Fréttablaðið - 29.09.2016, Page 40

Fréttablaðið - 29.09.2016, Page 40
Þó að Evrópa sé á útivelli er Norður-Írinn Rory McIlroy vinsæll hjá Bandaríkjamönnum og var mikið að gera í áritunum hjá honum í gær. fRéttaBlaðIð/gEtty Í dag 16.55 Hapoel - So’ton Sport 19.00 Bilbao - Rapid Vín Sport3 19.00 Man. Utd - Zorya Sport 19.00 Dundalk - Maccabi Sport2 21.00 Ryder Cup Golfstöðin 18.30 ÍBV - Stjarnan Eyjar 19.30 Haukar - fram Schenkerh. Walcott heldur betur allt annar leikmaður en undan- farin ár, skemmtilegt að sjá hversu vel hann og Sanchez ná saman. Pétur Örn Gíslason @peturgisla Nýjast Heimild: PGA.com Myndir: Getty Images Dustin Johnson bna aldur: 32 Heimslisti: 2 Ryder-reynsla: 2 Árangur (S-J-t): 4-3-0 Jordan Spieth bna aldur: 23 Heimslisti: 4 Ryder-reynsla: 1 Árangur (S-J-t): 2-1-1 Phil Mickelson bna aldur: 46 Heimslisti: 15 Ryder-reynsla: 10 Árangur (S-J-t): 16-19-7 Patrick Reed bna aldur: 26 Heimslisti: 8 Ryder-reynsla: 1 Árangur (S-J-t): 3-1-0 Jimmy Walker bna aldur: 37 Heimslisti: 16 Ryder-reynsla: 1 Árangur (S-J-t): 1-1-3 Brooks Koepka bna aldur: 26 Heimslisti: 22 Ryder-reynsla: Nýliði Brandt Snedeker bna aldur: 35 Heimslisti: 23 Ryder-reynsla: 1 Árangur (S-J-t): 1-2-0 Zach Johnson bna aldur: 40 Heimslisti: 28 Ryder-reynsla: 4 Árangur (S-J-t): 6-6-2 Rickie Fowler n bna aldur: 27 Heimslisti: 9 Ryder-reynsla: 2 Árangur (S-J-t): 0-4-4 J.B. Holmes n bna aldur: 34 Heimslisti: 21 Ryder-reynsla: 1 Árangur (S-J-t): 2-0-1 Matt Kuchar n bna aldur: 38 Heimslisti: 17 Ryder-reynsla: 3 Árangur (S-J-t): 4-5-2 Ryan Moore n bna aldur: 33 Heimslisti: 31 Ryder-reynsla: Nýliði Fyrirliði: Davis Love III n Val fyrirliða ✿ Lið Bandaríkjanna Rory McIlroy nír aldur: 27 Heimslisti: 3 Ryder-reynsla: 3 Árangur (S-t-J): 6-4-4 Danny Willett eng aldur: 28 Heimslisti: 10 Ryder-reynsla: Nýliði Henrik Stenson sví aldur: 40 Heimslisti: 5 Ryder-reynsla: 3 Árangur (S-t-J): 5-4-2 Chris Wood eng aldur: 28 Heimslisti: 32 Ryder-reynsla: Nýliði Sergio Garcia spá aldur: 36 Heimslisti: 12 Ryder-reynsla: 7 Árangur (S-J-t): 18-9-5 Justin Rose eng aldur: 36 Heimslisti: 11 Ryder-reynsla: 3 Árangur (S-J-t): 9-3-2 Rafa Cabrera-Bello spá aldur: 32 Heimslisti: 30 Ryder-reynsla: Nýliði Andy Sullivan eng aldur: 30 Heimslisti: 50 Ryder-reynsla: Nýliði Matt Fitzpatrick eng aldur: 22 Heimslisti: 44 Ryder-reynsla: Nýliði Martin Kaymer n þýs aldur: 31 Heimslisti: 48 Ryder-reynsla: 3 Árangur: (S-J-t): 4-3-3 Thomas Pieters n bel aldur: 24 Heimslisti: 42 Ryder-reynsla: Nýliði Lee Westwood n eng aldur: 43 Heimslisti: 46 Ryder-reynsla: 9 Árangur (S-J-t): 20-15-6 Fyrirliði: Darren Clarke n Val fyrirliða ✿ Lið Evrópu GoLF Baráttan um Ryder-bikarinn fer fram á Hazeltine-golfvellinum í Minneapolis um helgina. Það er mikil pressa á Bandaríkjamönnum á heimavelli. Evrópa hefur unnið síðustu þrjár keppnir um bikarinn eftirsótta og Bandaríkjamenn munu ekki sætta sig við enn eitt tapið. Þeir hafa tapað sex af síðustu sjö. Sérstaklega í ljósi þess að þeirra lið er mun sterkara á papp- írnum góða og Evrópa mætir til leiks með heila sex nýliða. Þetta skemmtilega golf- mót er nefnt eftir enska kaupsýslumanninum Samuel Ryder sem gaf bikarinn góða sem keppt hefur verið um síðan 1927. Þetta mót er eins og Ó ly m p í u l e i k a r n i r fyrir kylfinga, og margir þeirra nenntu ekki til Ríó, því enginn kylfingur fær greitt fyrir þátttöku á þessu móti. Tiger Woods verður ekki í liði Bandaríkjanna að þessu sinni enda búinn að vera fjarverandi lengi vegna meiðsla. Hann verður þó á staðnum sem varafyrirliði liðsins. Tiger verður í því að peppa menn upp. Þessi ótrúlegi kylfingur á árum áður virðist taka sínu nýja hlutverki af auðmýkt. Hann reyndi að lauma sér inn á liðsmyndatöku liðsins og fór ekki fyrr en ljósmyndarinn bað hann í annað sinn um að fara. Allt liðið hló hressilega að þessu uppátæki Tigers. „Ég er svo ánægður með að sjá hversu vel undirbúinn og tilbúinn hann er í þetta. Við höfum átt frábær samtöl og hann er mjög nákvæmur í öllu. