Félagsbréf - 01.03.1963, Page 42

Félagsbréf - 01.03.1963, Page 42
geyma það, sem sameiginlegt er með flestum draugasögum. Hvað veldur því, spyr Schelderup, að fólk leggur trúnað á efnisfyrirbæii og drauga og útbreiðir sögur af slíku, þegar staðreyndagrundvöllur þeirra er svo veikur? f fyrsta lagi koma þar til möguleikar á fjöldaskynblekking- um og ofskynjun. í öðru lagi sálræn vandamál, sem hlutaðeigandi aðilar eiga við að stríða og nefnir hann dæmi um hvort tveggja. Ég læt dæmið um hið fyrra fylgja í þýðingu hér á eftir. „Henry Sidgwick, fyrsti forseti brezka sálarrannsóknarfélagsins, velti því oft fyrir ssr, hvers vegna hann varð aldrei vitni að efnisfyrirbærum á mið- ilsfundum við óyggjandi kringumstæð- ur, enda þótt margir þátttakendur fullvissuðu hann um, að þeir hefðu séð slík fyrirbæri. Hann taldi, að hann hefði fundið lykil að skýring- unni í sögu, sem honum var sögð í samkvæmi um Mazzini, hinn fræga ítalska byltingarforingja. Mazzini hafði eitt sinn séð hóp manna stara til him- ins. Sjálfur sá hann ekki neitt og spurði því einn í hópnum, livað það væri sem þeir horfðu á. „Krossinn, — sjáið þér hann ekki?“ spurði maður- inn. Mazzini gat ekki séð neinn kross, enda þótt allir hinir fullvissuðu hann um, að krossinn væri þarna. En einn maðurinn virtist greindarlegri en hinir og virtist á báðum áttum. Mazzini spurði hann, hvað hann sæi. „Kross- inn“, svaraði hann, „þarna!“ Mazzini tók í öxlina á honum og hristi hann og sagði: „En það er alls enginn kross þarna.“ Það birti yfir andliti mannsins, eins og hann hefði vaknað af draumi. 30 FÉLAGSBRÉF „Nei“, sagði hann, „það er alveg rétt hjá yður, það er bara alls enginn kross þarna.“ Og þeir gengu burtu saman og létu bina um að halda áfram að liorfa á krossinn.“ ESP er skammstöfun úr ensku: „extrasensory perception“, sem mætti þýða „yfirskilvitleg skynjun“. ESP er notað um hæfileika mannsins til að taka við utanaðkomandi áhrifum án hjálpar þekktra skynfæra. Sú grein sálarfræðinnar, sem rannsakar þennan þátt sálarlífsins, nefnist á ensku para- psychology. Þetta er yngsta svið sálvís- indanna, en óhætt er að segja, að þar hafi margt komið fram á stuttum tíma. Með hjálp staðtölulegra aðferða hefur verið unnt að staðfesta, að fjarhrif (telepathy) og skyggni (clairvoyance) eiga sér stað, enda þótt menn hafi þessa hæfileika í mjög misjöfnum mæli. Um eðli þessara hæfileika er fátt vitað enn, en höf. dregur það saman í nokkrum orðum (bls. 254): „Enda þótt hluti framvindunnar sé meðvit- aður. ... er ekki um að ræða beinan flutning ákveðinnar hugsunar frá einni meðvitund til annarrar. Leiðin liggur um hið dulvitaða. Á einhvern hátt verður móttakandinn ómeðvitað þátttakandi í efni þeirrar hugsunar, sem flytzt, og frá dulvitundinni berst það gegnum tilfinningar, hugsanir og myndir, sem eru meira eða minna í tengslum við þá vitneskju, sem um er að ræða. En sjálfur kjarni fjarhrifa- sambandsins er enn ekki sálfræðilega skýr eða skiljanlegur.“ Ógrynni er til af frásögnum um sýnir, vitranir eða aðra vitneskju, sem borizt hefur hlutaðeigandi sjálfkrafa,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.