Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 10
Vísindi Um þrjúleytið í dag að íslensk- um tíma er áætlað að geimfar frá evr- ópsku geimvísindastofnuninni ESA lendi á reikistjörnunni Mars. Þetta verður í fjórtánda sinn sem reynt er að koma geimfari til lendingar á mars, en í áttunda sinn sem það tekst. Geimfarið Schiaparelli var leyst frá móðurferju sinni á sunnudaginn, en móðurferjan TGO fer í dag á sporbraut um Mars og gerist það um svipað leyti og Schiaparelli lendir, eða laust fyrir klukkan þrjú að íslenskum tíma. Tilgangurinn er að leita að ummerkjum um líf á rauðu plánet- unni, sem svo er nefnd. Þetta er fyrsti leiðangurinn til Mars sem sérstaklega er ætlað leita þar að lífsmarki. Þetta er fyrri hluti leiðangursins, sem nefndur hefur verið ExoMars, en árið 2018 er áætlað að önnur geimflaug frá ESA lendi á Mars með búnað til að gera enn frekari rannsóknir. Þessi fyrri leiðangur á jafnframt að undirbúa seinni leiðangurinn með því að prófa lendingarbúnað og finna hentugan lendingarstað. Vísindamenn segja ýmislegt benda til þess að líf geti hafa þrifist á Mars í einhverju formi. Það geti jafnvel enn verið að finna þar. ESA hefur einu sinni áður reynt að koma geimfari til Mars. Það var Beagle 2 sem Bretar smíðuðu og komst reynd- ar til Mars árið 2003, en missti strax allt samband við jörð þannig að lítið sem ekkert gagn varð af umstanginu öllu. Rússar hafa tekið þátt í þessu verk- efni með samstarfi við ESA. Bandaríkjamönnum hefur hins vegar nokkrum sinnum tekist að senda geimfar til Mars, þar á meðal árið 2008 þegar Phobos-lendingarfarið sendi athyglisverðar myndir til jarðar. Á þeim mátti meðal annars greina snjó- komu. gudsteinn@frettabladid.is Lenda á Mars í dag og leit að lífi heldur áfram Vísindamenn evrópsku geimvísindastofnunarinnar ESA fylgjast í dag spenntir með geimfarinu Schiaparelli, sem á að lenda á reikistjörnunni Mars nú síðdegis. Tilkynning um framlagningu kjörskrár. Kjörskrá í Mosfellsbæ vegna kosninga til Alþingis 29. október 2016. Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 29. október 2016 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 19. október 2016 og til kjördags. Mosfellsbæ 18. október 2016. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ MERKI MOSFELLSBÆJAR Höf. Kristín Þorkelsdóttir TÁKN A) Tilvísun til silfurs Egils Skallagrímssonar Dóttir Egils, Þórdís, bjó að Mosfelli og dvaldi hann hjá henni síðustu árin. Í nágrenni Mosfells á Egill að hafa falið silfursjóð sem Aðalsteinn hinn sigursæli Englakonungur gaf honum. Táknið er stílfærð mynd af þremur skjöldum sem prýddu bakhlið penings sem var í umferð á tíma Aðalsteins hins sigursæla. B) Þrír skildir fléttast saman og mynda samstöðu, sbr. þrjá byggðarkjarna fyrrum Mosfellshrepps: Mosfellsdalur, Reykjahverfi og „niðursveitin“. Hönnunarsta›all - GrunnurMosfellsbær PANTONE 371 PANTONE 371 er kki umingjaskapur! Morgunverðarfundur um mataraðstoð föstudaginn 21.10. kl. 8:30 á Grand Hótel. Uppl. og skráning á Facebooksíðu EAPN á Íslandi. Fátækt EUROPEAN ANTI POVERTY NETVORK EAPN ÍSLAND European Anti Poverty Network, Ísland PEOPLE EXPERIENCING POVERTY PEPP ÍSLAND SÍÐUMÚLI 14 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5510 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8 -18 © GRAPHIC NEWS 2016: Fyrri leiðangurinn 2018: Seinni leiðangurinn Leitin að lí á Mars Í dag lendir geimfarið Schiaparelli á reikistjörnunni