Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 56
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 19. október Fyrirlestrar Hvað? Heimspekispjall og samtímalist Hvenær? 20.00 Hvar? Hannesarholt Dr. Hlynur Helgason, lektor í list- fræði í HÍ, og Sigrún Inga Hrólfs- dóttir, myndlistarmaður og deildar forseti myndlistardeildar LHÍ, ræða heimspeki í íslenskri samtímalist. Skoðaðir verða snerti- fletir gjörninga og vídeóverka Ragnars Kjartanssonar við heim- speki þýska 19. aldar heimspek- ingsins Friedrichs Nietzsche. Sigrún mun segja frá meistararitgerð sinni frá vori 2016, sem nefnist „Hlut- miðuð verufræði: Leikur hugsunar og efnis í heimspeki og list.“ Dr. Henry Alexander Henrys son er umsjónarmaður heimspekispjalls- ins. Heimspekispjall er öllum opið og án endurgjalds í minningu Páls Skúlasonar heimspekings. Hvað? Hugmyndaheimur Páls Briems. Málþing í Þjóðminjasafni Hvenær? 13.00 Hvar? Þjóðminjasafn Námsbraut í sagnfræði, Sagnfræði- stofnun Háskóla Íslands og afkom- endur Páls Briems amtmanns (1856-1904) gangast fyrir málþingi þar sem verk Páls verða rædd út frá ýmsum hliðum, m.a. stjórnmála- sögu landshöfðingjatímans, þróun frjálslyndra hugmynda á Íslandi og sögu jafnréttisbaráttunnar. Megin- áherslan verður á hugmyndasögu og andlegar hræringar á Íslandi og í Evrópu á dögum Páls. Málþingið er opið og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hvað? Jafnrétti í íþróttum Hvenær? 12.00 Hvar? Háskólinn í Reykjavík Hafrún Kristjánsdóttir talar á Jafnréttisdögum. Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismun- un. Áhersla er lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hug- myndir um normið – hið „eðli- lega“ – og hið undirskipaða undir smásjána. Dagskráin er fjölbreytt og byggir á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sam- eina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á stöðu jafnréttismála. Leitast er við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja slagkraft þeirra fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Uppákomur Hvað? Grundarfjörður – Á tæpasta vaði Hvenær? 21.00 Hvar? Samkomuhúsið á Grundarfirði Félagarnir Ari Eldjárn og Björn Bragi snúa nú bökum saman og fara rúnt um landið á haustmán- uðum en þeir hafa um árabil verið tveir af allra fyndnustu og eftirsótt- ustu uppistöndurum Íslands. Ari og Björn eru báðir meðlimir í uppi- standshópnum Mið-Íslandi en sýn- ingar þeirra félaga í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi og hleypur sýningafjöldinn á hundruðum og gestafjöldinn á tugum þúsunda. „Á tæpasta vaði“ er tveggja klukku- stunda uppistandssýning þar sem þeir félagarnir skiptast á að flytja lengra uppistand en venjulega, um allt milli himins og jarðar. Það er óhætt að segja að hér sé á ferðinni skemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara og því er um að gera að tryggja sér miða ef þig lang- ar að hlæja þig máttlausa/n eina kvöldstund. Ekkert aldurstakmark er á sýninguna, en sum efnistök eru ekki við hæfi ungra barna. Hvað? Töfrakvöld HÍT Hvenær? 20.00 Hvar? Salurinn í Kópavogi Hið árlega Töfrakvöld HÍT verður haldið í Salnum í Kópavogi, mið- vikudaginn 19. október nk. og hefst kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30 og þá strax verða töframenn víða um húsið og sýna töfrabrögð í nálægð. Aðalgestur sýningarinnar er breski gríntöframaðurinn Dave Jones, sem hefur sýnt skemmtileg töfrabrögð víða um heim í yfir 30 ár. Einnig taka sjö íslenskir töfra- menn þátt í sýningunni, Arnúlfur, Gunnar Kr., Jón Víðis, Kristinn Hljómsveitin Pascal Pinon samanstendur af tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum en þær spila á veitingastaðnum Bryggjunni brugghúsi í kvöld kl. 21.00. Gauti, Kristinn & Sindri og Sr. Pétur, kynnir verður Daníel Hauks- son. Að auki verða sýnd töfrabrögð í nálægð um allt húsið fyrir sýn- ingu og í hléi og eru það félagar í Hinu íslenska töframannagildi sem sjá um það. Töfrabrögð sem gerast nánast í höndum sýningargesta. Tónlist Hvað? Pascal Pinon Hvenær? 