Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 86
86
06-705 Kirkjumálasjóður
Rekstrarætlun Kirkjumálasjóðs 2011 - í milljónum króna
Tekjur
Áætlun
2011
Rauntölur
jan. - sept.
2010
Áætlun
jan.-des.
2010
Fjárhæð til
umráða
okt.-
des.2010 %
Rauntölur
2009
Framlag ríkis 320,0 251,6 351,0 99,4 28,3% 379,3
Framlag Jöfnunarsjóðs sókna 63,1 64,9 86,0 21,1 24,5% 118,6
Húsaleigutekjur 87,6 61,5 85,0 23,5 27,6% 71,2
Aðrar sértekjur 13,7 20,2 10,0 -10,2 *** 54,3
Tekjur samtals 484,3 398,2 532,0 133,8 25,2% 623,4
Gjöld ***
Stjórn og starfsskipan, stoðþjónusta 115,4 88,9 121,9 33,0 27,0% 148,2
Fasteignir - viðhald og umsýsla 140,2 126,4 146,0 19,6 13,4% 181,9
Helgihald, fræðsla og kærleiksþjónusta 122,0 118,7 127,5 8,8 6,9% 159,6
Guðfræði- þjóðmál og menningarstarf 8,8 7,3 9,2 1,9 20,7% 10,3
Prests- og djáknaþjónusta, emb.kostn. 10,8 24,1 25,5 1,4 5,5% 43,3
Eignakaup (söluhagn./tap) 0,0 0,0 *** 11,4
Ófyrirséð 21,9 0,0 0,0 ***
Til Biskupsstofu v. hagr.kröfu ríkis 2011 35,0 60,0 60,0 0,0 0,0%
Samtals gjöld 454,1 425,4 490,1 64,7 13,2% 554,7
Vaxtatekjur/-gjöld -30,2 -12,6 -50,0 -37,4 -60,3
Tekjuafgangur/-tekjuhalli 0,0 -39,9 -8,1 31,7 8,4
Framlög til kirkjumálasjóðs miðast við 14,3% ofan á sóknargjöld.Vegna skerðingar á
sóknargjöldum lækka greiðslur frá ríkinu til kirkjumálasjóðs. Árið 2011 lækkar fram-
lag í sjóðinn um 9,4% eða 24,1 m.kr. miðað við fjárlög 2010. Framlagið lækkar um
112 m.kr. eða 32% árið 2011 ef miðað er við óskertan grunn sóknargjalda árið 2010.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir fór fram á fundi kirkjuráðs í október 2010.
Gert er ráð fyrir um a.m.k. 10% hagræðingu í rekstrarkostnaði. Starfsfólki kirkjumála-
sjóðs verður fækkað um 3,0 stöðugildi á árinu 2011 og við það sparast 11,5 m.kr. Á
árinu 2012 verður sparnaður 19,7 m.kr. vegna fækkunar stöðugilda. Þá verður lagt
niður sem svarar 1,0 stöðugildi hjá biskupi Íslands sem greitt er úr kirkjumálasjóði og
sparast við það 3,2 m.kr. árið 2011 en 6,5 m.kr. árið 2012. Dregið verður úr viðhalds-
kostnaði fasteigna og nýjum verkefnum frestað.
Í áætlun 2011 er gert ráð fyrir að tekjur Kristnisjóðs að fjárhæð 76,3 m.kr. renni inn í
kirkjumálasjóð og 45 m.kr. af tekjum Jöfnunarsjóðs sókna. Gert er ráð fyrir að til
biskups Íslands renni 120 m.kr. vegna sölu eigna kirkjumálasjóðs til að mæta niður-
skurði ríkisins vegna 06-701 þjóðkirkjan/biskup Íslands. Auk þess greiðir kirkju-
málasjóður 35 m.kr. til Biskups Íslands vegna niðurskurðarkröfu ríkisins.
06-707 Kristnisjóður
Framlag ríkisins til Kristnisjóðs samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu samsvarar 15
árslaunum presta í fámennustu prestaköllunum.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2011 er gerð krafa um 5,9 m.kr. niðurskurð á framlagi
til Kristnisjóðs árið 2011 eða um 7,2% ef miðað er við fjárlög 2010. Lækkun framlags
árið 2011 nemur um 14,9 m.kr. miðað við árið 2009.
06-735 Sóknargjöld
Árið 2002 var sóknargjald ekki hækkað í samræmi við lög um sóknargjöld um 9,1%.
Árið 2008 voru sóknargjöld komin í kr. 872 á mánuði fyrir hvern einstakling 16 ára