Fréttablaðið - 29.09.2016, Side 12

Fréttablaðið - 29.09.2016, Side 12
Darren leiðsögumaður fræðir fólk um allt milli norðurljósa og jarðar. Hann kemur frá Bandaríkjunum og sagði nokkra brandara á leiðinni – meðal annars um Donald Trump sem fór misjafnlega í gestina. Ljósadýrðin náði hámarki í gær en mikið fjör var í ferð Gray Line í Ölfus á þriðjudag þar sem ljósmengun er lítil sem engin og því góður staður til að njóta sýningarinnar. Hungjai, Jennifer og Katelyn frá Hong Kong voru þarna fyrsta kvöldið sitt á Íslandi og komu aðallega til að sjá norður- ljósin. Sjálf norðurljósavertíðin hefst ekki fyrr en í október. Þá koma flestir gagngert til landsins til að sjá norðurljósin. Í könnun Höfuðborgarstofu frá 2014 kom í ljós að um 70% ferðamanna komu hingað til lands til að sjá norðurljós og völdu Ísland fram yfir Noreg vegna verðlags. Þó ljósadýrðin hafi sjaldan verið meiri í himinhvolfunum og búið sé að ferðast hálfan hnöttinn til að sjá þau varð Katelyn að láta umheiminn vita og setti inn mynd á Fésbókina. Hún fékk 806 læk. Norðurljósin hafa skartað sínu fegursta að undanförnu. Þúsundir ferðamanna hafa pantað sér ferðir með ferðaskrif- stofum víða um land og fór ljósmyndari Frétta- blaðsins með í eina slíka í Ölfus á þriðjudag. Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykja- vík Excurs ions, segir að síminn hafi varla stoppað á skrifstofunni og fjölmargir ferðamenn vilji komast í ferðir til að dást að ljósadýrðinni. Norðurljósatíðin hefst fyrir alvöru í október en samkvæmt könnun Höfuðborgarstofu frá 2014 segist mikill meiri- hluti koma til landsins til að njóta dans norður- ljósanna. Norðurljósin dönsuðu um himininn og áhorfendur fylgdust agndofa með Ernir Eyjólfsson ernir@365.is 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r12 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -7 6 B 4 1 A B A -7 5 7 8 1 A B A -7 4 3 C 1 A B A -7 3 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.