Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 26
Í því flóði frétta frá Bretlandi sem fylla fjölmiðlana má vera að það hafi farið framhjá ykkur að nýr sendiherra Bretlands er tekinn við á Íslandi. Sá maður er ég, sem kem í stað Stuarts Gill. Það var mér heiður að fá að afhenda forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, trúnaðar- bréf mitt þann 20. september. En hvers vegna er ég hér? Fyrir því eru bæði persónulegar og emb- ættistengdar ástæður. Ég ólst upp á Norður-Írlandi, sem deilir með Íslandi sögu eyþjóðartilveru og efnahags sem byggst hefur á land- búnaði (þótt efnahagslífið sé nú á dögum byggt á öllu fleiri stoðum). Allir þekkja hin sterku keltnesku víkingaaldartengsl milli Írlands og Íslands. Og veðurfarið er svipað! Það vill meira að segja svo til að N-Írland og Ísland deila svipaðri far- sæld á fótboltasviðinu. Bæði Norður- Írar og Íslendingar voru hamingjan uppmáluð yfir því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla í sumar (af dipló- matískum ástæðum sleppi ég því að nefna hvernig fór fyrir landsliði annars lands sem ég er fulltrúi fyrir, Englands …). Í síðasta starfi mínu sem sendiherra í Malaví hafði ég líka íslenskar tengingar, þar sem bæði Bretland og Ísland veita Malavíbúum mikilvæga þróunaraðstoð. Þannig að það er nánast eins og forlögin hafi ætlað mér að koma til Íslands. Við hjónin áttum þess kost að kynnast töfrum þessa fallega lands lítillega þegar við heimsóttum vinafólk í Reykjavík árið 2006. Sú gæfa að fá að þjóna hér sem sendi- herra mun gera okkur báðum kleift að breikka og dýpka til muna tengsl okkar við landið. Fjölþætt erindi Hvað varðar embættiserindi mitt hingað þá er það fjölþætt: Að byggja upp enn sterkari, dýpri og víðtækari tengsl milli Bretlands og Íslands. Þegar embættistíð minni hér lýkur vil ég geta bent á aukn- ingu í viðskiptum og gagnkvæmri fjárfestingu; eflt samstarf um það helsta sem er á dagskrá heimsmál- anna: loftslagsbreytingar, hagvöxt og þróun, fólksflutninga, öryggi, heilbrigðismál; fleiri ferðamenn og námsmenn á báða bóga; og að almenningur á Íslandi skynji betur nærveru Bretlands og áhrif þess á Íslandi og á heimsvísu. Ég tel mig hafa komið á réttum tíma. Gagnkvæmur áhugi þjóðanna hvorrar á annarri hefur senni- lega aldrei verið meiri. Ásamt úrvalsdeildinni (sjálfur styð ég Manchester United) sýna Íslending- ar mikinn áhuga á þróuninni sem úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur í för með sér, líka hér á Íslandi. Einfalda svar mitt við þessu síð- astnefnda er að það býður upp á tækifæri fyrir bæði lönd. Að Bret- land segi sig úr ESB þýðir ekki að Bretar yfirgefi Evrópu og banda- menn sína eins og Ísland. Við erum satt að segja enn staðráðnari en áður í að láta að okkur kveða á alþjóðavettvangi: framsækið ríki sem er opið fyrir viðskiptum, beitir sér fyrir umgjörð alþjóðaviðskipta sem skilar öllum ávinningi, í gegn- særra alþjóðakerfi byggðu á sann- gjörnu regluverki. Við munum eftir sem áður vera í forystuhlutverki við að takast á við helstu áskoranir sam- tímans, eins og ég taldi upp hér að framan. Bretland er ekki að draga sig í hlé frá Evrópu og umheiminum, heldur þvert á móti. Bretland verður virkara á alþjóðavettvangi. Ekki einangrunarsinnað heldur