Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 97

Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 97
 97 Inngangur Tilgangur Með heildarskipan þjónustu þjóðkirkjunnar er verið að setja fram í einu skjali hvernig þjóðkirkjan hyggst ná því meginmarkmiði sem kirkjan er kölluð til, sem er að boða fagnaðarerindið í orði og verki. Þar er að finna þá grunnþætti þjónustunnar sem eiga að vera til staðar í hverri sókn og sóknarbarn og aðrir sem vilja sækja til kirkjunnar geta vænst. Þjónustuþættirnir eru skilgreindir og greint frá því skipulagi er ríkir innan kirkjunnar til að halda utan um þjónustuna. Gerð er grein fyrir þeim guðfræðilegu forsendum er liggja til grundvallar hverjum þætti, svo og lagalegum forsendum ef þær eiga við. Hér má lesa hver þessi meginverkefni kirkjunnar eru, helstu starfseiningar hennar, hvernig og hvar ákvarðanir eru teknar. Heildarskipanin hefur jafnframt þann tilgang að styrkja einingu kirkjunnar og samfélag þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni, milli sókna, prestakalla, prófastsdæma og kirkjunnar allrar, svo og einingu kirkjunnar um allan heim. Þjónusta íslensku þjóðkirkjunnar byggir á sameiginlegum játningum lúterskra kirkna, um leið og hún tekur mið af íslenskum aðstæðum og hefðbundnu starfi þjóðkirkjunnar hér á landi. Heildarskipanina verður að endurmeta reglubundið til að hún geti sem best sinnt meginhlutverki sínu í ljósi aðstæðna og breytinga í samfélaginu. Takmörk Heildarskipanin á sín takmörk og getur ekki dregið upp heildstæða mynd af öllu lífi og starfi kirkjunnar. Engu að síður er hér reynt að ná utan um meginþættina í starfi og köllun kirkjunnar. Skipanin nær fyrst og fremst til meginþáttanna, án þess að útfæra í smáatriðum það sem starfseiningum og embættum kirkjunnar er falið að annast. Þannig fæst nokkuð glöggt yfirlit yfir starfsemi þjóðkirkjunnar sem einnar af stofnunum samfélagsins. Í upphafi hvers kafla er guðfræðilegur inngangur að einstaka þáttum í starfseminni. Upphafsorðin eru ekki tæmandi um trú, játningu og kenningu kirkjunnar. Önnur rit, játningar og samþykktir kirkjunnar skýra þau atriði nánar. Þau játningarit eru grundvöllur aðfaraorðanna og ber að leita þar ítarlegri skýringa og túlkunar ef svo ber undir. Aðfaraorðin eiga að gefa tóninn um það sem á eftir fer og eru viðmið sem mestu skiptir að hafa í huga þegar skipulag kirkjunnar er til umfjöllunar, og fundinn er farvegur fyrir þau orð. Hið sama á við þegar rætt er um hvar ákvarðanir skuli teknar og hvaða embætti, stofnanir eða störf þurfi að vera til staðar innan kirkjunnar til að fylgja þeim ákvörðunum eftir. Um land allt Heildarskipanin tekur jafnframt mið af sérstöðu þjóðkirkjunnar sem trúfélags hér á landi, sem er ekki hvað síst fólgin í því að vera til staðar um land allt og halda úti sömu grundvallarþjónustu. Slíkt er kostnaðarsamt og kemur fram í rekstri kirkjunnar allrar þar sem tekið er tillit til þessarar frumskyldu þjóðkirkjunnar. Sóknin Þjóðkirkjan er lýðræðislega uppbyggð með sóknum, prestaköllum, prófastsdæmum, prestastefnu, leikmannastefnu, kirkjuþingi, nefndum, stjórnum og ráðum, þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.