Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 121
121
sem fangelsum, sjúkrahúsum, skólum, dvalar- og hjúkrunarheimilum og í
félagasamtökum og fyrir fólk í sérstökum aðstæðum.
Sálgæsla í sókn getur farið fram í samvinnu við sérþjónustupresta þar sem aðstæður
krefjast. Þá geta sérþjónustuprestar stutt við starf safnaða með sérþekkingu á
ákveðnum málefnum.
Sérþjónustuprestar sem ráðnir eru af stofnunum eða félagasamtökum lúta skipulagi og
starfsfyrirkomulagi þeirra en tilsjón biskups Íslands. Þeir skila starfsskýrslum til
biskupsembættisins eins og aðrir starfandi prestar þjóðkirkjunnar.
Að öðru leyti er vísað til kafla um presta hér að framan, svo og starfsreglna um
sérþjónustupresta sem ráðnir eru á vegum stofnana og félagasamtaka nr. 824/1999.
24.8 Prófastur
Prófastur 33 sér til þess í umboði biskups Íslands að sóknarbörn í prófastsdæminu njóti
þeirrar grunnþjónustu sem þeim ber. Hann hefur í umboði biskups tilsjón með
kirkjulegu starfi í prófastsdæminu, embættisfærslum presta, þjónustu vígðra og starfi
sóknarnefnda. Hann er tilsjónarmaður og ráðgjafi þessara aðila og trúnaðarmaður
biskups. Sem fulltrúi biskups í prófastsdæminu er hann leiðtogi og verkstjóri vígðra
þjóna prófastsdæmisins vegna sameiginlegra verkefna.
Prófastur er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að því er varðar sameiginleg málefni þess,
gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum. Hann stýrir héraðsnefnd og ber
ábyrgð á störfum hennar.
Prófastur fylgir eftir stefnumörkun og samþykktum kirkjuþings er varða kirkjulegt
starf í prófastsdæminu. Hann gætir þess að farið sé að ákvæðum laga og starfsreglna
og hlutast til um ef það er ekki gert. Prófastur kallar eftir starfsáætlunum og
starfsyfirliti sókna, fer yfir þær og staðfestir.
Prófastur fylgir eftir skipulagningu prestsþjónustu á samstarfssvæðum og í sóknum
þar sem það á við og ber ábyrgð á skipulagningu afleysinga innan prófastsdæmisins.
Prófastur skipuleggur starf héraðsprests í samráði við biskup og héraðsnefnd.
Prófastur annast úttektir og vísiterar söfnuði reglubundið og aðstoðar biskup á
vísitasíum hans.
Prófastur beitir sér fyrir námskeiðahaldi til fræðslu fyrir presta, starfsmenn safnaða og
aðra sem taka þátt í starfi kirkjunnar.
Þegar starfsfólki safnaða, vígðu eða óvígðu, hefur ekki tekist að jafna ágreining sín á
milli skal prófastur annast sáttaumleitanir innan prófastsdæmisins.
Sjá nánar um Starfsreglur um prófasta nr. 966/2006.
33 Vísað er í greinargerð nefndarinnar varðandi hugmyndir um breytingar vegna búsetu prófasta.