Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 18
vinna að því dag hvern, sleitulaust og örugglega, að byggja sér traust og óbifanlegt hversdagshús á hallarrúst- um fyrri fordildar. Það veraldarfárviðri, sem nýlega er hjá gengið, en vaggar oss enn á eftirylgjum sínum, þetta vitstola óráðsæði blindrar þjóðernis- hyggju og ófreskrar fjárgræðgi, þetta heklugos blóðs og tára til dýrðar þeim tveimur guðum vorra tíma, mammoni og hinum þjóðernislega varúlfi sem dýrkaðir eru í flestum launklefum — eitt kenndi það oss, eða ætti að hafa kennt oss, sem sé það, að allar þjóðir jarðkringlunnar eru nú orðnar inn- byrðis tengdar og hver annarri háðar að slíku marki, að dauði eins er ekki lengur annars líf: það er svo komið, að dauði eins táknar þvert á móti neyð allra, dauða og ósigur allra. Á víg- velli verður ekki framar unninn sigur — sigurvegarinn og hinn sigraði verða úr þessu að láta sér nægja að skipta með sér hinum sameiginlega ósigri. Herfrægðin hefur að fullu og öllu misst dýrðarljóma sinn, og í endur- minningabókmenntunum, þessu furðu- lega afkvæmi nútímalegrar kviðristu, ber ekki heldur á öðru en að flestar af „hetjum“ samtíðarinnar gangi sjálfviljugir dauðanum á hönd. Það er sem sagt ekki á vígvöllunum. ssm hinir eiginlegu ósigrar eiga sér stað: óvini vora hina verstu er ekki að finna utan vor sjálfra, heldur hið innra með oss. Enginn aðvífandi fjand- maður getur orðið oss viðlíka hættu- legur sem umburðarleysið í voru eigin geði, þetta þvermóðskufulla umburðar- leysi, sem verður, þegar það safnast fyrir, að sjálfdýrkandi, síngjörnum og tillitslausum þjóðernishroka, hinni þjóðlegu ófreskju, orminum marghöfð- aða, sem er hverju öðru meinkvikindi grimmari og háskalegri. Jafnvel innan fámennra samfélaga, meira að segja á þjóðbrautum og opinberum mannfund- um, fer þetta glamrandi skrímsli, spú- andi eitri og galli, í kaldhæðnislegu blygðunarleysi, í óbifandi trú á sín mörgu höfuð og í trausti þess, að vald heimsku og ruddaskapar yfir hjörtutn og sálum mannanna sé eilíft og óhagg- anlegt. En sjáum til: einnig konungs- kóróna heimskunnar á fyrir sér einn góðan veðurdag að hafna meðal forn- gripa á þjóðminjasafni. Þann dag hef- ur hinni sjálfbirgingsfullu þjóðernis- stefnu verið rutt úr vegi, þeirri þjóð- ernisstefnu, sem leikur harðast þá, sem hún hertekur trú sinni. Því dramb er falli næst. Þann dag verður ein eftir í hjörtum þjóðanna hin umburðar- lynda þjóðernisstefna, sem skuldbind- ur þær til að vera sjálfri sér trúar án 'þess að ganga á hlut annarra, sú þjóð- ernisstefna, sem einungis speglar hið sérþjóðlega sálfar, og hverri þjóð er jafnþýðingarmikil og ]>ersónuleikinn er einstaklingnum, já, sem einmitt er persónuleiki þjóðarinnar. En margt mun koma öðruvísi fyrir sjónir á hnetti vorum þann dag, þegar þjóð- ernislegir glæpir eru orðnir álíka óhugsanlegir í álfu vorri og trúvillinga- dómstóllinn er nú á tímum. Samt mun þess dags að vænta. Ein- hverju sinni mun hann renna upp. En yfir hverjum? Mun hann renna upp yfir sundurtættri Evrópu — þess hátt- ar Evrópu, sem í glórulausri vitfirr- 14 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.