Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 124
124
Menning og listir
Organisti tekur þátt í og hvetur til fjölbreyttrar menningarstarfsemi innan sóknarinnar
eða á stærri vettvangi innan kirkjunnar. Hann sér um þjálfun kirkjukórs og annarra
kóra við kirkjuna í samráði við sóknarprest og sóknarnefnd. Organisti sinnir öðrum
verkefnum á sviði tónlistar sem áskilið er af sóknarnefnd.
Nýjar leiðir
Organisti tekur þátt í að leita nýrra leiða í þjónustunni, meðal annars gagnvart þeim
sem ekki sækja reglubundnar guðsþjónustur og safnaðarstarf.
Lög og starfsreglur
Um organista gilda starfsreglur um organista nr. 823/1999.
Auglýsingar og ráðningar
Sóknarnefnd ræður organista í samráði við sóknarprest, sbr. 17. gr. starfsreglna um
sóknarnefndir nr. 732/1998. Sjá starfsreglur um organista nr. 823/1999.
24.11 Sóknarnefnd
Meginhlutverk
Í hverri kirkjusókn er sóknarnefnd sem annast rekstur og framkvæmdir á vegum
sóknarinnar og styður kirkjulegt starf í sókninni og á samstarfssvæðum ásamt
sóknarpresti og starfsmönnum sóknarinnar.
Helstu verkefni
Sóknarnefnd heldur formlega fundi með reglulegum hætti þar sem málefni
sóknarinnar eru til umræðu og ákvörðunar. Hún fylgir eftir markaðri stefnu og
ákvörðunum aðalsafnaðarfunda og er bundin af þeim. Sóknarnefnd annast um rekstur
og framkvæmdir á vegum sóknarinnar samkvæmt því sem nánar er mælt fyrir í lögum
og starfsreglum.
Sóknarnefnd fer með fjárstjórn sóknarinnar og umráð eigna hennar og ber ábyrgð þar
á gagnvart safnaðarfundum.
Sóknarnefnd hefur ásamt prestum forgöngu um kirkjulegt starf á vegum sóknarinnar
og sér til þess að viðunandi húsnæði og búnaður sé til guðsþjónustuhalds og annars
safnaðarstarfs í sókninni.
Sóknarnefnd gætir þess að kirkju, búnaði hennar og safnaðarheimili sé vel við haldið.
Sóknarnefnd gætir að réttindum kirkju, að því leyti sem þau heyra undir nefndina og
hefur umsjón með öllum fjármunum sóknar, kirkju og safnaðarheimilis.
Sóknarnefnd sér til þess að skráðir kirkjugripir og minningarmörk séu vernduð skv.
ákvæðum þjóðminjalaga.
Sóknarnefnd ræður starfsfólk sóknar og gerir ráðningarsamning við það í samráði við
sóknarprest.
Sóknarnefnd skal ásamt sóknarpresti vinna áætlun um starf sóknarinnar á sviði
helgihalds, boðunar og fræðslu, kærleiksþjónustu, sálgæslu og hjálparstarfs,
menningar, lista og staðbundinnar þjónustu og senda prófasti og biskupi ár hvert (sjá
kafla 5 – 9).