Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 191

Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 191
 191 38. mál kirkjuþings 2010 Flutt af kirkjuráði Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í löggjafarnefnd: Þingsályktun um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing 2010 beinir þeim tilmælum til dómsmála- og mannréttindaráðherra að hann flytji eftirfarandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, sbr. 3. mgr. 23. gr. sömu laga. 1. gr. Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi: Ef sóknarpresti eða presti er veitt lausn frá embætti, leyfi frá störfum eða hann for- fallast af öðrum ástæðum getur biskup Íslands falið öðrum presti að gegna embættinu til allt að eins árs í senn. Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2015. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Athugasemdir við frumvarpið. Kirkjuþing 2010 hefur fjallað um tillögu þess efnis að beina því til dómsmála- og mannréttindaráðherra að hann flytji frumvarp til breytinga á lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sbr. 3. mgr. 23. gr. sömu laga. Ákvæðið heimilar kirkjuþingi að hafa frumkvæði að frumvörpum til laga um kirkjuleg málefni og beina þeim tilmælum til ráðherra að þau verði flutt á Alþingi. Í frumvarpi þessu er byggt á því sjónarmiði að eðlilegt geti talist, miðað við hið ríka aðhald í fjármálum kirkjunnar, að fresta að auglýsa laust til umsóknar embætti sóknarprests eða prests, sem losnar af ástæðum þeim sem greinir í ákvæðinu. Í þessu sambandi er litið til þess að um sé að ræða prestakall sem kunni að verða sameinað grannprestakalli á grundvelli stefnumörkunar kirkjuþings um framtíðar- skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma frá árinu 2000. Í stefnumörkun þessari eru sett fram almenn viðmið um stærð prestakalla. Um málsmeðferð samkvæmt starfs- reglum kirkjuþings vegna tillagna um breytingar á prestakallaskipan fer samkvæmt ákvæði 3. gr. starfsreglna um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1027/2007 en þar segir að tillögur um breytingar á skipan sókna og prestakalla skuli fá umsögn á aðalsafnaðarfundum viðkomandi sókna og þær því næst bornar upp á héraðsfundi, sem sendir þær biskupafundi, sem býr málið til kirkjuþings. Málsmeðferð getur samkvæmt þessu tekið allt að eitt ár, einkum ef tillaga að breytingum kemur fyrst fram á kirkjuþingi. Í því tilviki verður slík tillaga ekki afgreidd á því þingi heldur verður tillagan að fara fyrir aðalsafnaðarfundi og héraðsfund og að því búnu fyrir næsta kirkjuþing á eftir. Breytingunni er ætlað að skapa svigrúm í þeirri vinnu sem nú fer fram hjá kirkjunni vegna niðurskurðarkröfu ríkisins á hendur henni en óhjákvæmilegt er að leita allra leiða til að spara kirkjunni útgjöld. Með ofangreindri lagabreytingu er kirkjunni gert kleift að hagræða ef þær aðstæður skapast að embætti losnar vegna starfsloka eða af öðrum ástæðum. Eins og fyrr segir á þetta eingöngu við þar sem ástæða þykir til að endurskoða prestakallaskipan á grundvelli framangreindrar stefnu- mótunar kirkjuþings.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.