sam- starfsfúst. Það eru ekki hagsmunir Bretlands að setja heftandi reglur um viðskipti eða gera aðrar breytingar sem hafa hugsanleg neikvæð áhrif á efna- hagslega farsæld landa okkar. Né heldur að draga sig út úr öryggis- og alþjóðasamstarfi. Bretland vill því ekki minna af Íslandi. Bretar vilja meira af því. Ég vonast eftir stuðn- ingi ykkar við þá viðleitni. Eflum tengslin Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi Eins og öllum er ljóst á heilsu-gæslan að vera fyrsti viðkomu-staður fólks í heilbrigðiskerf- inu. Til þess að svo megi verða þarf heilsugæslan að fá möguleika á að sinna því hlutverki. Á undanförnum misserum hafa starfsmenn ráðu- neytis heilbrigðismála og Sjúkra- trygginga Íslands í samstarfi við starfsmenn í heilsugæslunni unnið að því að taka í notkun reiknimódel sem tryggja á réttláta skiptingu þess fjármagns sem fer í málefnið. Svo virðist sem það gangi nokkuð vel þó að enn sé eftir að ljúka verkinu þannig að fullkomið réttlæti náist. Bjartsýni er um að með þessum hætti muni þjónusta heilsugæslu- stöðva verða jafnari eftir svæðum. Vonandi tekst að styrkja framþróun, gæðastarf og samstarf milli heilsu- gæslustöðva og ekki síður samstarf þessara aðila við Landspítalann. Við notkun á reiknilíkani og kröfulýsingu í rekstrinum er stuðst við sænska fyrirmynd sem er stað- færð að okkar kerfi. Laun starfs- manna eru nokkuð sambærileg milli landanna og er þó einhver munur þar milli stétta en t.d. eru laun lækna nokkuð svipuð. Þrátt fyrir það er áætlað hérlendis mun minna fjármagn til heilsugæslunnar en reiknilíkanið (í Svíþjóð) gerir ráð fyrir og munar líklegast um 30%. Þó svo að nú 2016 hafi fjármagnið verið aukið þá vantar mikið upp á til að ná draumastöðunni, þ.e. þeirri upp- hæð sem Svíar leggja í heilsugæslu sína. Árið 2008 var fjármagnið sem við leggjum heilsugæslunni á höfuð- borgarsvæðinu til 9% hærra en nú (framreiknað) þó svo að íbúum hafi fjölgað um 17 þúsund manns. Það má því velta fyrir sér hvort það komi ekki niður á heilsugæslunni og þeirri þjónustu sem hún veitir. Rétt fjármagn Nú eru spennandi tímar og búið er að semja við einkaaðila um rekstur tveggja nýrra heilsugæslustöðva. Við sem störfum við heilbrigðis- þjónustuna bíðum eftir að sjá við- bótarfjárveitingu vegna þessara stöðva þannig að um raunverulega viðbót sé að ræða. Reikna má með að rekstur á einni heilsugæslustöð í dag sé 200-400 milljónir króna og með þessum tveimur nýju stöðvum hlýtur því að koma aukið fjármagn sem þarf til viðbótar, hér er jú um að ræða tvær heilsugæslustöðvar. Það væri einsdæmi að hefja rekstur tveggja heilsugæslustöðva án þess að leggja þeim til rekstrarfé og því hljótum við að treysta því að svo verði. Það er væntanlega forsenda þess að þetta sé styrking fyrir heilsu- gæslu á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum ekki bara halda í horf- inu, við verðum að styrkja þessa grunnþjónustu þannig að Land- spítalinn geti frekar sinnt sínum sjúklingum og heilsugæslan sínum. Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliður í heilsugæslunni og með nýju greiðslumódeli verður dreifing fjármagns réttlátari og með því að hafa það fjármagn rétt mun heilsugæslan á höfuðborgar- svæðinu batna til muna og þannig heilbrigðisþjónustan í heild. Sam- starf heilsugæslu og Landspítala hefur aukist, gæði þjónustunnar eru meiri með auknum fjölda starfs- manna og mikilvægt að þeirri þróun verði haldið áfram okkur öllum til hagsbóta. Stöndum vörð um heilsugæsl- una, tryggjum henni eðlilega fjár- veitingu. Tryggjum eðlilega fjármögnun heilsugæslunnar Óskar Reykdalsson starfandi framkvæmda- stjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins Ég tel mig hafa komið á réttum tíma. Gagnkvæmur áhugi þjóðanna hvorrar á annarri hefur sennilega aldrei verið meiri. Við viljum ekki bara halda í horfinu, við verðum að styrkja þessa grunnþjónustu þannig að Landspítalinn geti frekar sinnt sínum sjúkling- um og heilsugæslan sínum. Í fyrri greinum um efnið var farið í gegn um mikilvægi þess að hlúa vel að ferðamannastöðum með faglegum vinnubrögðum og hvernig það skilaði sér í auknum tekjum og bættri ímynd landsins. Aðdráttarafl staða Með aukinni hnattvæðingu er farið að bera á því að samfélög taki sig saman um að þróa sérkenni staða í þeim tilgangi að þeir veki athygli og standi upp úr í stöðugt stærri hring- iðu upplýsinga í heiminum. Mark- miðið er einatt að laða fólk að, bæði ferðamenn og þá sem hafa hug á að setjast að. Það hefur einnig sýnt sig að sérkenni staða hafa oft jákvæð áhrif á staðarval fyrirtækja. Ástæð- an er hin einfalda staðreynd að vel hannað umhverfi hefur jákvæð áhrif á vellíðan fólks. Á fagmáli skipu- lagsfræðinga er þetta kallað attract- ivity[vi], eða aðdráttarafl[vii] eins og það gæti útlagst á íslensku. Er það þá sett í samhengi við aukinn hag- vöxt á svæðum sem verið er að þróa. Sérkenni staða er hægt að þróa út frá staðháttum, menningu, hefðum eða öðrum þáttum sem geta leitt til aukinnar búsetu, skapað atvinnu- tækifæri og þar af leiðandi eflt hag- vöxt þegar til lengri tíma er litið. Hér á landi mættu menn kynna sér þá þætti sem lúta að aðlöðunar- afli innan ferðamannageirans fyrst og fremst til að sporna við niður- níðslu, en einnig til að auka sjálf- bærni ferðamannastaða. Þetta á bæði við um vistrænar og fjárhags- legar hliðar málsins vegna þess að ferðamannastaðir verða óhjá- kvæmilega að geta staðið undir sér. Hér þurfa stjórnvöld að útbúa kerfi til fjármögnunar á góðum og sjálfbærum verkefnum með hvöt- um sem verðlauna metnaðarfull áform, og sýna fordæmi í tengslum við þróun mikilvægra áfangastaða, meðal annars með því að nota góða hönnuði í verkin. Fjárfestingar af þessu tagi eru furðu fljótar að skila sér aftur til ríkissjóðs því að við- haldskostnaður lækkar mikið í vel skipulögðu umhverfi og ánægðir ferðamenn skila auknum tekjum þegar upp er staðið. Vörumerking Mig langar til að enda þetta á lítilli frásögn af þorpinu Krumbach í fjallahéraðinu Vorarlberg í vestur- hluta Austurríkis. Fyrir nokkrum árum ákváðu menn þar á bæ að ganga skrefi lengra en flestir í að vekja athygli á sér og hversu aðlað- andi staðurinn er. Svæðið er þekkt fyrir aldagamla byggingarhefð og notkun á sjálfbæru og staðbundnu byggingarefni. Haft var samband við forstöðumann arkitektasafns Austurríkis og var hann beðinn um að koma með tillögur að því hvernig menn gætu endurnýjað byggingar- hefð staðarins. Eftir stutta umhugs- un stakk hann upp á því að erlendir arkitektar yrðu ráðnir til að hanna strætóskýli sem gætu