Félagsbréf - 01.12.1963, Qupperneq 25
Saurbæ á Rauðasandi, og hann er
ekki „hlutlaust“ vitni sögunnar, en
ástríðufullur þátttakandi hennar. Sjö-
undármálum er í Svartfugli lýst eftir
sögulegum heimildum, en þáttur Eyj-
ólfs er frjáls skáldskapur.
Eyjólfur Kolbeinsson var fæddur
1770 (í Miðdal), vígður aðstoðarprest-
ur séra Jóns Ormssonar í Sauðlauks-
dal 1795, en missti kjólinn jafnharðan
fyrir barneign, hlaut uppreisn 1797,
en var embættislaus (í Flatey á Breiða-
firði) til 1802 að hann fluttist í
Sauðlauksdal til séra Jóns. Hann bjó
1811—1814 að Bæ á Rauðasandi, en
fékk þá Stað í Grunnavík og síðan
Eyri í Skutulsfirði 1821 og bjó þar
unz bann lét af prestskap 1848,
lézt 1862. Séra Eyjólfur var sem
sagt aðstoðarprestur Jóns Ormssonar
meðan Sjöundármál stóðu. Hann mess-
ar í Saurbæ daginn sem lík Jóns
Þorgrímssonar finnst rekið og stendur
þá að skoðun líksins og öðru sinni
nokkrum dögum síðar að fyrirmælum
Guðmundar Schevings sýslumanns;
hann reynir að koma Bjarna til játn-
ingar þegar eftir handtöku hans; hann
er viðloðandi réttarhöldin í Sauð-
lauksdal, enda heimilismaður þar, og
það er fyrir hans fortölur að þau Bjarni
og Steinunn játa að lokum á sig morð-
in. — Kona séra Eyjólfs var Anna
María Kúld úr Flatey; þau giftust
1795. Fjórða barn þeirra hét Hilaríus,
fæddur 1800, og fórst í hákarlalegu,
en reyndar ekki fyrr en 1832.*
Þetta er rakið hér til vísbendingar
um það hvern sögulegan efnivið Gunn-
ar Gunnarsson hefur í höndum við
gerð Eyjólfs í Svartfugli og hvernig
liann er notfærður. Upptalningin gerir
enga kröfu til að vera tæmandi: vel
kann Gunnar að hafa þekkt fleiri og
fyllri heimildir um séra Eyjólf Kol-
beinsson og aukið lýsingu Eyjólfs ein-
hverju efni þaðan. Hilt held ég fari ekki
milli mála að Eyjólfur er með engu móti
„sannsöguleg“ persóna í Svartfugli í
sama skilningi og Bjarni eða Steinunn
eða Scheving sýslumaður eða séra Jón
Ormsson eru það. í lýsingu þeirra
er gætt fullkomins trúnaðar við sögu-
legar staðreyndir svo langt sem þær
ná; sögu séra Eyjólfs Kolbeinssonar
er hins vegar haggað að vild. En það
er ekki hugsanleg sannfræði mannlýs-
inganna sem eykur þeim lífsgildi í
sögunni heldur skynjun þeirra, skynj-
unarháttur verksins, og honum ræður
Eyjólfur. Atburðir sögunnar eru séðir
hans augum og að hans hætti, og I
þeirri sjón er sjálfslýsing lians stað-
fest. Þetta væri nær að orða svo að
„sjálf“ sagan gerist hið innra með
Eyjólfi.
Það er sígildur vandi skáldsagna-
höfunda að fá sögumanninum stað í
verki sínu, velja sögunni sjónarmið.
Okkur virðist gjarnan að hverja sögu
megi segja á ýmsa vegu og sé þó
efnið hið sama, en það er að vísu van-
skilningur og einföldun málsins. 1
skáldskap verður alls ekki gerður
greinarmunur forms og efnis (nema
* Um Eyjólf Kolbeinsson má lesa ma. í
Islenzkum æviskrám Páls Eggerts Ólasonar
og Lærðra manna ævum Hannesar Þor-
steinssonar. — Um Sjöundármál hef ég
einkum stuðzt við írásögn Jóns Helgasonar
i Sunnudagsbiaði Timans, 8.—14. tbl. 1962.
FÉLAGSBRÉF 21