Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 4
33.200 kr. á mánuði* 22.300 kr. á mánuði* 33.200 kr. á mánuði*49.200 kr. á mánuði* 2.690.000 kr. Kia cee’d LX Árgerð 9/2015, ekinn 47 þús. km, dísil, 1.400 cc, 90 hö, beinskiptur, framhjóladrifinn, eyðsla 4,2 l/100 km. 3.990.000 kr. Kia Sportage EX 4WD Árgerð 9/2014, ekinn 86 þús. km, dísil, 2.000 cc, 136 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, eyðsla 6,2 l/100 km. 5.990.000 kr. 3.990.000 kr. Kia Sorento EX Premium Kia Optima EX Premium Árgerð 5/2014, ekinn 92 þús. km, dísil, 2.200cc, 198 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, eyðsla 6,9 l/100 km. Árgerð 3/2014, ekinn 30 þús. km, dísil, 1.700 cc, 136 hö, sjálfskiptur, framhjóladrifinn, eyðsla 4,6 l/100 km. Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 84 mánuði. Vextir 8,75% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,5%. Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. * Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Samgöngumál Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, finnst afar sérkennilegt að til að klára fram- kvæmdir við Vaðlaheiðargöng þurfi á þriðja milljarð króna aukalán frá hinu opinbera. Hún segir þarna kristallast kjördæmapot síðustu ríkisstjórnar og atkvæðaveiðar Steingríms J. Sigfús- sonar í eigin kjördæmi fyrir síðustu kosningar. Fréttablaðið sagði frá því í gær að búið væri að grafa um 83 prósent af lengd ganga undir Vaðlaheiði og að stjórnendur framkvæmdanna þyrftu á þriðja milljarð í aukalán til að ljúka framkvæmdum. Kostnaðaraukann mætti rekja til ófyrirséðra atburða þar sem heitt vatn og hrun úr gangalofti hefði komið mönnum í opna skjöldu. „Það er alveg ljóst í mínum huga að áætlunum og rannsóknum á bæði jarðgöngum í Vaðlaheiði og uppbygg- ingu á Bakka var stórkostlega ábóta- vant. Milljarðavíxlar hafa lent á hinu opinbera á meðan á framkvæmdum stendur,“ segir Vigdís. „Hér er um grímulaust kjör- dæmapot að ræða þar sem atkvæða- veiðar í héraði voru stundaðar fyrir síðustu kosningar og menn keyptu sér aðgang að Alþingishúsinu. Þetta hefði ekki gerst ef landið væri eitt kjördæmi því þá hefðu menn hugsað um þjóðarhag en ekki þrönga hags- muni sína í eigin kjördæmi.“ Vaðlaheiðargöng, sem tengja saman Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur, voru samþykkt sem einkafram- kvæmd í júní árið 2012. Lánin voru þó með ríkisábyrgð en lög um ríkis- ábyrgðir voru tekin úr sambandi við ákvarðanatökuna. – sa Segir göngin dæmigert kjördæmapot síðustu ríkisstjórnar Vaðlaheiðargöng hafa verið umdeild frá því að gerð þeirra var samþykkt árið 2012. Fréttablaðið/auðunn Hér er um grímu­ laust kjördæmapot að ræða þar sem atkvæða­ veiðar í héraði voru stund­ aðar fyrir síðustu kosningar og menn keyptu sér aðgang að Alþingishús­ inu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaga­ nefndar Samgöngumál Skoða á þann mögu- leika að fella millilandaflugvelli landsins inn í rekstur Isavia og fela Vegagerðinni rekstur annarra flug- valla á landinu og einnig skoða hvort sá kostur sé fýsilegur að bjóða út allt innanlandsflug. Samkvæmt upp- lýsingum innanríkisráðuneytisins hefur starfshópur verið settur á lagg- irnar og honum falið að leggja fram tillögur um úrbætur að bættum flug- samgöngum innanlands. Fréttablaðið sagði frá því í gær að farþegum í innanlandsflugi hefði fækkað um rúmlega fjórðung frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu á nú að horfa til samþættingar samgöngu- kerfisins í lofti og á láði og skilgreina hlutverk einstakra flugvalla. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir mikilvægt að endurhugsa fyrir- komulagið. „Með alla þá ferðamenn sem koma hingað til lands og álag á vegakerfið, hefur verið fækkun í fluginu. Því þurfum við að endur- hugsa innanlandsflugið og nýta það betur. Við eigum að skoða þetta skipulag og athuga hvort við getum gert betur.“ Framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, Árna Gunnarssyni, líst ekki á hugmyndir ráðherrans. „Þetta myndi gera það að verkum að okkar kostnaður myndi aukast. Þá er verið að tala um að framlög sem hingað til hafa komið til reksturs Isavia myndu falla niður. Því myndu þeir rukka okkur notendur um kostnaðarverð. Þá myndi þurfa að hækka flugfar- gjöld verulega. Fyrir mér hljóma þessar hugmyndir sem afturhvarf til sérleyfakerfisins sem var afnumið 1997,“ segir Árni. Isavia gæti fengið þrjá stóru innanlandsflugvellina í útboði Sá möguleiki er nú kannaður í innanríkisráðuneytinu að bjóða út allt innanlandsflug og flytja þrjá stærstu flugvelli landsins, Akureyrar-, Reykjavíkur- og Egilsstaðaflugvöll, til Isavia en aðrir flugvellir yrðu reknir af Vegagerðinni. Starfshópur á að leggja fram tillögur um úrbætur að bættum flugsamgöngum innanlands. Flugvöllurinn í Skutulsfirði yrði færður til Vegagerðarinnar ef hugmyndir ná fram að ganga. Fréttablaðið/GVa Samfélag Tökulið kvikmyndar- innar Justice League hefur farið fram á að Vegagerðin auki þjónustu sína vegna vegarins á milli Djúpuvíkur og Hólmavíkur á meðan á tökum stend- ur. Vefsíða Markaðsstofu Vestfjarða greindi frá því fyrr í mánuðinum að áætlað væri að tökur hefjist í október eða nóvember. „Þeir biðja um að hafa moksturs- tæki alltaf tilbúin ef á þarf að halda,“ segir Jón Hörður Elíasson, rekstrar- stjóri hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Þar að auki segir hann farið fram á að leiðinni verði alltaf haldið renni- sléttri. „Þetta verður gert. Við stoppum þá ekki af,“ segir Jón Hörður og bætir því við að hann geri ráð fyrir að fram- leiðslufyrirtæki myndarinnar greiði kostnað umfram þá þjónustu sem venjulega er veitt, en vegurinn er venjulega mokaður tvo daga í viku á þessum árstíma. Fyrrnefnd vefsíða greindi jafnframt frá því að Hótel Djúpavík myndi hýsa að minnsta kosti 200 manns úr töku- liðinu en unnið væri að því að finna leikurum og öðru starfsfólki gistingu. Á meðal leikara myndarinnar eru Ben Affleck í hlutverki Leðurblökumanns- ins og Henry Cavill sem Ofurmennið. Zack Snyder, leikstjóri Batman v Superman sem skartaði þeim Cavill og Affleck, mun leikstýra myndinni en ekki er vitað hvaða leikarar koma til Íslands. – þea Ofurhetjur vilja meiri snjómokstur Ekki er vitað hvort leðurblökumaður- inn sjálfur hafi krafist rennisléttra vega. nordicphotoS/aFp Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmað- ur VG, er ekki hlynnt því að innan- landsflug yrði einkavætt í þessum skrefum. „Ég er alls ekki hlynnt einkavæðingu innanlandsflugsins og vallanna. Það er spurning hvern- ig fer fyrir minni völlunum ef þeir verða settir undir Vegagerðina og þurfa að bítast um vegafé sem ekki hefur nú dugað til venjulegs viðhalds vega. Mikilvægt er að það liggi skýrt fyrir hvernig fjármagna eigi rekstur vallanna. Önnur leið er fær þar sem farið verði inn í samþykktir Isavia og því gert skylt að setja ákveðið hlut- fall tekna sinna til annarra valla en Keflavíkurflugvallar,“ segir Bjarkey. sveinn@frettabladid.is Við eigum að skoða þetta skipulag og athuga hvort við getum gert betur. Ólöf Nordal. innanríkis­ ráðherra Fyrir mér hljóma þessar hugmyndir sem afturhvarf til sérleyfa­ kerfisins sem var afnumið 1997. Árni Gunnarsson, framkvæmda­ stjóri Flugfélags Íslands Það er spurning hvernig fer fyrir minni völlunum ef þeir verða settir undir Vega­ gerðina. Bjarkey Gunnars­ dóttir, þingmaður VG 2 9 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 f I m m t u D a g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -6 7 E 4 1 A B A -6 6 A 8 1 A B A -6 5 6 C 1 A B A -6 4 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.