Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 77
77
Á þessu ári voru síðan skipuð áfram til tveggja ára sem aðalmenn þau Þorsteinn
Pálsson, fv. ráðherra, og Rannveig Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, svo og Páll
Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík sem kemur í stað Ingibjargar Pálmadóttur,
fv. ráðherra, en skipunartími hennar rennur út á þessu ári. Kristín Magnúsdóttir,
kennari í Reykjavík, var skipuð áfram varamaður til næstu tveggja ára.
Stjórn Kirkjuhússins - Skálholtsútgáfunnar
Í samræmi við ákvæði skipulagsskrár Skálholtsútgáfunnar samþykkti kirkjuráð að
skipa áfram séra Halldór Reynisson, verkefnastjóra á Biskupsstofu, til næstu þriggja
ára.
Strandarkirkjunefnd
Í nefndinni eru: Ragnhildur Benediktsdóttir formaður, samkvæmt tilnefningu kirkju-
ráðs. Varamaður hennar er Sigríður Dögg Geirsdóttir fjármálastjóri Biskupsstofu.
Samkvæmt tilnefningu sóknarnefndar Strandarsóknar, sr. Baldur Kristjánsson, sóknar-
prestur í Þorlákshafnarprestakalli. Jóhanna Eiríksdóttir húsfreyja í Vogsósum er vara-
maður hans. Samkvæmt tilnefningu þáverandi héraðsnefndar Árnessprófastsdæmis,
sr. Jón Ragnarsson, sóknarprestur í Hveragerði, og Margrét Jónsdóttir, fulltrúi í
þáverandi héraðsnefnd Árnessprófastsdæmis varamaður hans. Gildir skipun
nefndarinnar til 30. júní 2011.
Stefna og starfsáherslur 2004-2010
Stefnumótun þjóðkirkjunnar sem samþykkt var á kirkjuþingi 2004 – Stefna og starfs-
áherslur – rennur út í lok árs 2010 og þarf að fara yfir það hvernig unnið hefur verið
að framkvæmd hennar á tímabilinu. Eðlilegt er talið að bíða eftir skýrslu frá nefnd um
heildarskipan þjónustu kirkjunnar og umfjöllun kirkjuþings 2010 um hana. Kirkjuráð
telur rétt að vinna að framangreindu endurmati fari fram á árinu 2011.
IV. Lokaorð
Skýrslur kirkjulegra stofnana og nefnda birtast í Árbók kirkjunnar sem nær yfir
tímabilið frá 1. júní 2008 til 31. maí 2009. Árbókin var send þingfulltrúum eftir að
hún kom út.
Kirkjuráð hefur fjallað um ýmis önnur mál sem unnt er að lesa um í fundargerðum
ráðsins á heimasíðu kirkjunnar. Einnig skal vísað til greinagerðar framkvæmdastjóra
kirkjuráðs í Árbók kirkjunnar 2009-2010. Þá fylgja skýrslu þessari gögn til frekari
skýringa.