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur verið að gera,“ sagði Phil Mickelson sem er að taka þátt í Ryder-bikarnum ellefta mótið í röð. Bara nærvera Tigers mun hjálpa bandaríska liðinu mikið, segir Skot- inn Colin Montgomerie sem var fyrir- liði evrópska liðsins árið 2010. „Það verður erfitt fyrir nýliðana okkar að sjá hann standa þarna á vellinum. Áhorfendur verða að kalla nafn hans og það er mikil nærvera af honum sem hefur jákvæð áhrif fyrir bandaríska liðið,“ sagði Mont- gomerie. Stærsta stjarna Evrópu er Rory McIlroy og hann vill vinna bikarinn fyrir fyrirliða liðsins, Darren Clarke. Þeir eru báðir frá Norður-Írlandi og Clarke var átrúnaðargoð McIlroy er hann var að alast upp. Draumurinn rættist síðan er hann hitti Clarke á tíu ára afmæli sínu. Þeir hafa haldið sambandi og verið vinir síðan. „Ég hef alltaf viljað vinna fyrir fyrirliðann en aldrei eins mikið og nú því Darren er fyrirliði og samband okkar hefur alltaf verið frábært,“ sagði McIlroy sem hefur aldr- ei tapað í Ryder-bikarnum. „Ég man að Darren sagði við mig á tíu ára afmælinu að ég yrði að æfa og æfa. Ég hef aldrei gleymt þeim degi og minningar frá honum eru mér ofarlega í huga þessa dagana. Eins og áður segir er leikið á hinum skemmtilega Hazeltine-velli en þetta er í fyrsta skipti sem Ryderinn er spil- aður þar. Völlurinn er par 71 og var opnaður árið 1962. Hann er mjög langur og hentar því högglengri kylf- ingum. Þrjár par 5 holur eru yfir 550 metra langar. Aðalhola vallarins er 16. holan en mörgum kylfingum finnst hún vera erfiðasta par 4 hola í heimi. Upp- hafshöggið þarf að fara 220 metra yfir vatn. Flötinni hallar síðan í allar áttir. Uppstillingu vallarins hefur aðeins verið breytt og 16. holan er því 7. holan á þessu móti. Mótið verður sett í kvöld og hefst síðan í hádeginu á föstudag. Golf- stöðin mun sýna beint frá mótinu alla keppnisdagana. Pressan er á bandaríska liðinu Það er þjóðhátíð fram undan hjá golfáhuga- mönnum þar sem Ryder-bikarinn hefst á morgun. Þetta er uppáhaldsmót margra. Evrópa hefur unnið þrjú síðustu mót og Bandaríkjamenn ætla að vinna bikarinn til baka á heimavelli. Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Meistaradeild Evrópu, riðlakeppni A-riðill arsenal - Basel 2-0 1-0 Theo Walcott (7.), 2-0 Theo Walcott (26.). ludogorets - PSg 1-3 1-0 Natanael (16.), 1-1 Blaise Matuidi (41.), 1-2 Edison Cavani (56.), 1-3 Edison Cavani (60.). Staðan: PSG 4, Arsenal 4, Ludogorets 1, Basel 1. B-riðill Besiktas - Dynamo Kiev 1-1 1-0 Ricardo Quaresma (29.), 1-1 Viktor Tsigankov (65.). Napoli - Benfica 4-2 1-0 Marek Hamsik (20.), 2-0 Dries Mertens (51.), 3-0 Arkadiusz Milik (54.), 4-0 Dries Mertens (58.), 4-1 Goncalo Guedes (71.), 4-2 Eduardo Salvio (86.). Staðan: Napoli 6, Besiktas 2, Dynamo Kiev 1, Benfica 1. C-riðill gladbach - Barcelona 1-2 1-0 Thorgan Hazard (34.), 1-1 Arda Turan (65.), 1-2 Gerard Pique (74). Celtic - Man. City 3-3 1-0 Moussa Dembélé (3.), 1-1 Fernandinho (12.), 2-1 Raheem Sterling (20., sm.), 2-2 Raheem Sterling (28.), 3-2 Moussa Dembélé (47.), 3-3 Nolito (55.). Staðan: Barcelona 6, Man. City 4, Celtic 1, Mönchengladbach 0. D-riðill atlético - Bayern 1-0 1-0 Yannick Carrasco (35.). Rostov - PSV Eindhoven 2-2 1-0 Dmitry Poloz (9.), 1-1 Davy Proepper (14.), 2-1 Dmitry Poloz (38.), 2-2 Luuk de Jong (45.). Staðan: Atlético 6, Bayern 3, PSV Eindhoven 1, Rostov 1. olís-deild karla afturelding - fH 27-26 Mörk afturelding: Birkir Benediktsson 8, Mikk Pinnonen 7, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Elvar Ásgeirsson 1, Kristinn Hrannar Elísberk 1, Gunnar Krist- inn Malmquist 1. Mörk fH: Einar Rafn Eiðsson 7, Ágúst Birgisson 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Jóhann Birgir Ing- varsson 4, Arnar Freyr Ársæsson 1. Efri Aftuelding 8 Grótta 7 Stjarnan 6 FH 5 ÍBV 5 Neðri Selfoss 4 Fram 3 Valur 2 Haukar 2 Akureyri 0 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R28 S P o R T ∙ F R É T T A B L A ð I ð Sport 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B A -9 9 4 4 1 A B A -9 8 0 8 1 A B A -9 6 C C 1 A B A -9 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.