Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 162
162
Að unga fólkið fái að upplifa að það beri ábyrgð, geti lagt sitt af mörkum og að
framlag þess skipti máli í samfélaginu.
Að vekja athygli ungs fólks á fyrirmyndum sem standa fyrir mannréttinabaráttu og
hjálparstarf.
Markmið er að:
-ungt fólk þroski trú sína á Guð, með því að:
-auka þekkingu sína á ritningunni og læra að tengja hana við daglegt líf,
-iðka bænalíf,
-eiga samfélag um trú og andlegt líf,
- fá tækifæri til vangaveltna og spurninga.
Leiðir:
Að helgistundir með bænahaldi séu þungamiðjan í starfi æskulýðsfélaga.
Að nota verkefni og leiki sem þjálfa notkun á Biblíunni.
Að aðstoða ungt fólk til þess að leita svara og taka afstöðu til þess sem stendur í
Biblíunni.
Að efla ungt fólk í að iðka bæn.
Markmið er að:
-ungt fólk eigi samfélag innan kirkjunnar.
Leiðir:
Að starfrækja æskulýðsfélög með fjölbreyttri dagskrá við allra hæfi.
Að huga sérstaklega að samfélagi fyrir ungt fólk sem ekki finnur sig heima í öðru
skipulögðu félagsstarfi.
Að gert sé ráð fyrir þörfum ungs fólks í almennu helgihaldi kirkjunnar.
Að hafa aðstöðu fyrir unglingastarf í kirkjunni.
Að gert sé ráð fyrir æskulýðsstarfi í dagskrá kirkjunnar.
Markmið er að:
- ungt fólk eigi kost á því að leggja sitt af mörkum í starfi kirkjunnar með því að:
- fá tækifæri til að þroska leiðtogahæfileika í kristilegu starfi,
- með þátttöku í ýmsu safnaðarstarfi.
Leiðir:
Að leiðtogafræðsla sé í boði fyrir upprennandi leiðtoga.
Að leiðtogar í þjálfun séu til aðstoðar í starfi safnaðarins.
Að ungu fólki sé boðið að taka að sér verkefni innan kirkjunnar, svo sem í
messuhópum, í tónlistarflutningi og fleiru út frá hæfileikum og getu.
Að ungt fólk hafi tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum safnaðarins um sín eigin mál.
Að ungt fólk fái að taka þátt í skipulagningu á daglegu lífi safnaðarins, s.s. um
tónlistarval og helgihald.
Að gert sé ráð fyrir starfi fyrir ungt fólk innan kirkjunnar í fjárhagsáætlunum og í
skipulagningu safnaðarstarfsins.
2. Leiðtogafræðsla
Kirkjan bjóði ungum leiðtogum upp á leiðtogafræðslu sem geri þá færa um að taka
aukna ábyrgð og styrki þá sem leiðtoga í kirkjulegu starfi. Styrkja þarf því starf
Farskóla æskulýðsstarfsins og gera honum kleift að bjóða upp á sem besta fræðslu og
þjálfun við hæfi.