Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 79

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 79
gómlegan. Leikur Jóns var jafn og áferðargóður, hvergi veruleg tilþrif nema kannski helzt á háu nótunum, þegar til átaka kom. Nína Sveinsdóttir var Iitrík móðir, sérvitur og sínöldrandi, góðhjörtuð og skilningsrík þegar til kastanna kom. Ekki ýkjafrumleg manngerð, en skemmtilega lifandi og hugtæk. Brynja Benediktsdóttir var mun skárri í hlutverki Bubbu i þessu leik- riti en í hlutverki Gloríu í „Frænk- unni“, en þó fór því fjarri að hún næði valdi á túlkun sinni, og háir henni mest hve framsögn hennar er slæm. Gunnar Eyjólfsson kom fram í litlu hlutverki, dró upp smámynd sem varð áhorfendum minnisstæð. Baldvin Halldórsson setti leikinn á svið og fórst það vel úr hendi. Yfir sýningunni var jafnvægi og samfelld- ur raunsær blær. Einsog margoft hefur sýnt sig, tekst íslenzkum leikstjórum að jafnaði bezt að túlka verk sem eru innan hins hefðbundna raunsæja ramma, og er „Sautjánda brúðan“ ein sönnun þess. Leiktjöld Gunnars Bjarnasonar voru gerð af hugkvæmni og vandvirkni, áttu veigamikinn þátt í að skapa rétt and- rúmsloft á sviðinu. Þýðing Ragnars Jóhannessonar hefði uiátt vera svipmeiri, en var skammlaus. Sýningin á „Pétri Gaut“ Ibsens í marglofaðri þýðingu Einars Benedikts- sonar var sögulegur viðburður í ís- lenzku leiklistarlífi, bæði vegna þess að nú var verkið í fyrsta sinn flutt heillegt á íslenzku sviði og eins sök- um þess að leikstjórinn var öllum hnútum nákunnugur og fór á ýmsan hátt eigin leiðir í sviðsetningu á þessu margræða verki. Það sem er kannski merkilegast og lærdómsríkast við þetta verkefni er, að „Pétur Gautur“ er fremur „bók- menntaverk“ en leikhúsverk — var ekki fyrst og fremst ætlað til leiks í öndverðu. En slíkur er kyngikraftur þess og dramatískur áhrifamáttur, að það hefur orðið vinsæl raun fjölda- margra leikhúsa víða um heim og nokkurs konar „þjóðleikur“ Norðmanna á svipaðan hátt og „Skugga-Sveinn“ hér, þó ólíku sé þar saman að jafna. Ibsen skeytti Iítt um dramatíska bygg- ingu eða aðrar kröfur leiksviðsins þeg- ar hann setti saman „Pétur Gaul“. Hann var hneykslaður, reiður og um- fram allt innblásinn. Það er þessi freyðandi innblástur, mögnuð orð- kyngi og frumlegar tiltektir sem halda leikritinu saman og athygli áhorfenda vakandi frá upphafi til enda. „Pétur Gautur“ er lífssaga í mynd- um fremur en dramatískt sviðsverk og sem slíkt síðra mörgum verkum skálds- ins, en hugarflugið, leiftrandi kímnin og skáldleg mögnun hvers einstaks atriðis gerir það að verkum, að svotil hvert andartak leiksins lifir sjálfstæðu lífi um leið og það fellur inn í stærri heild — og væri þó synd að segja að „Pétur Gautur“ sé heilsteypt verk í þrengsta skilningi. En það er tvímæla- FÉLAGSBRÉF 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.