Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 78
78
Nefndarálit
Nefndin hefur fjallað um skýrslu kirkjuráðs, fylgiskjöl með henni svo og þær ræður
og ávörp sem flutt voru við setningu kirkjuþings.
Á fund nefndarinnar komu herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, Pétur Kr.
Hafstein, forseti kirkjuþings, Árni Svanur Daníelsson, verkefnastjóri á Biskupsstofu
og Dagný Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri ÆSKR.
Allsherjarnefnd þakkar skýrslu kirkjuráðs og Árbók kirkjunnar sem ásamt fleiri
skýrslum varpar ljósi á fjölbreytt og umfangsmikið starf kirkjunnar.
Allsherjarnefnd fagnar því að leitað hafi verið nýrra leiða til að þjónusta landsmenn
sem búsettir eru á Norðurlöndum og bindur vonir við að viðræður við kirkjuyfirvöld í
Danmörku leiði til árangurs. Jafnframt er því beint til biskups Íslands og íslensku
kirkjunnar í Noregi að kannað verði hvort unnt sé að veita þar aukna þjónustu enda
fjölgar Íslendingum hratt sem flytja þangað.
Allsherjarnefnd leggur áherslu á að séð verði til þess að námskrá fyrir fræðslu
þjóðkirkjunnar, sem beinir sjónum að börnum og ungmennum allt að átján ára aldri,
verði kynnt kirkjufólki í héraði. Kirkjan mun í auknum mæli annast fræðslu um
kristna trú og því er mikilvægt að tryggja sem best að markmið námskrárinnar náist.
Allsherjarnefnd vill ítreka að verkefninu um þinglýsingar á eignum og réttindum
sókna verði haldið áfram með auknum þunga. Eðlilegt er að frumkvæðið komi frá
sóknum landsins en jafnframt er nauðsynlegt að hvatning og aðstoð komi frá fast-
eignasviði Biskupsstofu enda er um mikla hagsmuni að ræða.
Allsherjarnefnd áréttar samþykkt kirkjuþings frá 2009 þess efnis að prestar og
söfnuðir haldi vel utan um félagaskráningu í þjóðkirkjuna.
Allsherjarnefnd tekur undir að vert sé að endurskoða kosningarétt til kirkjuþings með
það að markmiði að auka lýðræði innan þjóðkirkjunnar.
Allsherjarnefnd minnir á að þjóðkirkjan hefur tekið þátt í þeim niðurskurði og
aðhaldsaðgerðum sem gengið hafa yfir þjóðfélagið. Nefndin mótmælir þó þeirri miklu
lækkun sóknargjalda sem átt hefur sér stað og farin er að bitna á starfi sóknanna sem
m.a. hefur leitt til uppsagna og minni þjónustu.
Allsherjarnefnd brýnir kirkjuráð að marka stefnu til nokkurra ára í rekstri þjóð-
kirkjunnar. Forðast verði eins og unnt er að ganga á höfuðstól til að mæta rekstrar-
útgjöldum, sala fasteigna verði hófstillt og skynsamleg. Fjárframlög dugi til rekstrar
þjóðkirkjunnar.
Allsherjarnefnd tekur undir að áhugaverð nýjung felist í tillögu um samstarfssvæði.
Nýjungin felst í þeirri framtíðarsýn að auka og bæta þjónustu kirkjunnar. Allsherjar-
nefnd hvetur til að gott samstarf verði um tillöguna við heimafólk.
Allsherjarnefnd telur að fyrirhuguð breyting á skipulagi á Biskupsstofu með nýju
þjónustusviði, sem fram kom í ræðu biskups við flutning skýrslunnar, verði til góðs.