Félagsbréf - 01.12.1963, Side 26

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 26
til hægffarauka í umræðu, og þá með fyrirvara) : skáldskaparverkið er að- eins til í þessu tiltekna formi og hvergi utan þess. Verkið er ósundurgreinan- legt: „formið“ ákvarðar efni ]>ess, „efnið“ mótar sér form að hæfi. Sögð á annan hátt væri sagan önnur. Að hinum sígilda epíska söguhætti, sem skáldsagnahöfundar seinni tima hafa þegið í arf, er sögumaðurinn alsjá- andi, alvitur: hann þekkir öll deili á sögufólki sínu, orðum þess, atferli og innra lífi og þeim rökum sem til alls þessa liggja, og segir af létta allt sem hann hirðir. Sögumaðurinn er sjálfur fyrirferðarmest persóna í verk- inu — og stendur þó utan þess. Við þessum yfirgangi hins epíska sögu- manns eru reistar margvíslegar skorð- ur. Viðleitni margra höfunda er að tak- marka hlutverk sögumannsins sem mest má verða, dramatísera söguna; aðrir leitast með ýmsu móti við að færa sögumanninn inn í sjálft verkið. Það er gamalkunn söguregla að segja að- eins það sem „stutt yrði vitnum“, það sem „fleiri gætu vitað“ en sögumaður eða söguhetja. Þaðan er skammt til að gera sögumanninn sjálfan að slíku vitni, segja söguna í fyrstu persónu og leggja hana í munn nokkurn veg- inn hlutlausum aðila í útjaðri sögunu- ar. Sagnameistarar eins og Melville og Dostojevskij og Conrad hafa tíðkað þessa aðferð; mér kemur stundum í hug að Gunnar Gunnarsson hafi lesið hinn síðastnefnda með mestu gaum- gæfni. í gerð Svarlfugls má greina að þrjá þætti, eða þrep inn til sögunn- ar. Einn er umgerð hennar, ytra til- 22 FÉLAGSBRÉF efni þess að hún er sögð: drukknun Hilaríusar Eyjólfssonar haustið 1817; sagan er „skriftamál fátæks og harm- þrungins föður.“ Annar er sjálfslýs- ing Eyjólfs og saga hans fimmtán ár- um fyrr: hagur hans í Saurbæ, skipti þeirra Páls bróður hans, brúðkaup Eyjólfs og Ólafar úr Keflavík.* Þriðji er frásögn sjálfra Sjöundármála eins og þau horfa við Eyjólfi þar sem þau gerast fyrir sjónum hans. Þessir þættir eru mjög misjafnir fyrirferðar í sögunni, en undir samhæfingu þeirra er verkið allt komið; það stendur eða fellur með þeim trúnaði sem lesandi leggur á stöðu Eyjólfs og vanda, með sannleiksgildi hans í verkinu. Þetta er vandi þessarar sögugerðar: að fá sögumanninum stað innan verksins sem réttlæti milligöngu hans milli sögunnar og lesandans, staðfesti nauð- syn hennar; sú nauðsyn er einn mun- ur hennar og eiginlegrar minninga- skáldsögu þar sem sögumaðurinn er sjálfgefinn. Minningaskáldsaga: sögugerðin er að sönnu fjölbreytileg, en samkenni hennar einkum þessi: frásögn (í fyrstu persónu) af liðnum tímum, sögumað- urinn sjálfur eina samtengingarafl sögunnar, fólk og atburðir sögu- legt einkum fyrir það að hafa borið fyrir hann. Minningasaga getur verið úthverf, atburðarík, með hraðri sögu- rás; hún getur verið innhverf, kryfj- andi, kyrrstæð; óþarft er að ætla af formi slíkrar sögu að höfundur verks- ins og sögumaður þess séu einn og * Alls engar sögulegar helmlldlr virðast vera aö þessum hættl Svartfugls.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.