Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2016, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 24.11.2016, Qupperneq 22
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Við lifum óvenjulega tíma, það er góðæri, lág verðbólga og verðbólguvæntingar, kaup­máttur hefur sjaldan verið meiri, sparnaður eykst og útlit er fyrir áframhaldandi hagvöxt. Á sama tíma og flest ríki Evrópu glíma enn við veikan efnahagsbata erum við komin inn á sjötta ár þessa hagvaxtarskeiðs. Við skerum okkur úr. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumark­ miði þar sem meginmarkmiðið er að halda árs­ verðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði, verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág. Seðlabankinn hefur á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verð­ bólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Nú er svo komið að raunvextir eru nánast hvergi hærri en á Íslandi og hafa verið hátt í 4% að meðaltali frá ársbyrjun 2014. Við skerum okkur úr. Á vaxtaákvörðunarfundi þann 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu, spá sem lögð er til grundvallar vaxtaákvörðunum, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu og verðbólguvæntingar í mark­ miði töldu nefndarmenn ekki tilefni til vaxtalækk­ unar vegna hættu á vaxandi spennu í hagkerfinu. Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það. Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. Hávaxtastefna Seðlabankans dregur úr fjárfestingu í landinu, dregur úr hvata til nýsköp­ unar og ýtir undir efnahagslegt ójafnvægi þar sem gengisstyrking krónunnar færir neyslu úr landi. Það átti við fyrir hrun og á enn við í dag. Þessi hliðar­ áhrif er lítið rætt um á vaxtákvörðunarfundum. Það er ekki nauðsynlegt að vera eitt mesta hávaxtaríki heims. Ef ekki er hægt að lækka vexti núna, hvenær þá? Peningalegur ómöguleiki Það er ekki nauðsyn- legt að vera eitt mesta hávaxtaríki heims. Ef ekki er hægt að lækka vexti núna, hvenær þá? Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsinskalkúnn heill - Frosinn stærð: 4,6 kg, 5,4 kg, 6,6 kg, 7,2 kg 998KRKgFranskur gæðakalkúnn á frábæru verði m ar kh ön nu n eh f Líf nútímamannsins einkennist af miklum hraða og flækjustigið er oft á tíðum hátt. Stundum skapast flækjustig upp úr þurru líkt og það eigi sér sjálfstæða tilveru en ekki rætur í raunverulegum aðstæðum. Vegna mikils hraða og vaxandi krafna sem menn gera til sjálfs sín og ekki síst annarra gleymist stundum hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. The Water Project áætlar að einn milljarð manna skorti aðgang að hreinu drykkjarvatni. Samt sem áður tökum við hreinu drykkjarvatni sem sjálf­ sögðum hlut á Vesturlöndum, ekki síst á Íslandi. Við höfum gnægð af heitu og köldu vatni. Miklu meira en við þurfum eða munum einhvern tímann þurfa. Heitt vatn hitar allar fasteignir landsins fyrir hóflegt endurgjald án röskunar fyrir umhverfið. Heitir pottar í líkams ræktar stöðvum standa auðir utan álagstíma. Hitaveitukyntir pottar með stöðugum straumi af nýju heitu vatni sem rennur til sjávar. Íslendingar fara í langar sturtur og drekka ískalt vatn til að hressa sig við eins og þá lystir. Hátt í tvær milljónir ferðamanna sem hingað koma geta baðað sig og séð líkamanum fyrir vökva, hreinu íslensku vatni, án viðbótarkostn­ aðar allan tímann. Nema kannski á einu ómerki­ legu gistiheimili í miðbænum sem sækir nafn sitt til sköpunarsögunnar. Þúsundir íslenskra fyrirtækja skapa verðmæti