Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 25
Saurbæ á Rauðasandi, og hann er ekki „hlutlaust“ vitni sögunnar, en ástríðufullur þátttakandi hennar. Sjö- undármálum er í Svartfugli lýst eftir sögulegum heimildum, en þáttur Eyj- ólfs er frjáls skáldskapur. Eyjólfur Kolbeinsson var fæddur 1770 (í Miðdal), vígður aðstoðarprest- ur séra Jóns Ormssonar í Sauðlauks- dal 1795, en missti kjólinn jafnharðan fyrir barneign, hlaut uppreisn 1797, en var embættislaus (í Flatey á Breiða- firði) til 1802 að hann fluttist í Sauðlauksdal til séra Jóns. Hann bjó 1811—1814 að Bæ á Rauðasandi, en fékk þá Stað í Grunnavík og síðan Eyri í Skutulsfirði 1821 og bjó þar unz bann lét af prestskap 1848, lézt 1862. Séra Eyjólfur var sem sagt aðstoðarprestur Jóns Ormssonar meðan Sjöundármál stóðu. Hann mess- ar í Saurbæ daginn sem lík Jóns Þorgrímssonar finnst rekið og stendur þá að skoðun líksins og öðru sinni nokkrum dögum síðar að fyrirmælum Guðmundar Schevings sýslumanns; hann reynir að koma Bjarna til játn- ingar þegar eftir handtöku hans; hann er viðloðandi réttarhöldin í Sauð- lauksdal, enda heimilismaður þar, og það er fyrir hans fortölur að þau Bjarni og Steinunn játa að lokum á sig morð- in. — Kona séra Eyjólfs var Anna María Kúld úr Flatey; þau giftust 1795. Fjórða barn þeirra hét Hilaríus, fæddur 1800, og fórst í hákarlalegu, en reyndar ekki fyrr en 1832.* Þetta er rakið hér til vísbendingar um það hvern sögulegan efnivið Gunn- ar Gunnarsson hefur í höndum við gerð Eyjólfs í Svartfugli og hvernig liann er notfærður. Upptalningin gerir enga kröfu til að vera tæmandi: vel kann Gunnar að hafa þekkt fleiri og fyllri heimildir um séra Eyjólf Kol- beinsson og aukið lýsingu Eyjólfs ein- hverju efni þaðan. Hilt held ég fari ekki milli mála að Eyjólfur er með engu móti „sannsöguleg“ persóna í Svartfugli í sama skilningi og Bjarni eða Steinunn eða Scheving sýslumaður eða séra Jón Ormsson eru það. í lýsingu þeirra er gætt fullkomins trúnaðar við sögu- legar staðreyndir svo langt sem þær ná; sögu séra Eyjólfs Kolbeinssonar er hins vegar haggað að vild. En það er ekki hugsanleg sannfræði mannlýs- inganna sem eykur þeim lífsgildi í sögunni heldur skynjun þeirra, skynj- unarháttur verksins, og honum ræður Eyjólfur. Atburðir sögunnar eru séðir hans augum og að hans hætti, og I þeirri sjón er sjálfslýsing lians stað- fest. Þetta væri nær að orða svo að „sjálf“ sagan gerist hið innra með Eyjólfi. Það er sígildur vandi skáldsagna- höfunda að fá sögumanninum stað í verki sínu, velja sögunni sjónarmið. Okkur virðist gjarnan að hverja sögu megi segja á ýmsa vegu og sé þó efnið hið sama, en það er að vísu van- skilningur og einföldun málsins. 1 skáldskap verður alls ekki gerður greinarmunur forms og efnis (nema * Um Eyjólf Kolbeinsson má lesa ma. í Islenzkum æviskrám Páls Eggerts Ólasonar og Lærðra manna ævum Hannesar Þor- steinssonar. — Um Sjöundármál hef ég einkum stuðzt við írásögn Jóns Helgasonar i Sunnudagsbiaði Timans, 8.—14. tbl. 1962. FÉLAGSBRÉF 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.