Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 26

Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 26
til hægffarauka í umræðu, og þá með fyrirvara) : skáldskaparverkið er að- eins til í þessu tiltekna formi og hvergi utan þess. Verkið er ósundurgreinan- legt: „formið“ ákvarðar efni ]>ess, „efnið“ mótar sér form að hæfi. Sögð á annan hátt væri sagan önnur. Að hinum sígilda epíska söguhætti, sem skáldsagnahöfundar seinni tima hafa þegið í arf, er sögumaðurinn alsjá- andi, alvitur: hann þekkir öll deili á sögufólki sínu, orðum þess, atferli og innra lífi og þeim rökum sem til alls þessa liggja, og segir af létta allt sem hann hirðir. Sögumaðurinn er sjálfur fyrirferðarmest persóna í verk- inu — og stendur þó utan þess. Við þessum yfirgangi hins epíska sögu- manns eru reistar margvíslegar skorð- ur. Viðleitni margra höfunda er að tak- marka hlutverk sögumannsins sem mest má verða, dramatísera söguna; aðrir leitast með ýmsu móti við að færa sögumanninn inn í sjálft verkið. Það er gamalkunn söguregla að segja að- eins það sem „stutt yrði vitnum“, það sem „fleiri gætu vitað“ en sögumaður eða söguhetja. Þaðan er skammt til að gera sögumanninn sjálfan að slíku vitni, segja söguna í fyrstu persónu og leggja hana í munn nokkurn veg- inn hlutlausum aðila í útjaðri sögunu- ar. Sagnameistarar eins og Melville og Dostojevskij og Conrad hafa tíðkað þessa aðferð; mér kemur stundum í hug að Gunnar Gunnarsson hafi lesið hinn síðastnefnda með mestu gaum- gæfni. í gerð Svarlfugls má greina að þrjá þætti, eða þrep inn til sögunn- ar. Einn er umgerð hennar, ytra til- 22 FÉLAGSBRÉF efni þess að hún er sögð: drukknun Hilaríusar Eyjólfssonar haustið 1817; sagan er „skriftamál fátæks og harm- þrungins föður.“ Annar er sjálfslýs- ing Eyjólfs og saga hans fimmtán ár- um fyrr: hagur hans í Saurbæ, skipti þeirra Páls bróður hans, brúðkaup Eyjólfs og Ólafar úr Keflavík.* Þriðji er frásögn sjálfra Sjöundármála eins og þau horfa við Eyjólfi þar sem þau gerast fyrir sjónum hans. Þessir þættir eru mjög misjafnir fyrirferðar í sögunni, en undir samhæfingu þeirra er verkið allt komið; það stendur eða fellur með þeim trúnaði sem lesandi leggur á stöðu Eyjólfs og vanda, með sannleiksgildi hans í verkinu. Þetta er vandi þessarar sögugerðar: að fá sögumanninum stað innan verksins sem réttlæti milligöngu hans milli sögunnar og lesandans, staðfesti nauð- syn hennar; sú nauðsyn er einn mun- ur hennar og eiginlegrar minninga- skáldsögu þar sem sögumaðurinn er sjálfgefinn. Minningaskáldsaga: sögugerðin er að sönnu fjölbreytileg, en samkenni hennar einkum þessi: frásögn (í fyrstu persónu) af liðnum tímum, sögumað- urinn sjálfur eina samtengingarafl sögunnar, fólk og atburðir sögu- legt einkum fyrir það að hafa borið fyrir hann. Minningasaga getur verið úthverf, atburðarík, með hraðri sögu- rás; hún getur verið innhverf, kryfj- andi, kyrrstæð; óþarft er að ætla af formi slíkrar sögu að höfundur verks- ins og sögumaður þess séu einn og * Alls engar sögulegar helmlldlr virðast vera aö þessum hættl Svartfugls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.