Félagsbréf - 01.03.1963, Side 76

Félagsbréf - 01.03.1963, Side 76
gáfuhættir og þau sjónarmið sem mest- an svip setja á bókakauptíðina virð- ast vægast sagt í brenglaðasta lagi; J)au rit sem mestan framgang fá eru fæst sérlega loflegur vitnisburður höf- undum sínum eða lesendum. Undan- tekningar má finna; nokkrar hafa verið nefndar í þessari grein. Starf- semi bókmenntafélaganna Jjriggja sem nú eru leiðandi forlög hérlendis horfir líka í meginatriðum til hetri vegar (og vert að taka eftir því að þau gefa nú út flestallar beztu bækurnar ár hvert); en svipur þeirra er ekki ráðandi í ringulreið jólaútgáfunnar. Og hins her líka að minnast, sem kannski er leið- ust niðurstaða þessara hugleiðinga, að það er áhugi og undirtektir almenn- ings sem öllu ræður um stefnu og starf einmitt þeirra útgefenda sem mest hafa sig í frammi þessar haustvikur, að metsölubækurnar eru skapaðar í mynd bókmenntamats mikils þorra lesandi almennings. Ó. J. Haustverk Þjóðleikhiissins Þrjú fyrstu verkefni Þjóðleikhússins á þessum vetri voru ærið misjöfn, bæði að því er snerti val og úrvinnslu. Kassasjónarmiðið margrædda hefur sennilega ráðið því að hið hefðbundna upphafsgrín haustsins var bandarískur gamanleikur saminn uppúr skáldsög- unni „Auntie Mame“ eftir Patrick Dennis af þeim félögum Jerome Lawr- ence og Robert E. Lee. Leikurinn hlaut nafnið „Hún frænka mín“ í íslenzkri þýðingu Bjarna Guðmundssonar, sem var lipur og glettin. Hér er ekki um að ræða leikrit í eiginlegum skilningi, heldur nokkurs- konar „ævisögu í svipmyndum“ eða öllu heldur meira og minna ósamstæð- ar rissmyndir úr lífi smáskrýtinnar konu. Er skemmst frá því að segja, að gamanið reyndist „kassanum“ grátt, aðsókn var dræm, enda skopið og ádeilan svo staðbundin, að þetta verk átti alls ekki erindi uppá íslenzkt leik- svið. Þar við bættist, að sjálf sýningin var slöpp og þreytandi, þó einstakir leikendur gerðu það sem þeir gátu til að blása lífsanda í óskapnaðinn. Leik ritið er heldur grunnfær ádeila á ýmislegan bandarískan hégóma, snobb, þröngsýni og kynþáttamisrétti, en satíran náði ekki nema að takmörkuði'. leyti til íslenzkra áhorfenda af þeirri einföldu ástæðu, að veruleikinn sem um er fjallað er þeim að miklu leyli ókunnugur af eigin raun. Satíra nær sjaldan tilgangi nema efnið, Sem skop- azt er að, sé hlustendum eða áhorf- endum kunnugt og nákomið. í annan stað voru verkinu gerð hin hraklegustu skil á leiksviðinu. Sýning- in var eiginlega hvorki fugl né fiskur — hvorki raunsæ þjóðlífsmynd né stíl- færð skopstæling á þeim fyrirbærum sem um var að ræða. Hún maraði í hálfu kafi einhverstaðar milli raunsæis 40 FÉLAGSBRÉF
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.