Félagsbréf - 01.03.1963, Page 22

Félagsbréf - 01.03.1963, Page 22
Ef allt er talið, skipta verkin frá ísöld tugum þúsunda. Dreifast fundar- staðirnir, sem hér skipta máli, bæði um Evrópu og Asíu. Verkin eru til- tölulega nýfundin, eða svo má telja, eru vart meira en sjötíu ár, síðan ljóst fór að verða um þetta svið. Stóð styr um aldur verkanna, og alltaf er það óhjákvæmilegt að vita, hve gamalt hvert verk er. Hvernig er farið að því? Þau skiptast í þessu tilliti í tvo meg- in hópa: 1) Það, sem unnið er á föst- um grunni, og þá á steinfleti, Felskunst á þýzku, art pariétal á frönsku, ég mun nefna hóp þennan bergmyndir, 2) í öðru lagi hinar lausu smámyndir, á frönsku art mobilier, á þýzku Klein- kunst. Er yfirleitt hægara að átta sig á aldri verka af seinna taginu, því gripirnir finnast alloft innan um aðra fornleifar og í vel þekktum lögum. Það var þessi hópur, sem menn komust fyrst í kynni við. Það var um miðbik 19. aldar. Franski dýrafræð- ingurinn Édouard Lartet vann þá að rannsóknum á steingervingum, og var hann á ferðinni í Suður- og Mið-Frakk- landi. Við bólstað fornsteinaldar- manna við hellinn La Madeleine í Vézére dal í Dordogne, gróf hann út mammútstönn, sem á var rist mynd af mammút. Rist hafði verið á tönnina ekki löngu eftir, að dýrið hafði verið fellt. Listamaðurinn hafði sem sagt verið uppi á þeim tímum, er mammút- fílar höfðust við í Frakklandi. Athug- anir þessar gerði Lartet um og eftir 1860. 10 FÉLAGSBRÉF Bergmyndirnar eru verr tímasettar, og aðdragandinn að fullri sönnun um þær er um margt einkennilegur. Vitað er, að fyrr á öldum vandi fólk kom- ur í einn hinna mörgu hella í Dordogne, sem geyma myndir jökul- aldar. Er heim kom, sagði það jafnan í tíðindum, að á veggjum hellanna mætti greina málaðar, kirkjuleg- ar myndir og tákn heilög. Nú eru all margir hellanna í þéttbýlum héruðum og bera þess oft merki í einu og öðru, að fólk liafi gengið í þá síðustu aldirn- ar, en það leið á löngu, áður en list þessi kæmist í sjónmál vísindanna og dómbærir skildu, hvað þarna væri um að ræða. Árið 1864 var einn af þekkt- ustu vísindamönnum Frakka, dr. Garri- gou, á ferð um minjasvæði í Pyrenea- fjöllum og gekk þá í hellinn Niaux, þar sem margt er mynda og meðal annars glæst málverk. Hann lét þó nægja að skrifa í dagbók sína: „Á hellisveggnum eru málverk, hver árinn kann það að vera?“ Nokkru seinna, árið 1875, fór spænskur aðalsmaður, Marcelius Sautuola, að grafa við munna hellisins Altamira, en hann er í Calabríuhéraði á Norður Spáni. Þar gat að líta mannvistarlög frá ísöld og nokkru innar sá hann, hvar voru svartar teikningar á veggjum hellisins. Fjór- um árum seinna er hann á sama stað ásamt dóttur sinni tólf ára. Henni varð gengið inn eftir helli. Gerðist næst, að faðir hennar heyrði hana hrópa: „Pabbi, þarna eru naut!“ Það voru myndir af vísundum. Honum þótti ein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.