Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 101
101
3. kafli. Meginstefna
Starf þjóðkirkjunnar efli hana sem kristna hreyfingu og opið samfélag fólks, sem
gleður, virkjar, vekur og nærir. Kirkjan er samfélag og hreyfing sem nærist á orði
Guðs, vex og dafnar í kærleika Krists og styrk heilags anda er knýr hana til góðra
verka. Þessi megináhersla hefur áhrif á allt starf þjóðkirkjunnar.
3.1 Kirkjan er samfélag
Þjóðkirkjan er samfélag sem mótast af Jesú Kristi og boðskap hans um trú, von og
kærleika. Kristin trú vex og þroskast í samfélagi við aðra í helgihaldi kirkjunnar,
fræðslu, þjónustu og öðru safnaðarstarfi. Samfélagið eflist með því að lögð sé rækt
við persónuleg tengsl, hlýju og gleði. Kirkjan er opið samfélag sem sýnir skilning,
virðingu og umhyggju í verki og er vakandi fyrir þeim er þarfnast aðstoðar.
3.2 Kirkjan og heimilið
Þjóðkirkjan lítur á heimilið og fjölskylduna sem mikilvægan vettvang trúarlegs
uppeldis, vaxtar og þroska. Kirkjan vill styrkja fjölskylduna sem hornstein
samfélagsins og mikilvæga einingu hins kirkjulega starfs og efla tengsl heimilis og
kirkju.
3.3 Kirkjan um land allt
Þjóðkirkjan starfar um allt land og rúmar breiðan hóp fólks á öllum aldri. Starf hennar
birtist í opinni, almennri þjónustu, í hópastarfi og í þjónustu við einstaklinga og
fjölskyldur. Þjóðkirkjan veitir öllum aðgang að helgihaldi, þjónustu og fræðslu
hennar.
Þjóðkirkjan vill stækka þann hóp sem leggur sitt af mörkum til að gera hana að
fjölbreyttu, litríku samfélagi.
3.4 Kirkjan í samstarfi
Þjóðkirkjan leitar leiða til samstarfs á sem flestum sviðum þar sem færi gefast og
samræmast boðun og hlutverki kirkjunnar. Sóknir og aðrar starfseiningar kirkjunnar
starfa saman að verkefnum til að uppfylla skyldur safnaðanna. Sóknir og stofnanir
kirkjunnar starfa með félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum að sameiginlegum
markmiðum í hverju því sem eflir gott samfélag. Þjóðkirkjan vill eiga gott samstarf
við aðrar kristnar kirkjur og við önnur trúfélög.
3.5 Kirkjan og starfshættir
Þjóðkirkjan beinir kröftum sínum fyrst og fremst að starfi og þjónustu. Fjármunum
skal varið í innra starf safnaða í samræmi við meginhlutverk kirkjunnar og
hagkvæmni og aðhalds gætt í framkvæmdum. Þjóðkirkjan leggur áherslu á
lýðræðislega og faglega stjórnunarhætti.
4. kafli. Grunneining kirkjunnar 6
4.1 Sókn og söfnuður
Sóknin er grunneining þjóðkirkjunnar og vettvangur þjónustu hennar á hverjum stað.
Sóknin er félag þess fólks innan þjóðkirkjunnar sem myndar söfnuð, þar sem
6 Kaflinn er orðrétt tekinn úr Samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar.