Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 110
110
Sókn B: Í sóknum með 750-2500 sóknarbörn – 15 til 25 samverustundir.
Sókn C: Í sóknum með 300-750 sóknarbörn – 10 til 15 samverustundir.
Sókn D: Í sóknum með 100-300 sóknarbörn – 10 samverustundir, eftir aðstæðum.
Sókn E: Í sóknum með 50-100 sóknarbörn – 5 samverustundir, eftir aðstæðum.
Sókn F: Í sóknum með færri en 50 sóknarbörn fer starfið eftir aðstæðum.
c. Fermingarstarf skal vera í hverri sókn en getur verið samstarf sókna innan
prófastsdæmis. Samkvæmt námsskrá fermingarstarfa skal hvert barn fá að
lágmarki 30 fræðslustundir. Fermingarbörn og foreldrar/forsjáraðilar þeirra skulu
sækja kirkju reglubundið við fermingarundirbúning.20
d. Unglingastarf fyrir 13 – 18 ára skal vera í hverri sókn eða með samstarfi sókna.
Unglingastarfi skal sinnt með reglubundnum hætti. Gert er ráð fyrir eftirfarandi
fjölda samverustunda:
Sókn A: Í sóknum með 2500 sóknarbörn eða fleiri – 25 samverustundir hið
minnsta.
Sókn B: Í sóknum með 750-2500 sóknarbörn – 15 til 25 samverustundir.
Sókn C: Í sóknum með 300-750 sóknarbörn – 10 til 15 samverustundir.
Sókn D: Í sóknum með 100-300 sóknarbörn – 10 samverustundir, eftir aðstæðum.
Sókn E: Í sóknum með 50-100 sóknarbörn – 5 samverustundir, eftir aðstæðum.
Sókn F: Í sóknum með færri en 50 sóknarbörn fer starfið eftir aðstæðum.21
e. Fullorðinsfræðsla fyrir 18 ára og eldri skal vera á vegum sóknar. Fræðslan getur
verið samstarfsverkefni sókna og einnig á vegum prófastsdæma. Á
samstarfssvæðum skal boðið upp á fræðslu að lágmarki sex sinnum á ári.
f. Sóknir skulu bjóða upp á samstarf við leikskóla/skóla, stofnanir og félagasamtök
um heimsóknir og fræðslu, sérstaklega í kringum hátíðir kirkjuársins..
Sóknir innan sama prestakalls eða samstarfssvæðis hafi samvinnu sín í milli þar sem
fámenni hindrar þessar fræðsluskyldur sóknarinnar og tryggi þannig að öllum í
sókninni standi til boða þessi þjónusta.
Þar sem starfræktar eru kirkjumiðstöðvar geta þær með samþykki héraðsfunda og/eða
sókna tekið að sér einstaka fræðsluverkefni, svo sem barnastarf á sumrin, skipulagt
fermingarbarnamót og fræðslu fullorðinna á svæðinu.
Sóknarprestur og sóknarnefnd geri áætlun um fræðslustarf hverrar sóknar og skili
henni til prófasts og biskups árlega til staðfestingar, sem og yfirliti árlega.
7. kafli. Kærleiksþjónusta, sálgæsla og hjálparstarf
7.1 Grundvöllur og hlutverk
Þjónusta kirkjunnar birtir kristna trú og kærleika í verki. Hún þjónar í anda Jesú Krists
þeim sem þarfnast umhyggju, nærveru og hjálpar. Kirkjan hlustar eftir þörfinni og
leitar þeirra sem helst þarfnast umhyggju og stuðnings.
20 Sjá einnig kaflann um ferminguna.
21 Þetta á ekki við um staði eins og Þingvelli.