Mars. Evrópska geimvísindastofnunin ESA sendi farið á lo… í mars síðastliðnum til að kanna hvort líf kunni að leynast á rauðu plánetunni. Rannsóknarfar (TGO) á braut um Mars: Greinir lo…hjúpinn umhver‡s í leit að lífrænum ummerkjum í lo…tegundunum. Sólar- ralöður Lendingarfar (EDM): Meginhlutverk er að prófa lendingartækni fyrir stærri geimför á Mars. Skotið út þegar geimfarið á e…ir þriggja daga ferð. Rannsóknarbúnaður um borð í Schiaparelli: Sendur niður að y‡rborði Mars til að rannsaka veðurfar. Þrýsti- loŠs- hemlar Ending: 2-8 dagar. Kemur til Mars: Notar svipaðan lendingarbúnað og EDM. Samskipti: Tekur við upplýsingum frá fyrra geimfarinu í gegnum sendistöð í Torino á Ítalíu. Farartækið Bridget Ending: Að minnsta kosti sjö mánuðir. Myndatöku- búnaður: Tekur þrívíddarmyndir af umhver‡nu. Sólarralöður Mastur Útdraganlegt og snúanlegt. Ökudrægni: 100 m á hverjum marsdegi.* 2,4 me trar 2 m etrar Bor: Fyrsta Marsfarið sem getur borað djúpt niður í jarðveginn og dregið út kjarnasýni til greiningar. Heimild: ESA, Stjörnufræðivefurinn Kostar: 151 milljarð króna. *Marsdagur er 23 tímar og 56 mínútur Vísindamenn evrópsku geimvísindastofnunarinnar ESA hafa nóg að gera í dag. FréttAblAðið/EPA sTJÓRnsÝsLA Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráð- herra og fyrrverandi forsetafram- bjóðandi, hefur verið skipaður í stjórn Íslandsstofu. Hlutverk Íslandsstofu er meðal annars að vera samráðsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífsins fyrir markaðs- og kynningarstarf á erlendri grund. Tilkynnt var um nýja sjö manna stjórn í fyrradag og situr hún næstu þrjú ár. Skipunartími síð- ustu stjórnar rann út í ágúst. „Þegar ég fékk Hrannar í ráðu- neytið þá var það á faglegum en ekki pólitískum forsendum. Hann er ekki flokksbundinn Fram- sóknar maður og hefur engum skyldum að gegna gagnvart flokknum,“ segir Lilja Alfreðs- dóttir utanríkisráðherra. Lilja segir að það hafi lengi legið fyrir að skipa þyrfti nýja stjórn enda lauk skipunartíma síðustu stjórnar í ágúst. Því var ný stjórn skipuð fyrir tveimur vikum. Að sögn Lilju leit hún þann- ig á málið að Hrannar væri besti maðurinn sem til boða stæði í stöðuna. Hann hafi gífurlega reynslu á þessu sviði. Í gegnum tíðina hefur Hrannar starfað á fréttastofu RÚV, sem upplýsinga- fulltrúi Ísal og framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone. Í lok árs 2014 og upphafi árs 2015 var hann forsætisráðherra innan handar. Lilja segir ekki tímabært að tala um hvort Hrannar verði áfram aðstoðarmaður hennar sitji hún enn í ráðherrastól að kosningum loknum. „Ég þurfti að sannfæra hann töluvert um að koma í ráðuneyt- ið á sínum tíma. Við höfum ekki rætt neitt slíkt enda er það ekki tímabært. Nú einbeiti ég mér að kosningabaráttunni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. – jóe Utanríkisráðherra skipaði aðstoðarmanninn í stjórn Íslandsstofu Hrannar Pétursson. MYND/Óli HAUKUr Þegar ég fékk Hrannar í ráðu- neytið þá var það á faglegum en ekki pólitískum for- sendum. Hann er ekki flokksbundinn Framsóknar- maður og hefur engum skyldum að gegna gagn- vart flokkn- um. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra 1 9 . o k T Ó b e R 2 0 1 6 M i Ð V i k U d A G U R10 f R é T T i R ∙ f R é T T A b L A Ð i Ð 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -C 2 9 C 1 A F B -C 1 6 0 1 A F B -C 0 2 4 1 A F B -B E E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.