með vatni. Ölgerðin og Vífilfell selja gosdrykki og sódavatn og skapa þannig mikil verðmæti fyrir hluthafa sína og íslenska ríkið með skattgreiðslum. Vífilfell seldi gos­ drykki og aðrar vörur fyrir 10,8 milljarða króna á síð­ asta ári og hagnaðist um 92 milljónir króna. Vörurnar sem gosdrykkjafyrirtækin selja eru í grunninn hreint íslenskt vatn sem allir íbúar landsins hafa aðgang að allan sólarhringinn, allan ársins hring. Tilhugsunin ein dugar næstum því til þess að æra óstöðugan. Landsvirkjun skapar verðmæti með því að fram­ leiða rafmagn úr fallvatni. Raf orku sala Lands virkj­ un ar á ár inu 2015 var sú mesta frá upp hafi, eða 13,9 tera vatt stund ir. Rekstr ar hagnaður fyrir afskriftir var 322 millj ónir dollara, jafnvirði 36,3 milljarða króna þegar þetta er ritað. Tæplega helmingurinn af því sem kostar að reka Landspítalann á einu ári. Þetta eru verðmæti sem Landsvirkjun skapaði fyrir okkur öll, íslenska skattgreiðendur, meðal annars vegna aðgengis að íslensku vatni. Gengi bandaríkjadollars hefur lækkað mikið frá síðustu áramótum þannig að talan var ennþá fallegri í krónum þegar endur­ skoðandi Landsvirkjunar sló hana inn í excel fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir þessi lífsgæði og þá eymd sem margir glíma við í heiminum vegna skorts á aðgengi að vatni og náttúruauðlindum eru margir Íslendingar óhamingjusamir. Bíllinn er ekki nógu góður, íbúðin er ekki jafn flott og þessi sem er í Húsum og híbýlum, bankainnistæðan er ekki nógu há, börnin eru of frek og dýr í rekstri þrátt fyrir að börn séu lífsins gjafir, vinnufélagarnir eru of leiðinlegir og svo framvegis. Stundum er mikilvægt að setja hlutina í samhengi til að átta sig á að líf í þessu landi er ekki sjálfsagt. Það er heppni og það er gjöf. Há tveir o Þrátt fyrir þessi lífsgæði og þá eymd sem margir glíma við í heiminum vegna skorts á aðgengi að vatni og náttúruauð- lindum eru margir Íslendingar óhamingju- samir. Framsókn með tögl og hagldir Eiríkur Bergmann stjórnmála- fræðiprófessor segir glitta í stjórnarkreppu á Íslandi. Tveir augljósustu kostirnir eru nú úr sögunni og líkast til þarf að grafa djúpt til að finna starfhæfan meirihluta á þingi næstu fjögur árin. Þó er það svo að í þessum tveimur hrinum stjórnar- myndunarviðræðna hefur einn flokkur setið álengdar og fylgst með. Það færi þó ekki svo að Framsókn endaði með öll spil á hendi. Oft hefur það verið sagt í íslenskum stjórnmálum að það skipti engu máli hvað þú kýst, Framsóknarflokkurinn komist alltaf í ríkisstjórn. Sé raunin sú núna verður að koma í ljós. Viðreisn sprungið tvisvar Samkvæmt forystufólki var það Viðreisn sem hafði efasemdir um fimm flokka ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og því einsýnt að Katrín þyrfti að slíta viðræðum. Verður það að teljast áhugavert því innan Bjartrar framtíðar höfðu heyrst ánægju- raddir með gang mála. Spurning er því hvort þarna hafi birst fyrir alþjóð skilin milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar? Flokk- arnir hafa verið samstíga fram á þennan dag. Benedikt Jóhannes- son lýsti því yfir á fundi með forseta eftir kosningar að hann vildi fá umboðið. Hann hefur nú farið í tvær misheppnaðar við- ræður. Eitt er víst að forseta er vandi á höndum. sveinn@frettabladid.is 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð SKOÐUN 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 9 -7 8 5 8 1 B 6 9 -7 7 1 C 1 B 6 9 -7 5 E 0 1 B 6 9 -7 4 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.