Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 31

Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 31
„Nú er ég á þessari leið — fari sem má. Ég á við: verði þinn vilji.“ Þetta eru orð Jaka Sonarsonar, en söguhetj- ur Gunnars Gunnarssonar eiga flestar eða allar hlut að þessum lífskilningi; maðurinn hlítir örlögbundnu sam- hengi allra hluta, alls jarðnesks lífs; ábyrgð hans er fólgin í trúnaði við þetta samhengi handan mannlegs skilnings, að rjúfa það ekki, en skipa þar stað sinn með réttum hætti. í Svartfugli er þetta samhengi enn skynjað að mannlegum hætti á yfir- borðinu, eygt í mannlegu félagi með náttúruna, landið að baksýn og stað- festu; landið er sjálft aðili að sög- unni í Vikivaka, eins og Jaki sér það berum augum og tjáir orðum, og eins og það rís við honum holdtekið í mynd „uppvakninga“ hans á Fok- stöðum. Maðurinn er séður í „grósku- fullum samspuna“ moldar og myrkurs, jarðar og himins; og áslríðuheit, draumspunnin sýn Jaka til landsins hlýtur mótvægi sitt í jarðneskum áþreifanleik þess lífs sem það birtir honum. Umgerð sögunnar einangrar hana kirfilega, setur henni stað; en innan hennar er allt skynbundinn veru- leiki, sannreyndur í sýn Jaka þar sem ekki eru lengur nein skil ímyndunar og raunveru; margslunginn hugar- spuni er þar samfléttaður áþreifan- legum veruleik jarðneskra muna. Vetrarnóttinni sem dauðir rísa, nýárs- nótt, er að sínu leyti lýst jafnáþreif- anlega og göngu Eyjólfs yfir fjallið; en mörk raunskynjunar og hugskynjun- ar eru í Vikivaka afmáð og niður lögð, andlægur veruleiki Jaka Sonarsonar bvlgjast þar eins og norðurljósatjald á næturhimni í umgerð ytri muna og fyrirbæra sem virðast raunveruleg, áþreifanleg, eins og norðurljósin; en ekkert þeirra er með öllu án fyrir- vara, ekkert með öllu fullvíst. í þess- um samspuna lifir Jaki Sonarson, er vandi bans raunverulegur; hann er, eins og Eyjólfur, tjáður til fullnustu í skynjun sinni: Loks stóS ég á fætnr og brá yfir herð- ar mér gömlu hundskinnsúlpunni minni, sem hafði dugað mér lengi, og fór í skinn- fóðruðu hástígvélin mín. Allar innri raddir voru þagnaðar í sama vetfangi og ég steig út fyrir dyrnar. Engin sýn lægir betur öld- ur blóðs og geðs en norðurljós bragandi á stirndum himni, þegar ekki verður tungl til að draga úr ljóma þeirra og dýrð, og þau geta ótrufluð og ódeyfð sveiflað draum- skrúði lita sinna á þreifanlega bláan næt- urhimininn. Undir iþessum þögla leik skynj- ar maður í innstu taugum sínum þá kyrrð, sem ríkir allt frá útmörkum geimsins til innsta jarðarkjarna. Og sjá, snortin töfra- sprota stígur sálin leyst úr dróma upp af þessari kyrrð — eins og léttfætt harn berst hún ofar stormi og straumum. í svip er maður alnálægðin sjálf og iþó ekki framar neitt, aðeins forspeglun af sælu svefnsins langa.... í svip, í snöggum svip. Það er dimmt við jörðu, og heldur áfram að vera svo: mjúkt og moldarkennt myrkur. í slíku myrkri veður maður ekki — maður gengur á því. Undir norðurljósunum er mold og myrkur eitt og samt, einn grósku- fullur samspuni, flötur sem dúar og 'bylgj- ast — en heldur; um stundarsakir! Og hið efra? Efra eru norðurljósin, þau þjóta í beina stefnu niður — og hverfa á leiðinni; svífa í dúnmjúkum dansi frá einu stjörnu- merki til annars; breiða úr sér eins og eldlegt tjald — frá himni til jarðar, og í næstu andrá eru aðeins nokkrar blakandi tægjur eftir af elddúknum, ekki neitt, öllu FÉLAGSBRÉF 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.