Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 118
118
Menntun og þjálfun
Prestar í þjóðkirkjunni geta þeir orðið sem hafa lokið kandídatsprófi eða
meistaragráðu í guðfræði við HÍ eða sambærilegu námi við viðurkennda háskóla
erlendis auk starfsnáms sem skipulagt er af kirkjunni.
Sjá nánar í þjóðkirkjulögunum nr. 78/1997, starfsreglum um presta nr. 735/1998 og
starfsreglum um þjálfun prestsefna nr. 788/2002.
24.4 Sóknarprestur
Helstu verkefni
Sóknarprestur ber ábyrgð á kirkjulegu starfi í sóknum prestakallsins, skipulagi
helgihalds, fræðslu, kærleiksþjónustu og annars starfs. Hann skipuleggur starf
sóknanna í samvinnu við sóknarnefndir, aðra presta, þar sem við á, og annað
starfsfólk.
Sóknarprestur skal í samvinnu við sóknarnefnd og viðkomandi aðila tryggja það að
sóknarbörn getið notið kirkjulegrar þjónustu í sókn sinni eða á samstarfssvæði.
Sóknarprestum ásamt sóknarnefndum ber að skila árlega til staðfestingar áætlun og
yfirliti, til prófasts og biskups, um guðsþjónustur og skipulag á helgihaldi í
viðkomandi sókn, fræðslu, kærleiksþjónustu, sálgæslu og hjálparstarfi.
Sóknarprestur ber ábyrgð á embættisfærslum prestakallsins. Hann ber ábyrgð á því að
skýrslur um starf prestakallsins berist biskupsembættinu.
24.5 Prestur
Prestar, sem starfa við hlið sóknarpresta, gegna allri prestsþjónustu til jafns við
sóknarprest samkvæmt samkomulagi um verkaskiptingu innan sókna og
samstarfssvæða.
Prestar skila starfsskýrslum til biskupsembættisins.
Helgihald
Helgihald þjóðkirkjunnar felst í almennri guðsþjónustu, messu, barna- og
fjölskylduguðsþjónustu, tíðagjörð, fyrirbænaguðsþjónustu, kyrrðarstund, helgistund,
skírn, altarisgöngu, fermingu, hjónavígslu, útför.27
Messu28 sóknarinnar skal einungis prestur leiða. Djákni getur og leitt guðsþjónustu
sóknarinnar í umboði og á ábyrgð sóknarprests. Leikmaður getur leitt guðsþjónustu
sóknarinnar í umboði og á ábyrgð sóknarprests með sérstöku leyfi biskups.
Skírn, fermingu, hjónavígslu og útför skal jafnan undirbúa með samtali þess prests
sem athöfnina annast og aðstandenda. Prestur ber ábyrgð á eftirfylgd við
hlutaðeigendur að athöfn lokinni.
Sóknarprestur eða sá prestur sem annast guðsþjónustu safnaðarins í umboði hans
ákveður í samráði við organista sálma og lög sem sungin skulu. 29
27 Samþykktir um innri málefni.
28 Messa er hér skilgreind sem guðsþjónusta með altarissakramenti.
29 Sjá einnig Tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar.