Fréttablaðið - 29.09.2016, Side 2

Fréttablaðið - 29.09.2016, Side 2
Veður Gengur í norðankalda í dag, en hvass- viðri með austurströndinni. Víða rigning fyrir norðan og austan og slydda inn til landsins, en bjart suðvestan til. Heldur kólnandi veður. sjá síðu 36 Gleðisprautur hjá karlakórnum Fóstbræðrum Karlakórinn Fóstbræður tekur enga áhættu þegar inflúensan er annars vegar eins og sást á æfingu í gær. Kórinn undirbýr nú af fullum krafti 100 ára afmælistónleika sína 18. nóvember næstkomandi. Þegar fréttist að inflúensan yrði fyrr á ferð en venjulega tóku læknar í hópi kórfélaga til sinna ráða og buðu upp á flensusprautu á æfingu. Þátttaka var góð enda ætlar enginn að liggja í bælinu á stórafmælinu sem nálgast. Fréttablaðið/Eyþór ALICANTE Netverð á mann frá kr. 9.900 aðra leið m/sköttum og tösku.Flugsæti Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra .Frá kr. 9.900 Aðra leið m/sköttum og tösku samfélag Af þeim 295 vagnstjórum sem keyra hjá Strætó eru 40 prósent eða 114 útlendingar. Sigríður Harð- ardóttir, starfsmannastjóri fyrirtæk- isins, segir þessa starfsmenn koma víðsvegar að úr heiminum og hafa verið á Íslandi misjafnlega lengi. Sumir þeirra eru jafnvel komnir með íslenskan ríkisborgararétt. Einn þessara starfsmanna er Irina Trusevica frá Riga í Lettlandi. Hún keyrir leið 1, eða frá Hlemmi og suður í Hafnarfjörð. Irina hefur búið á Íslandi í átta ár en keyrt strætó í þrjú ár. Hún var að læra íslensku áður en hún hóf störf sem vagn- stjóri. Irina segir að fólkið í strætó taki henni mjög vel. „Það brosir og talar svolítið við mig,“ segir hún. Irina segist þó stöku sinnum hitta fólk sem sé dónalegt, en það gerist ekki oft. Hún segir starfið skemmtilegt. Aðspurð um hvað hún kunni best við varðandi starfið sitt stendur ekki á svörum. „Það er að keyra og starfs- fólkið hjá strætó sem er mjög gott,“ segir hún. Irina býr í Mosfellsbæ og kann því vel. „Það er mjög gott, svona lítil sveit,“ segir Irina. Hún býr ásamt eiginmanni sínum, sem er bílstjóri og leiðsögumaður hjá Gray Line, og eiga þau tvo syni, annan 23 ára og hinn 29 ára. Þau hafa hugsað sér að búa hér á Íslandi til lengri tíma. Sigríður segir að íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að huga vel að því hvernig hægt er að aðlaga erlenda starfsmenn íslenskum vinnustað og samfélagi. „Það þarf að gera það. Við hin þurfum að hugsa hvort það sé eitthvað hjá okkur sem við getum breytt til þess að þau falli betur inn. Við megum ekki alltaf vera föst í 40 prósent vagnstjóra Strætó eru útlendingar Fjórir af hverjum tíu vagnstjórum Strætó eru útlendingar. Hafa unnið mislengi. Einn vagnstjórinn segir farþega almennt taka sér vel. Mannauðsstjórinn segir mikilvægt að vel sé hugað að því hvernig erlent starfsfólk aðlagast í starfi sínu. irina hefur keyrt strætó í rúm þrjú ár og kann því vel. Hún segir farþega almennt kurteisa. Fréttablaðið/Ernir sama hjólfarinu og halda að það þurfi alltaf allir að vera eins og við.“ Sigríður segir jafnframt að fólk þurfi að fá markvissa íslenskuþjálf- un og kynna þurfi starfið vel fyrir fólki, einnig réttindi og skyldur og hvað felst í því að vera þátttakandi í íslensku samfélagi. Það þurfi að fara í gegnum ákvæði kjarasamninga, útskýra grundvallarþætti á launa- seðli og ýmsar óskráðar reglur á íslenskum vinnumarkaði sem þurfi að fara í gegn um. Einnig þurfi að passa upp á að erlendir starfsmenn geti tekið þátt í félagslífi innan fyrir- tækja. jonhakon@frettabladid.is Bandaríkin Báðar deildir banda- ríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu. Þetta er í fyrsta skipti á tæplega átta ára valdatíð Obama sem neit- un hans er hafnað. Yfirþyrmandi stuðningur var við höfnun neitun- arinnar í báðum deildum. Alls kusu 97 öldungadeildarþingmenn gegn neituninni og einn með henni, en 67 þarf til að hafna neitun. Þá kusu 338 í fulltrúadeildinni gegn neituninni en 74 með. Fimmtán af nítján hryðjuverka- mönnum sem áttu þátt í árásunum voru Sádi-Arabar en ríkið hefur ítrekað neitað ábyrgð í málinu. Josh Earnest, talsmaður forseta- embættisins, sagði í gær að þetta væri vandræðalegasta stund Banda- ríkjanna í áratugi. – þea Hafna neitun Obama saga Kvikmyndagerðarmaðurinn Valdimar Leifsson og Gísli Pálsson prófessor í mannfræði hyggjast vinna heimildarmynd um baráttuna við hraunrennsli og gjóskufall í eld- gosinu á Heimaey árið 1973. „Í myndinni verður eldgosið sett í samhengi við Surtseyjargosið og aðra þróun í eldstöðvakerfi Vest- mannaeyja, og það rakið stuttlega en höfuðáhersla lögð á að segja til- drög og sögu hraunkælingarinnar,“ segir í kynningarbréfi Gísla og Valdimars sem meðal annars var sent bæjarstjórn Vestmannaeyja með ósk um að verkefninu yrði lagt lið. Heimildarmyndina á að heita Heimaey 1973: Einvígi við jarðeld- inn. Stefnt sé að því að myndin verði tilbúin fyrir Goslokahátíðina 2018 þegar 45 ár verði liðin frá gosinu. Ræða á við og segja frá mönnum sem komu við sögu „heimavarnar- liðsins“ og fjalla um hugmyndafræði hraunkælingarinnar. Sumt efni myndarinnar hafi ekki birst áður. „Árangur kælingarinnar verður metinn og sagt að lokum frá hreins- un gosminja í bænum.“ Fram kemur að samtímis kvikmyndagerðinni vinni Gísli að bók um eldgosið og áhrif þess á samfélagið, hann sjálfan og samband manns og nátt- úru. „Tilbúin myndin verður gefin til Eyja að lokinni sjónvarpssýningu og hún sýnd á Goslokahátíðinni,“ segja Gísli og Valdimar í bréfinu sem enn er til meðferðar hjá bæjaryfirvöld- um í Eyjum. - gar Mynd um kælinguna Sjó var dælt á hraunið sem ógnaði byggðinni og innsiglingunni í Vest- mannaeyjahöfn. Fréttablaðið/GVa Það er að keyra og starfsfólkið hjá strætó sem er mjög gott. Irina Trusevica, strætóbílstjóri 114 útlendingar keyra strætó. Bílstjórarnir eru i heild 295. 2 9 . s e p t e m B e r 2 0 1 6 f i m m t u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -5 4 2 4 1 A B A -5 2 E 8 1 A B A -5 1 A C 1 A B A -5 0 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.