Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 60
beint frá LondonGrime er mjög ung tón-listarstefna sem nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi og ann-ars staðar eftir að hafa verið frekar lítt þekkt tónlistarfyrirbæri sem hírðist að mestu vel falið í neðanjarðarsenu breskrar tónlistarflóru. Hingað til lands hafa komið nokkrir listamenn sem kenna sig við stefnuna og á næstu Airwaves-hátíð kemur grime-risinn Dizzee Rascal til landins. Áður hafa komið hingað Stormzy, sem ætlaði að mæta á Airwaves en þurfti að afboða sig, Section Boyz, Skepta og JME, Lady Leshurr, Foreign Beggars og The Bug og Flowdan. Líklega má rekja þessar skyndi- legu vinsældir á heimsvísu til þess að bæði kanadíski tónlistarmaðurinn Drake og bandaríski hipphopp- risinn Kanye West hafa hampað grime-inu frekar nýlega – Kanye West fékk nánast alla grime-tón- listarmenn Bretlands með sér upp á svið þegar hann spilaði á Brit-verð- laununum árið 2015 og Drake og grime-tónlistar maðurinn Skepta hafa verið miklir mátar; Drake fékk hann til að spila á tónlistarhátíðinni Skepta er einn af fáum grime- listamönnum sem varð vinsæll á hinum kröfu- harða Ameríku- markaði. Nordic PhotoS/Getty Lífið fyrstu gekk stefnan undir alls kyns nöfnum – 8-bar, nu shape, sublow og eskibeat en hefur síðan síðar meir verið sett undir einn hatt sem grime. Tónlistarstefnan þróaðist að mestu út frá bresku tónlistarstefn- unum UK garage og jungle auk þess sem hún ber sterk áhrif frá amerísku hipphoppi, en jungle og garage eru að mestu „instrumental“ með grunn- tónlistarhefð frá Karíbahafinu, líkt og hipphoppið ameríska, þar sem tíðkast að kynnar hrópi slagorð sem ríma yfir tónlistina. Oft er litið á grime sem breska útgáfu af amerísku hipphoppi en það er að vissu leyti ruglandi. Auð- vitað er til breskt hipphopp en á sama tíma aðskilur grime sig frá því með að vera byggt á allt öðrum grunni, þó að það eigi það sameiginlegt með amerísku hipphoppi að það inniheldur rapp. Í dag, á tímum inter netsins, er þessi munur kannski enn minni en ef munurinn á að vera einfaldaður eins mikið og hægt er má segja að grime sé byggt á elektr- ó n í s ku m g r u n n i e n hipphopp á rætur í fönki og diskó – en síðan auðvitað flækjast öll þessi áhrif saman nú til dags þegar nálgast má tónlist á inter- netinu með einum smelli og alls konar tónlist nær að hafa áhrif á alls konar fólk. Nokkrir Íslandsvinir Dizzee Rascal kemur hingað til lands í næsta mánuði til að spila á Iceland Airwaves. Hann er ásamt Skepta stærsti grime-listamaður allra tíma. Dizzee Rascal vakti mikla athygli fyrir plötu sína Boy in da corner sem kom út árið 2003 og hlaut hann Mercury-verðlaunin eftirsóttu fyrir plötuna og varð þar með yngsti tónlistarmaðurinn sem hefur fengið verðlaunin en hann var einungis 19 ára. Stormzy hætti því miður við að koma á Iceland Airwaves í ár en hann hafði áður spilað á Secret Sol- stice festival og því nú þegar orðinn Íslandsvinur. Stormzy er rísandi stjarna í heimalandinu og hefur verið að sanka að sér verðlaunum og var nú um daginn í auglýsingu fyrir fótboltamanninn Paul Pogba og Adidas. Lag hans Shut Up hefur verið ansi vinsælt jafnvel þó að það sé upphaflega „freestyle“ þar sem hann notar lagið Functions on the low með XTC sem undir- spil. Stormzy á enn eftir að senda frá sér plötu og aðdáendur hans eru að missa sig í spennu. Skepta gaf út sína fyrstu plötu árið 2007 en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hann kom meðal annars hingað til lands ásamt rapparanum JME sem reyndar er bróðir hans og eins og Dizzee Rascal hlaut hann Mercury-verðlaunin fyrir sína nýjustu plötu, Konn ichiwa, en á henni snýr hann aftur til upprunans, en hann hafði yfirgefið grime-hljóminn fyrir talsvert poppaðri tónlist, sem hann svo viðurkenndi síðar að hefðu verið mjög mikil mistök. Þessi nýja plata hans hefur vakið mikinn áhuga utan heimalandsins og jafnvel í Bandaríkjunum, en grime-ið hefur aldrei átt auðvelt uppdráttar þar. Stormzy er ungur og upp- rennandi tónlistarmaður sem á þó enn eftir að gefa út sína fyrstu plötu. Nordic PhotoS/Getty Wiley er einn fyrsti grime- listamaðurinn. Nordic PhotoS/ Getty dizzee rascal ætlar að heim- sækja Ísland nú í nóvember. Nordic PhotoS/Getty Stefán Þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is OVO Fest sem Drake heldur á hverju ári og skrifaði síðan undir samning við Boy Better Know, plötufyrirtæki Skepta. Sambræðingur úr sjóræningjaútvarpi Grime á upphaf sitt í byrjun síðasta áratugar og varð tónlistarstefnan til í austurhluta London þar sem starfræktar voru nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar sem spiluðu jungle, garage og fleiri urban-tónlistar- stefnur reglulega sem svo síðar meir hrærðust saman og urðu grime. Í H E I L S U R Ú M Haust tilboð KING KOIL SUMMER GLOW QUEEN SIZE AMERÍSKT HEILSURÚM 40% afsláttur Fullt verð 278.710 kr. TILBOÐSVERÐ 167.226 kr. A R G H !!! 1 11 01 6 Sambræðingur tónlistarstefna Á Iceland Airwaves hátíðina í ár kemur tónlistarmaðurinn Dizzee Rascal en hann er stórt nafn úr grime heiminum. Grime er ung tónlistarstefna sem hefur verið að rísa í vinsældum utan heimalands síns síðustu ár eftir að hafa verið neðanjarðar í nokkurn tíma. 1 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r32 L í f I Ð ∙ f r É t t A b L A Ð I Ð 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F B -A E D C 1 A F B -A D A 0 1 A F B -A C 6 4 1 A F B -A B 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.