sýnt almenn- ingi að hefð er ekki fast og óhaggan- legt hugtak, heldur afurð stöðugrar þróunar. Með þessu sá hann að þorpið gæti styrkt ímynd sína sem sjálfbært og kolefnishlutlaust sam- félag og gert það nánast að „vöru- merki“ sínu. Var teiknistofa okkar þess aðnjótandi að taka þátt í þessu verkefni[i]. Hugmyndin um „vörumerkingu“ eða branding[ii] er ekki ný, en er farin að skjóta æ oftar upp koll- inum í arkitektúr síðustu árin. Eru menn þá iðulega að notfæra sér arkitektinn í að túlka umhverfið beint eða óbeint innan fyrirfram ákveðins ramma. Aðferð þessa mætti einnig nota við þróun svæða á Íslandi enda búa flestir staðir á landinu yfir ógrynni af efniviði sem upplagt væri að miðla með aðstoð byggingarlistar. Vestfirðir hafa þegar farið af stað með að tengja svæðið við náttúrulaugar með aðstoð samstarfshópsins Vatna- vina. Fleiri héruð mættu spreyta sig á svipuðu í framtíðinni og þar með gera menningu og náttúru Íslands aðgengilega og í senn aðlaðandi fyrir umheiminn. Í þessum þremur greinum hefur mikilvægi fjárfestinga í innviðum ferðamannaþjónustunnar á Íslandi verið rakið. Eins og mál standa eru gæði ferðamannastaða lítið í brenni- depli og heildræna menningarstefnu ferðamannaiðnaðarins vantar. Snúa þarf áherslunum frá magni í gæði svo að gestir og gangandi öðlist betri þekkingu á djúpstæðum tengslum náttúru okkar og menningar. [vi] www.telemarksforsking.no/ publikasjoner/filer/2301.pdf [vii] Making our cities attractive and sustainable, How the EU contributes to improving the urban environ- ment; ec.europa.eu/environment/ europeangreencapital/wp-content/ uploads/2011/08/Making-our-cities- attractive-and-sustainable.pdf [i] www.kulturkrumbach.at/ [ii] en.wikipedia.org/wiki/Place_ branding Arkitektúr og túrismi – þriðji hluti Dagur Eggertsson prófessor í arki- tektúr og rekur arkitektastofuna Rintala Eggerts- son arkitektar í Ósló og Bodö í Noregi Það er mjög gott er að heyra að þjóðin vill heilbrigðismál númer eitt á forgangslist- anum fyrir þessar kosningar. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lýst því að hann sé sömu skoðunar og það er frábært. Einhver besta umbót sem gerð hefur verið á heilbrigðis- kerfinu hér á landi á síðustu árum að mínum dómi er stofnun Leiðar- ljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, ólæknandi og lífshættulega sjúkdóma. Forstöðu- maður þess er Bára Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun og baráttumaður fyrir þessi börn um árabil. Persónumiðuð þjónusta er þar þungamiðjan, enda einmitt það sem við þurfum að efla í okkar heil- brigðisþjónustu. Ég hlakka til að horfa á Leiðar- ljós, sem þjóðin safnaði fyrir 70 milljónum í landssöfnun á RÚV, inn í framtíðina sem styrka stoð að bættu heilbrigðiskerfi. Hér verðum við að standa saman þjóðin, til að tryggja áframhaldandi persónulega þjónustu í þessa veru. Draumur okkar er næst að aðstoða börn með kvíða- og geðraskanir með sama módeli og Leiðarljós notar, draumur sem auðvitað á að verða að veruleika miðað við velgengni Leiðarljóss. Sigurvegarar í heilbrigðisþjónustu Elín Hirst alþingismaður 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -9 4 5 4 1 A B A -9 3 1 8 1 A B A -9 1 D C 1 A B A -9 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.