Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 55
textann í algjöran forgang en Stefán Hallur hreyfist varla á sviðinu fyrir utan örfá uppbrot. Líkt og í hand- ritinu, sem rætt verður síðar, þá vantar leikrænt ris í nálgun Stef- áns Halls og Unu á tilfinningalegt ferðalags þessa ónefnda manns. Stefán er nánast á barmi taugaáfalls við byrjun sýningar og hugrænt ástand hans breytist afskaplega lítið á þessum fjörutíu mínútum. Handritið eftir García er líka vandamál en það virðist vera óreiðukennt samansafn af brota- kenndum pælingum sem hverfast um sjálfar sig frekar en heildstætt leikverk. Kapítalismi, fortíðarþrá, barna- uppeldi, kynlíf og málverk eftir Fransisco Goya kemur allt við sögu en ekkert nýtt er undir sólinni. Allar konur verksins eru annað- hvort ekki til staðar eða eru rædd- ar á niðrandi hátt. Samúðin með þessum manni og skilningur fyrir hans plikt er takmörkuð. Ef þetta á að vera einhvers konar háðsádeila á stöðu og forréttindi hins hvíta, gagnkynhneigða, miðaldra karl- manns í vestrænu samfélagi þá nær hún skammt. Franski heimspekingurinn Jean Baudrillard kallaði Disneyland hið fullkomna dæmi um eftirlíkingu; veröld sem á að vera barnaleg og láta gesti trúa því að hinir full- orðnu séu fyrir utan skemmti- garðinn þegar barnaskapurinn er í raun allsráðandi í heiminum. Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti virðist á yfirborðinu innihalda áleitnar spurningar um tilvist mannsins en er í raun fjörutíu mínútna stílæfing. Á endanum er niðurstaðan óskýrt öskur í tóminu sem þarf sviðsrænni úrlausn og þyngri til- finningalega vigt til að ná eyrum áhorfenda. Framsetningin á efninu og sýningin í heild nær aldrei skýrri tengingu við efnið sem er í ófrum- legri kantinum, framandgervingin skapar aftengingu frá framvind- unni frekar en vekja áhorfendur til umhugsunar. Sigríður Jónsdóttir Niðurstaða: Allt of lágstemmd sviðsetning fyrir brotakennt og óspennandi handrit. Nokkrir af karakterunum á sýningunni Annars vegar fólk eftir Birgi Andrésson. Hér sjást þau Sólon Íslandus (Sölvi Helgason), Oddur sterki af Skaganum, Hallbera Hekla og Pétur prentari. FréttABlAðið/SteFáN 1995, þá sýndi hann mismunandi útgáfur íslenska fánans prjónaða í sauðalitunum. Seinna gerði hann verkið Sameinaðir stöndum vér, þar sem hann tefldi saman íslenska, bandaríska og breska fánanum, líka prjónuðum í sauðalitunum og lék sér þannig með  það þjóðlega og alþjóðlega. gun@frettabladid.is Gítarleikarinn Kristinn Árnason heldur tónleika í Listasafni Íslands laugardaginn 22. október. Þeir hefj- ast klukkan 17. „Þetta eru einleiks- tónleikar. Ég verð í salnum uppi sem snýr að Tjörninni.  Þar er yfir- litssýning á verkum Valtýs Péturs- sonar svo umhverfið er skemmti- legt,“ segir Kristinn ánægður. Á efnisskránni eru þrír þættir eftir Sanz, fúga eftir Bach, Pavane eftir Ravel og ýmis verk eftir Albeniz, Granados og Barrios. „Svo ætla ég að frumflytja eitt verk eftir sjálfan mig, það er eiginlega orðin hefð þegar ég held tónleika,“ segir Kristinn sem kveðst alltaf vera að semja.   Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og Kristinn kveðst búast við að þeir taki um það bil klukkutíma og kortér, með hléi. Svo farið sé yfir feril Kristins þá hefur hann haldið fjölda tónleika hér á landi og erlendis, bæði einn og sem þátttakandi í kammertón- list af ýmsu tagi. Hann hefur haldið einleikstónleika í Wigmore Hall í Lundúnum, Kammerzaal Concert- gebouw í Amsterdam og Munch safninu í Ósló auk tónleika á Ítalíu, Spáni, Danmörku og Bandaríkj- unum. Einnig hefur hann leikið inn á fjölda hljómdiska, spilað í útvarp og sjónvarp og starfað í leikhúsunum. Sex diskar með gítareinleik Kristins hafa komið út auk annarra diska. Diskur hans með verkum eftir Sor og Ponce hlaut Íslensku tón- listarverðlaunin árið 1997 í flokki klassískra hljómdiska og að auki hefur hann fimm sinnum verið til- nefndur til sömu verðlauna. Þá hlaut hann verðlaun úr minningar- sjóði Kristjáns Eldjárns árið 2007. – gun Gítartónar Kristins innan um verk Valtýs Kristinn ætlar að frumflytja eitt af eigin verkum. Norræna húsið Sturlugata 5, 101 Reykjavík, +354 551 7090, www.nordichouse.is Norræna húsið í haustfríinu. Við kynnum sýninguna Öld barnsins, nýuppgert barna- bókasafn og ljúffengar veitingar á Aalto Bistro. Sýningin er opin alla daga frá kl 11–17. NORRÆN HÖNNUN FYRIR BÖRN FRÁ 1900 TIL DAGSINS Í DAG ÖLD BARNSINS M e N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 27M i ð V i K u D a g u r 1 9 . o K t ó B e r 2 0 1 6 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -C 2 9 C 1 A F B -C 1 6 0 1 A F B -C 0 2 4 1 A F B -B E E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.