Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 31
„Nú er ég á þessari leið — fari sem
má. Ég á við: verði þinn vilji.“ Þetta
eru orð Jaka Sonarsonar, en söguhetj-
ur Gunnars Gunnarssonar eiga flestar
eða allar hlut að þessum lífskilningi;
maðurinn hlítir örlögbundnu sam-
hengi allra hluta, alls jarðnesks lífs;
ábyrgð hans er fólgin í trúnaði við
þetta samhengi handan mannlegs
skilnings, að rjúfa það ekki, en skipa
þar stað sinn með réttum hætti. í
Svartfugli er þetta samhengi enn
skynjað að mannlegum hætti á yfir-
borðinu, eygt í mannlegu félagi með
náttúruna, landið að baksýn og stað-
festu; landið er sjálft aðili að sög-
unni í Vikivaka, eins og Jaki sér það
berum augum og tjáir orðum, og
eins og það rís við honum holdtekið
í mynd „uppvakninga“ hans á Fok-
stöðum. Maðurinn er séður í „grósku-
fullum samspuna“ moldar og myrkurs,
jarðar og himins; og áslríðuheit,
draumspunnin sýn Jaka til landsins
hlýtur mótvægi sitt í jarðneskum
áþreifanleik þess lífs sem það birtir
honum. Umgerð sögunnar einangrar
hana kirfilega, setur henni stað; en
innan hennar er allt skynbundinn veru-
leiki, sannreyndur í sýn Jaka þar sem
ekki eru lengur nein skil ímyndunar
og raunveru; margslunginn hugar-
spuni er þar samfléttaður áþreifan-
legum veruleik jarðneskra muna.
Vetrarnóttinni sem dauðir rísa, nýárs-
nótt, er að sínu leyti lýst jafnáþreif-
anlega og göngu Eyjólfs yfir fjallið;
en mörk raunskynjunar og hugskynjun-
ar eru í Vikivaka afmáð og niður lögð,
andlægur veruleiki Jaka Sonarsonar
bvlgjast þar eins og norðurljósatjald á
næturhimni í umgerð ytri muna og
fyrirbæra sem virðast raunveruleg,
áþreifanleg, eins og norðurljósin; en
ekkert þeirra er með öllu án fyrir-
vara, ekkert með öllu fullvíst. í þess-
um samspuna lifir Jaki Sonarson, er
vandi bans raunverulegur; hann er,
eins og Eyjólfur, tjáður til fullnustu
í skynjun sinni:
Loks stóS ég á fætnr og brá yfir herð-
ar mér gömlu hundskinnsúlpunni minni,
sem hafði dugað mér lengi, og fór í skinn-
fóðruðu hástígvélin mín. Allar innri raddir
voru þagnaðar í sama vetfangi og ég steig
út fyrir dyrnar. Engin sýn lægir betur öld-
ur blóðs og geðs en norðurljós bragandi á
stirndum himni, þegar ekki verður tungl til
að draga úr ljóma þeirra og dýrð, og þau
geta ótrufluð og ódeyfð sveiflað draum-
skrúði lita sinna á þreifanlega bláan næt-
urhimininn. Undir iþessum þögla leik skynj-
ar maður í innstu taugum sínum þá kyrrð,
sem ríkir allt frá útmörkum geimsins til
innsta jarðarkjarna. Og sjá, snortin töfra-
sprota stígur sálin leyst úr dróma upp af
þessari kyrrð — eins og léttfætt harn berst
hún ofar stormi og straumum. í svip er
maður alnálægðin sjálf og iþó ekki framar
neitt, aðeins forspeglun af sælu svefnsins
langa.... í svip, í snöggum svip.
Það er dimmt við jörðu, og heldur áfram
að vera svo: mjúkt og moldarkennt myrkur.
í slíku myrkri veður maður ekki — maður
gengur á því. Undir norðurljósunum er
mold og myrkur eitt og samt, einn grósku-
fullur samspuni, flötur sem dúar og 'bylgj-
ast — en heldur; um stundarsakir! Og
hið efra? Efra eru norðurljósin, þau þjóta
í beina stefnu niður — og hverfa á leiðinni;
svífa í dúnmjúkum dansi frá einu stjörnu-
merki til annars; breiða úr sér eins og
eldlegt tjald — frá himni til jarðar, og í
næstu andrá eru aðeins nokkrar blakandi
tægjur eftir af elddúknum, ekki neitt, öllu
FÉLAGSBRÉF 27