21.00 Hvar? Bryggjan brugghús Hljómsveitin Pascal Pinon saman- stendur af tvíburasystrunum Ást- hildi og Jófríði Ákadætrum en þær hafa spilað saman undir því nafni síðan 2008. Þær gáfu nýverið út sína þriðju breiðskífu, Sundur, í samstarfi við þýska útgáfufélagið Morr Music, en síðast gáfu þær út plötuna Twosomeness fyrir þremur árum. Sundur er ívið mínímalískari en þeirra fyrri verk, upptökurnar eru hráar og berar, áherslan er lögð á lagasmíðarnar og draumkenndan hljóðheim. Innblásturinn sækja þær aftur í tímann þegar þær fluttu fyrst að heiman, Ásthildur til Amsterdam í píanónám og Jófríður til að ferðast um heiminn með hljómsveitinni Samaris og sem sólólistamaður. Hvað? Kvartett Chuck Israels Hvenær? 21.00 Hvar? Harpa Bassaleikarinn Chuck Israels er goðsögn í lifandi lífi. Hann hefur leikið síðastliðin 60 ár með öllum helstu stjörnum djassheimsins; Billie Holiday, Benny Goodman, Coleman Hawkins, Stan Getz, Herbie Hancock, J.J. Johnson, John Coltrane, listinn er langur. Hann er þó best þekktur fyrir að leika í tríói Bill Evans frá árinu 1961 til 1966. Chuck hefur einnig leikið inn á fjölmargar plötur, m.a. Coltrane Time, með John Coltrane, My Point of View, með Herbie Hancock, Getz au Go-Go með Stan Getz, og margar plötur með tríói Bills Evans. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur talar á Jafnréttisdögum í Háskólanum í Reykja- vík kl. 12.00 í dag. ÁLFABAKKA THE GIRL ON THE TRAIN KL. 5:30 - 8 - 10 - 10:30 THE GIRL ON THE TRAIN VIP KL. 5:30 - 8 - 10:30 DEEPWATER HORIZON KL. 8 - 10:20 STORKAR ÍSLTAL KL. 6 STORKS ENSKT TAL KL. 8 SULLY KL. 5:50 - 8 - 10 MECHANIC: RESURRECTION KL. 10:20 WAR DOGS KL. 8 SUICIDE SQUAD 2D KL. 5:20 LEYNILÍF GÆLUDÝRA ÍSLTAL 2D KL. 6 KEFLAVÍK INFERNO KL. 8 - 10:35 THE GIRL ON THE TRAIN KL. 8 - 10:35 AKUREYRI THE GIRL ON THE TRAIN KL. 8 - 10:30 DEEPWATER HORIZON KL. 8 - 10:30 STORKAR ÍSLTAL KL. 6 STORKS ENSKT TAL KL. 6 THE GIRL ON THE TRAIN KL. 5:30 - 8 - 10:30 DEEPWATER HORIZON KL. 10:40 STORKAR ÍSLTAL KL. 6 BRIDGET JONES’S BABY KL. 5:20 - 8 - 10:10 SULLY KL. 8 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI EGILSHÖLL CAN’T WALK AWAY KL. 6 - 8 - 10 THE GIRL ON THE TRAIN KL. 5:30 - 8 - 10:30 DEEPWATER HORIZON KL. 5:30 - 8 - 10:20 STORKAR ÍSLTAL KL. 6 SULLY KL. 8 - 10:10 Nýjasta stórmynd Clint Eastwood EMPIRE  THE GUARDIAN  HOLLYWOOD REPORTER  Ein magnaðasta stórmynd ársins ENTERTAINMENT WEEKLY  VARIETY  Byggð á samnefndri metsölubók Emily Blunt Justin Theroux Mynd sem þú mátt ekki missa af HOLLYWOOD REPORTER  THE WRAP  Sýnd með íslensku og ensku tali EMPIRE  ENTERTAINMENT WEEKLY  Sýningartímar á miði.is og smarabio.is FORSALA HAFIN ANASTASIA 2. nóvember í Háskólabíói - HS, MORGUNBLAÐIÐ FRUMSÝND 20. OKT. „FYNDIN OG HEILLANDI“ - GUARDIAN KVIKMYND EFTIR TIM BURTON INFERNO 8, 10:30 MIDDLE SCHOOL 6 MAGNIFICENT 7 9, 10:30 BRIDGET JONES’S BABY 8 FRÖKEN PEREGRINE 6 STORKAR 2D ÍSL.TAL 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Captain Fantastic 17:30, 22:30 Innsæi / The Sea Within 18:00 Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children 20:00, 22:30 Brotið 20:00 Sundáhrifin / The Togethe Project ENG SUB 20:00 Ransacked 22:00 1 9 . o k T ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r28 M e n n I n G ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F B -C 7 8 C 1 A F B -C 6 5 0 1 A F B -C 5 1 4 1 A F B -C 3 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.