Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.09.2016, Qupperneq 8
Martröð barnanna í Aleppo Frá því á föstudaginn hafa að minnsta kosti 96 börn fallið og 223 særst í austurhluta borgarinnar Aleppo í Sýrlandi, þar sem stjórnarherinn hefur með aðstoð Rússa varpað sprengjum daglega. „Börnin í Aleppo eru föst í raunverulegri martröð,“ sagði Justin Forsyth, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, þegar hann skýrði frá þessu í gær. Fréttablaðið/EPa VIÐSKIPTI Fyrrverandi starfsmenn breska bankans og tryggingafyrir- tækisins HBOS, sem er í eigu Lloyds Banking Group, þáðu stórgjafir, lúxusferðir til útlanda og þjónustu dýrra fylgdarkvenna til að koma á tengslum sem auðvelduðu sam- verkamönnum þeirra að taka yfir mörg illa stæð fyrirtæki. Svindlið er sagt hafa kostað bankann 317 millj- ónir dollara, að því er kemur fram á vef Bloomberg-fréttaveitunnar. Lög- reglurannsókn leiddi í ljós að ráð- gjafarfyrirtæki hafði mútað deildar- stjóra í bankanum gegn aðstoð við svindlið. Í bankakreppunni á Englandi bjargaði ríkið HBOS sem fór síðan undir stjórn Lloyds Banking Group. – ibs Meint vændi í milljarðasvindli SVÍÞJÓÐ Formenn sænsku þing- flokkanna hafa fundað vegna máls fyrrverandi starfsmanns á skrifstofu Svíþjóðardemókrata. Sænska ríkisút- varpið segir marga sérfræðinga telja að möguleg ógn stafi af manninum sem kallar sig Egor Putilov. Starfs- maðurinn hætti störfum á laugar- daginn eftir að afhjúpað var að hann hefði átt í fasteignaviðskiptum við rússneskan afbrotamann sem er með tengsl við rússnesk yfirvöld. Putilov er sagður hafa hagnast um sex milljónir sænskra króna á viðskiptunum. Greint hefur verið frá því að Putilov hafi gengið undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Þingflokksformaður Miðflokksins, Anders W. Jonsson, segir ekki nóg að Putilov hafi sagt starfi sínu lausu og hætt þegar í stað. Jonsson segir að Svíþjóðardemókratar verði að svara því hver maðurinn sé, hvers vegna hann hafi fengið háa fjárhæð frá rúss- neskum kaupsýslumanni og hver hafi látið hann fá verkefni. – ibs Ógn af starfsmanni í sænska þinginu sem gekk undir 5 nöfnum Starfsmaður Svíþjóðardemókrata í sænska þinginu hagnaðist um sex milljónir sænskra króna í viðskiptum við rússneskan afbrotamann. Hann hætti á laugardag. LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATORS - félag laganema við Háskóla Ísland Holland Óyggjandi sannanir eru fundnar um að rússneskt flugskeyti af gerðinni Buk 9M38 hafi verið notað til að skjóta niður malasíska farþegaþotu yfir austanverðri Úkra- ínu þann 17. júlí árið 2014. Þetta fullyrðir rannsóknarnefnd undir stjórn hollenskra sérfræð- inga, sem í gær kynnti skýrslu um rannsóknir sínar. Um borð í vélinni, sem var á leiðinni frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr, voru 298 manns sem allir létu lífið. Nefndin segir að flugskeytið hafi verið flutt ásamt skotbúnaði af gerðinni Buk-Telar frá Rússlandi fyrr um daginn. Flugskeytinu hafi verið skotið frá akri sem er í sex kílómetra fjarlægð suður af bænum Snizhne, sem þá var á valdi úkra- ínskra uppreisnarmanna. Rannsóknarnefndin segist hafa fundið hluta úr slíku flugskeyti á staðnum þar sem flugvélin hrapaði. Við rannsóknina hafi einnig verið notast við frásagnir vitna, ljós- myndir, myndbandsupptökur og símtöl. Rússar hafa alla tíð þvertekið fyrir að hafa átt þarna nokkurn hlut að máli. Þeir ítrekuðu það í gær, segja rannsóknina ómarktæka og hlutdræga, byggða á draumórum sem fyrirfram hafi átt að leiða af sér niðurstöður sem henti Vestur- löndum. „Allt til þessa dags hafa rann- sóknarmennirnir haldið áfram að hunsa þær yfirgnæfandi sannanir sem Rússar hafa útvegað, þrátt fyrir þá staðreynd að Rússar hafa einir lagt fram nákvæmar upplýsingar,“ segir í yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu hafa viljað nánari sam- skipti við Rússland, margir jafnvel aðskilnað svæðisins frá Úkraínu og sameiningu þess við Rússland. Úkraínustjórn og leiðtogar á Vest- urlöndum hafa sakað Rússa um að hafa veitt þeim hernaðaraðstoð, en Rússar segja jafnan ekkert hæft í því. Úkraínustjórn segir hins vegar að niðurstöður rannsóknarnefnd- arinnar sýni með ótvíræðum hætti að Rússar hafi átt beinan hlut að því að skjóta þotuna niður. Fulltrúar Ástralíu, Belgíu, Hol- lands, Malasíu og Úkraínu hafa hist í New York í tengslum við Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna til að ræða möguleikana á mál- sókn gegn Rússum. Ríkisborgarar frá öllum þessum löndum voru um borð í farþegaþotunni þegar hún var skotin niður. gudsteinn@frettabladid.is Rússar neita þrátt fyrir óyggjandi sannanir Rússar neita enn að hafa átt nokkurn þátt í að skjóta niður farþegaþotu yfir Úkra ínu fyrir tveimur árum. Rannsóknarnefnd segir að flugskeytið hafi verið rússneskt og því verið skotið upp frá svæðum uppreisnarmanna í Úkraínu. rússnesk flugskeyti og skotbúnaður af svipaðri gerð og notaður var til að skjóta þotuna niður. rannsóknarnefndin kynnti niðurstöður sínar í gær. Fréttablaðið/EPa bankinn er sagður hafa tapað 317 millj- ónum dollara. NordicPHotoS/GEtty 317 milljónir dollara kostaði svindlið HBOS-bankann. Sænska ríkisútvarpið segir marga sérfræðinga telja að möguleg ógn stafi af manninum sem kallar sig Egor Putilov. 298 manns fórust með farþega- þotunni sem skotin var niður 17. júlí árið 2014. 2 9 . S e P T e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U d a G U r8 F r é T T I r ∙ F r é T T a b l a Ð I Ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -8 F 6 4 1 A B A -8 E 2 8 1 A B A -8 C E C 1 A B A -8 B B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.