Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 29.09.2016, Qupperneq 16
Tap var á rekstri félagsins Bioeffect ehf. um 11 milljónir króna árið 2015. Viðsnúningur var hjá félaginu en árið áður nam hagnaður félagsins 3,1 millj­ ón króna. Bioeffect framleiðir og selur snyrti­ vörur og innihaldsefni fyrir snyrti­ vörur. Auk þess rannsakar félagið inni­ haldsefni fyrir snyrtivörur og þróar afurðir úr þeim, að því er kemur fram í ársreikningi félagsins. Vörur Bioeffect eru seldar í yfir þúsund verslunum í yfir þrjátíu löndum. Eins og Mark­ aðurinn greindi frá á dögunum voru vörur félagsins nýlega teknar til sölu í Harrods á Englandi. Heildarvelta félagsins árið 2015 nam 713 milljónum króna, samanbor­ ið við 573 milljónir króna árið 2014, og jókst því um 24,5 prósent milli ára. Eigið fé í árslok 2015 nam 44,4 millj­ ónum króna, og dróst saman milli ára. Eignir í árslok námu 339 milljónum króna, samanborið við 289 milljónir króna í árslok 2015. Bioeffect er í eigu ORF líftækni hf. – sg Bioeffect tapaði 11 milljónum Viðskipti Misvísandi frásagnir hafa verið í fjölmiðlum á undanförnum dögum vegna mögulegrar björgunaráætl­ unar þýskra stjórnvalda um þýska bankarisann Deutsche Bank, en bankinn stendur nú frammi fyrir því að greiða allt að 14 milljarða dollara, 1.600 milljarða íslenskra króna, sekt til bandarískra stjórnvalda. Sektin jafngildir nærri því markaðsvirði bankans, sem nam 18 milljörðum dollara, 2.000 milljörðum króna, í byrjun viku. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa lækkað um 51,5 prósent það sem af er ári. Lækkunin hófst í byrjun árs sökum þess að fjárfestar óttuðust eig­ infjárstöðu bankans og að hann væri of tengdur orkugeiranum. Á síðustu þremur dögum hefur gengi hluta­ bréfa í bankanum hins vegar lækkað um fjögur prósent, meðal annars vegna þess að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um sekt á hendur bankan­ um að fjárhæð 1.600 milljarðar króna vegna ásakana bandarískra stjórn­ valda um að bankinn hafi selt undir­ málslán sem öruggari lán en þeir vissu að þau væru fyrir um áratug. Í gær var tilkynnt um það að Deutsche hefði selt breska trygg­ ingafélagið Abbey Life til Phoenix Group Holdings. Söluverðið er 1,22 milljarðar dollara, jafnvirði 140 millj­ arða íslenskra króna. Þetta ýtti undir hækkun hlutabréfa í Deutsche. Forsvarsmenn Deutsche Bank hafa á síðustu dögum lýst því yfir að þeir hafi engar áætlanir um að greiða heildarsektina, en sögulega eru dæmi um að bankar, til að mynda Goldman Sachs, hafi getað samið um lægri fjár­ hæðir. Í gærmorgun sagði framkvæmda­ stjóri bankans, John Cryan, í samtali við þýska blaðið Bild að ekki væri þörf á fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum. Þvert á þessa yfirlýsingu greindi Die Ziet frá því að þýska ríkis stjórnin og fjármálayfirvöld væru að setja saman björgunaráætlun fyrir bankann. Reu­ ters greindi svo frá því að þetta væri ekki rétt. Die Zeit mun fjalla um björgunar­ áætlunina á morgun en hún felur meðal annars í sér að hlutar bankans yrðu seldir til annarra fjármálastofn­ ana ef hann gæti ekki greitt sektina á hagkvæmu verði. Í versta falli myndi hins vegar ríkið eignast allt að 25 pró­ senta hlut í bankanum. Þetta myndi auðvelda sameiningu við Commerz­ bank, sem er að 15 prósenta hluta í eigu ríkisins. Forbes greinir frá því að Deutsche Bank hafi í raun aldrei jafnað sig af efnahagskreppunni árið 2008, bankinn standi ennþá veikum fótum, sé undirfjármagnaður og standi enn frammi fyrir alls kyns sektum. Í raun hafi hlutabréfaverðið verið á niður­ leið frá árinu 2009, en aldrei fallið jafn hratt og í ár. Deutsche átti í upphafi von á 2,4 milljarða sekt. Forbes greinir frá því að í ljósi þess verði lokafjárhæðin sem bankinn greiði í sekt á milli 2,4 og 14 milljarða dollara. saeunn@frettabladid.is Deutsche Bank á barmi falls Þýski bankarisinn Deutsche Bank stendur frammi fyrir himinhárri sekt bandarískra stjórnvalda sem nemur næstum því markaðsvirði bankans. Tvennum sögum fer af því hvort þýsk yfirvöld muni bjarga honum. John Cryan, framkvæmdastjóri Deutsche, sagði í gær að ekki væri þörf á fjár- hagsaðstoð frá stjórnvöldum. Fréttablaðið/Getty Kristinn D. Grétarsson er forstjóri OrF líftækni. Fréttablaðið/Daníel 1.600 milljörðum króna nemur sekt bandarískra yfirvalda. 51,5% lækkun hefur orðið á hluta- bréfum í Deutsche Bank það sem af er ári. - með þér alla leið - 569 7000 Lágmúla 4 www.miklaborg.is Nánari upplýsingar veita: Glæsilegar 99,8 - 195f fm útsýnisíbúðir Aukin lofthæð í öllum íbúðum Sér bílastæði í upphituðu bílahúsi Sérlega vandaðar innréttingar og tæki Húsin einangruð að utan og klædd með álklæðningu Allar íbúðir í Garðatorgi 4 eru seldar 3 íbúðir eftir í 2a Jórunn Skúladóttir lögg. fasteignasali Sími: 845 8958 jorunn@miklaborg.is Jason Ólafsson aðstm.fasteignasala Sími: 775 1515 jason@miklaborg.is Garðatorg 2a og 2b OPIÐ HÚS Sýningaríbúð í 2a, íbúð 604 fimmtudaginn 29.sept. kl.17:00-18:00 Byggingaraðili á Garðatorgi er ÞG Verk ehf. sem ábyrgist traust, gæði og áreiðanleika í viðskiptum 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r16 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -4 F 3 4 1 A B A -4 D F 8 1 A B A -4 C B C 1 A B A -4 B 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.