 2011.